Kveðst ekki geta tjáð sig 24. ágúst 2006 07:30 Nesjavellir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill takmarka fjölda og umfang þeirra svæða sem lögð eru undir jarðvarmavirkjanir. Iðnaðarráðherra segir óviðeigandi að tjá sig um nýtingu svæða á Reykjanesi á meðan afgreiðsla rannsóknaleyfa stendur yfir. MYND/GVA „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, spurður um hvort hann taki undir þau sjónarmið Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, að nýta ekki jarðhitasvæði í Brennisteinsfjöllum og Grændal á Reykjanesi til orkuvinnslu, heldur að gera svæðin að friðlandi. Jón telur það ekki viðeigandi að ráðherra tjái sig um mál eins og þetta á meðan það er í afgreiðslu og fyrr en að vissum skilyrðum uppfylltum. Ingibjörg Sólrún segir í grein í Fréttablaðinu á mánudag að mikilvægt sé fyrir Íslendinga að eiga aðgang að ósnortnum háhitasvæðum en minnir jafnframt á mikilvægi þeirra svæða sem nú séu þegar nýtt. Ingibjörg vitnar í greininni til umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands um verndargildi svæðanna við Brennisteinsfjöll og Grændal og vill að varlega sé stigið til jarðar áður en rannsóknaleyfi verða gefin enda sé það mat Náttúrustofnunar að rannsóknaleyfi jafngildi stefnumörkun um framtíðarnýtingu. Slíkum rannsóknum fylgi einnig röskun sem breyti ásýnd viðkomandi svæða óháð nýtingu. Ingibjörg telur frekar ástæðu til að flýta rannsóknaverkefninu Djúpborun á Íslandi sem „á næsta áratug gæti gefið okkur vísbendingar um hvort vinna megi þrisvar til fimm sinnum meiri orku úr háhitasvæðum en hingað til hefur verið talið gerlegt“. Jón segir að af hálfu ráðuneytisins sé það að segja að komið hafi neikvæð umsögn um rannsóknir við Brennisteinsfjöll frá Umhverfisstofnun. „Það eru sameiginleg einkenni varðandi Brennisteinsfjöll og Grændal að umsækjendur um rannsóknaleyfi eru fleiri en einn. Þá verður ekki aðhafst í þeim málum fyrr en alþingi hefur sett lög um verklag um umsóknir. Það er í vinnslu í sérstakri nefnd og ég vænti þess að fá tillögur þeirrar nefndar núna með haustinu.“ Jón segir það ekki ljóst hvaða verklag skuli viðhafa þegar velja eigi úr hópi umsækjenda og finna verði aðferð og aðila sem getur tryggt jafnræði og rétta stjórnsýslu. „Ég sem ráðherra get ekki tekið á þessu máli fyrr en það liggur fyrir. Fyrst þarf að semja frumvarp, leggja það fyrir þingið og afgreiða það og þá fyrst getur afgreiðsla hafist.“ Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Ég get ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, spurður um hvort hann taki undir þau sjónarmið Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, að nýta ekki jarðhitasvæði í Brennisteinsfjöllum og Grændal á Reykjanesi til orkuvinnslu, heldur að gera svæðin að friðlandi. Jón telur það ekki viðeigandi að ráðherra tjái sig um mál eins og þetta á meðan það er í afgreiðslu og fyrr en að vissum skilyrðum uppfylltum. Ingibjörg Sólrún segir í grein í Fréttablaðinu á mánudag að mikilvægt sé fyrir Íslendinga að eiga aðgang að ósnortnum háhitasvæðum en minnir jafnframt á mikilvægi þeirra svæða sem nú séu þegar nýtt. Ingibjörg vitnar í greininni til umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands um verndargildi svæðanna við Brennisteinsfjöll og Grændal og vill að varlega sé stigið til jarðar áður en rannsóknaleyfi verða gefin enda sé það mat Náttúrustofnunar að rannsóknaleyfi jafngildi stefnumörkun um framtíðarnýtingu. Slíkum rannsóknum fylgi einnig röskun sem breyti ásýnd viðkomandi svæða óháð nýtingu. Ingibjörg telur frekar ástæðu til að flýta rannsóknaverkefninu Djúpborun á Íslandi sem „á næsta áratug gæti gefið okkur vísbendingar um hvort vinna megi þrisvar til fimm sinnum meiri orku úr háhitasvæðum en hingað til hefur verið talið gerlegt“. Jón segir að af hálfu ráðuneytisins sé það að segja að komið hafi neikvæð umsögn um rannsóknir við Brennisteinsfjöll frá Umhverfisstofnun. „Það eru sameiginleg einkenni varðandi Brennisteinsfjöll og Grændal að umsækjendur um rannsóknaleyfi eru fleiri en einn. Þá verður ekki aðhafst í þeim málum fyrr en alþingi hefur sett lög um verklag um umsóknir. Það er í vinnslu í sérstakri nefnd og ég vænti þess að fá tillögur þeirrar nefndar núna með haustinu.“ Jón segir það ekki ljóst hvaða verklag skuli viðhafa þegar velja eigi úr hópi umsækjenda og finna verði aðferð og aðila sem getur tryggt jafnræði og rétta stjórnsýslu. „Ég sem ráðherra get ekki tekið á þessu máli fyrr en það liggur fyrir. Fyrst þarf að semja frumvarp, leggja það fyrir þingið og afgreiða það og þá fyrst getur afgreiðsla hafist.“
Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira