Brottvísun erlendra kvenna gagnrýnd 23. ágúst 2006 07:45 Sabine Leskopf Segist hafa orðið vör við mikla hræðslu meðal kvenna við að vera vísað úr landi. Sabine er stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. MYND/Heiða Sex konur frá ríkjum utan EES-svæðisins hafa leitað eftir aðstoð Alþjóðahúss vegna þess að útlit er fyrir að þeim verði synjað um atvinnu- og dvalarleyfi eftir skilnað við íslenska eiginmenn sína. Sumar hafa verið beittar heimilisofbeldi. Í september á síðasta ári var verklagi á útgáfu atvinnuleyfa breytt og forgangur EES-borgara til atvinnuleyfis ítrekaður og eftir það hefur fólki utan EES-svæðisins reynst erfitt að fá atvinnuleyfi. „Vernd kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi var jafnlítil í lögum áður, en nú er farið að fylgja lögunum eftir bókstaflega. Áður gátum við sagt við konurnar sem voru hræddar og óöruggar að enginn hefði verið rekinn úr landi í þeirra stöðu en það er ekki hægt lengur,“ segir Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóðahúss. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, bendir á að á síðasta ári var hlutfall kvenna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfi 39 prósent og því er um talsverðan hóp kvenna að ræða sem kann að óttast brottvísun við skilnað. „Þetta lagalega óöryggi verður til þess að margar konur þora ekki að koma fram þegar þær eru beittar heimilisofbeldi og þess vegna viljum við fá breytingar á lögunum,“ segir Sabine. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að konur sem beittar hafi verið heimilisofbeldi geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og geti í kjölfarið fengið atvinnuleyfi og komist undan brottvísun. „Útlendingastofnun er heimilt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum, og þá tökum við tillit til þess og getum veitt viðkomandi atvinnuleyfi. En sæki fólk ekki um slík mannúðardvalarleyfi, eða H-leyfi, er umsóknin meðhöndluð eins og hver önnur hjá okkur og þá fær viðkomandi synjun ef hann er utan EES,“ segir Gissur. Hann veit þó engin dæmi þess að konur sem hafa verið beittar ofbeldi hafi sótt um slík mannúðarleyfi. Gissur segir að eina leiðin til að stjórna flæði vinnuafls til landsins sé að takmarka aðgengi fólks utan EES-svæðis, því flæði EES-borgara til landsins er í raun frjálst. Innlent Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Sex konur frá ríkjum utan EES-svæðisins hafa leitað eftir aðstoð Alþjóðahúss vegna þess að útlit er fyrir að þeim verði synjað um atvinnu- og dvalarleyfi eftir skilnað við íslenska eiginmenn sína. Sumar hafa verið beittar heimilisofbeldi. Í september á síðasta ári var verklagi á útgáfu atvinnuleyfa breytt og forgangur EES-borgara til atvinnuleyfis ítrekaður og eftir það hefur fólki utan EES-svæðisins reynst erfitt að fá atvinnuleyfi. „Vernd kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi var jafnlítil í lögum áður, en nú er farið að fylgja lögunum eftir bókstaflega. Áður gátum við sagt við konurnar sem voru hræddar og óöruggar að enginn hefði verið rekinn úr landi í þeirra stöðu en það er ekki hægt lengur,“ segir Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóðahúss. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, bendir á að á síðasta ári var hlutfall kvenna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfi 39 prósent og því er um talsverðan hóp kvenna að ræða sem kann að óttast brottvísun við skilnað. „Þetta lagalega óöryggi verður til þess að margar konur þora ekki að koma fram þegar þær eru beittar heimilisofbeldi og þess vegna viljum við fá breytingar á lögunum,“ segir Sabine. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að konur sem beittar hafi verið heimilisofbeldi geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og geti í kjölfarið fengið atvinnuleyfi og komist undan brottvísun. „Útlendingastofnun er heimilt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum, og þá tökum við tillit til þess og getum veitt viðkomandi atvinnuleyfi. En sæki fólk ekki um slík mannúðardvalarleyfi, eða H-leyfi, er umsóknin meðhöndluð eins og hver önnur hjá okkur og þá fær viðkomandi synjun ef hann er utan EES,“ segir Gissur. Hann veit þó engin dæmi þess að konur sem hafa verið beittar ofbeldi hafi sótt um slík mannúðarleyfi. Gissur segir að eina leiðin til að stjórna flæði vinnuafls til landsins sé að takmarka aðgengi fólks utan EES-svæðis, því flæði EES-borgara til landsins er í raun frjálst.
Innlent Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira