Tveir Íslendingar í haldi í Brasilíu 24. ágúst 2006 07:45 Tveir Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Brasilíu fyrir tvö aðskilin fíkniefnamál. Tuttugu og níu ára Íslendingur situr í gæsluvarðhaldi fyrir að reyna að smygla úr landi tveimur kílóum af kókaíni. Maðurinn var handtekinn norðanlega í landinu í byrjun júní síðastliðnum. Mál mannsins kom inn á borð hjá utanríkisráðuneytinu í framhaldi handtökunnar í sumar og hafði ráðuneytið milligöngu um að útvega honum lögfræðing. Okkur hafa ekki borist upplýsingar um hvort dómur sé fallinn í máli mannsins, segir Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu. Að sögn Péturs situr maðurinn enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins og ráðuneytinu hefur ekki borist frekari ósk um aðstoð frá manninum. Verði hann fundinn sekur getur hann átt von á að afplána allt að átján ára fangelsisdóm. Annar tuttugu og níu ára gamall Íslendingur var handtekinn á flugvellinum í Sao Paulo á mánudaginn þegar rúm tólf kíló af hassi fundust við gegnumlýsingu á hátalaraboxi sem hann hafði meðferðis frá Amsterdam. Við nánari leit á manninum fundust nokkrar e-töflur og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldinu. Verði hann fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér langan fangelsisdóm, eða allt að sautján ár á bak við lás og slá. Maðurinn sem var handtekinn á dögunum hefur setið í fangelsi hérlendis vegna fíkniefnamisferlis. Samkvæmt heimildum blaðsins býr faðir hans jafnframt í Brasilíu og hefur hlotið ótal dóma hérlendis fyrir ýmsar sakir. - Innlent Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira
Tveir Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Brasilíu fyrir tvö aðskilin fíkniefnamál. Tuttugu og níu ára Íslendingur situr í gæsluvarðhaldi fyrir að reyna að smygla úr landi tveimur kílóum af kókaíni. Maðurinn var handtekinn norðanlega í landinu í byrjun júní síðastliðnum. Mál mannsins kom inn á borð hjá utanríkisráðuneytinu í framhaldi handtökunnar í sumar og hafði ráðuneytið milligöngu um að útvega honum lögfræðing. Okkur hafa ekki borist upplýsingar um hvort dómur sé fallinn í máli mannsins, segir Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu. Að sögn Péturs situr maðurinn enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins og ráðuneytinu hefur ekki borist frekari ósk um aðstoð frá manninum. Verði hann fundinn sekur getur hann átt von á að afplána allt að átján ára fangelsisdóm. Annar tuttugu og níu ára gamall Íslendingur var handtekinn á flugvellinum í Sao Paulo á mánudaginn þegar rúm tólf kíló af hassi fundust við gegnumlýsingu á hátalaraboxi sem hann hafði meðferðis frá Amsterdam. Við nánari leit á manninum fundust nokkrar e-töflur og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldinu. Verði hann fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér langan fangelsisdóm, eða allt að sautján ár á bak við lás og slá. Maðurinn sem var handtekinn á dögunum hefur setið í fangelsi hérlendis vegna fíkniefnamisferlis. Samkvæmt heimildum blaðsins býr faðir hans jafnframt í Brasilíu og hefur hlotið ótal dóma hérlendis fyrir ýmsar sakir. -
Innlent Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira