Íslendingar of ríkir fyrir styrki 28. ágúst 2006 06:30 Árdís Sigurðardóttir Allt lítur út fyrir að Chevening námsstyrkir, sem breska sendiráðið hefur umsjón með og veitir árlega fyrir hönd breska utanríkisráðuneytisins, muni ekki bjóðast Íslendingum frá og með næsta ári. "Við erum ekki búin að fá endanlega staðfestingu en það bendir allt til þess að við fáum ekki lengur styrki, því miður. Rökin eru þau að Íslendingar séu of efnuð þjóð," segir Árdís Sigurðardóttir, blaðafulltrúi breska sendiráðsins. "Alp Mehmet sendiherra og við í sendiráðinu erum að reyna allt til að finna nýjar leiðir til að halda styrkjunum, því það er mjög mikilvægt að Íslendingar haldi áfram að sækja háskólanám í Bretlandi og hafi tök á því að fá einhverja styrki til þess. Það sjá það allir að það er gott fyrir Ísland og Bretland að styrkja tengslin á milli landanna," segir Árdís. Chevening styrkir, sem hétu áður British Council skólastyrkir og seinna FCOSAS, hafa verið veittir Íslendingum frá stríðslokum, en íbúar um 160 landa geta sótt um styrkina. Á vefsíðu Chevening styrkjanna segir að hætt sé að veita þá í flestum löndum Vestur Evrópu. "Það er aðallega verið að hugsa um mikið af Afríkulöndum og Asíulöndum þar sem slíkir styrkir eru lífsspursmál. Núna fá engin lönd innan Evrópusambandsins styrkina lengur, enda borga þau lægri skólagjöld í Bretlandi. En við höfum fengið styrkina undanfarin ár, eins og til dæmis Noregur, því við erum utan ESB og erum þar af leiðandi að borga full skólagjöld," segir Árdís. Árdís segir að ákvörðun Foreign and Commonwealth Office í Bretlandi hafi ekki komið á óvart, en stofnunin hefur verið að draga úr námsstyrkjum til handa Íslendingum undanfarin ár. Um fimm til átta Íslendingar hafa fengið Chevening styrki árlega og í seinni tíð hefur ekki verið um fulla styrki að ræða. Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Allt lítur út fyrir að Chevening námsstyrkir, sem breska sendiráðið hefur umsjón með og veitir árlega fyrir hönd breska utanríkisráðuneytisins, muni ekki bjóðast Íslendingum frá og með næsta ári. "Við erum ekki búin að fá endanlega staðfestingu en það bendir allt til þess að við fáum ekki lengur styrki, því miður. Rökin eru þau að Íslendingar séu of efnuð þjóð," segir Árdís Sigurðardóttir, blaðafulltrúi breska sendiráðsins. "Alp Mehmet sendiherra og við í sendiráðinu erum að reyna allt til að finna nýjar leiðir til að halda styrkjunum, því það er mjög mikilvægt að Íslendingar haldi áfram að sækja háskólanám í Bretlandi og hafi tök á því að fá einhverja styrki til þess. Það sjá það allir að það er gott fyrir Ísland og Bretland að styrkja tengslin á milli landanna," segir Árdís. Chevening styrkir, sem hétu áður British Council skólastyrkir og seinna FCOSAS, hafa verið veittir Íslendingum frá stríðslokum, en íbúar um 160 landa geta sótt um styrkina. Á vefsíðu Chevening styrkjanna segir að hætt sé að veita þá í flestum löndum Vestur Evrópu. "Það er aðallega verið að hugsa um mikið af Afríkulöndum og Asíulöndum þar sem slíkir styrkir eru lífsspursmál. Núna fá engin lönd innan Evrópusambandsins styrkina lengur, enda borga þau lægri skólagjöld í Bretlandi. En við höfum fengið styrkina undanfarin ár, eins og til dæmis Noregur, því við erum utan ESB og erum þar af leiðandi að borga full skólagjöld," segir Árdís. Árdís segir að ákvörðun Foreign and Commonwealth Office í Bretlandi hafi ekki komið á óvart, en stofnunin hefur verið að draga úr námsstyrkjum til handa Íslendingum undanfarin ár. Um fimm til átta Íslendingar hafa fengið Chevening styrki árlega og í seinni tíð hefur ekki verið um fulla styrki að ræða.
Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira