Ekki endurákært vegna fyrsta liðsins 23. ágúst 2006 07:15 Sigurður Tómas Magnússon Ekki verður endurákært vegna fyrsta liðs Baugsmálsins svokallaða en Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í gær. Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms á fyrsta liðs málsins 21. júlí síðastliðinn, en í honum var Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., meðal annars gefið að sök að hafa "beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutfjárins", eins og segir orðrétt í ákæru, þegar Baugur keypti Vöruveltuna sem rak 10-11 verslanirnar. Í tilkynningu frá Sigurði Tómasi segir að Jóni Ásgeiri hafi verið sent bréf þar sem afstaða ákæruvaldsins er áréttuð, en jafnframt tekið fram að ákvörðunin lúti "einvörðungu að þeim ætluðu brotum sem ákærða voru gefin að sök samkvæmt 1. ákærulið en hafi ekki áhrif á rannsókn, eða eftir atvikum saksókn, vegna annarra brota". Átján liðir eru enn eftir af Baugsmálinu og bíða þeir nú efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segist hafa búist við þessari niðurstöðu. "Þessi ákvörðun kemur mér ekki óvart og ég taldi reyndar sjálfgefið að hann kæmist að þessari niðurstöðu eftir að dómstólar höfðu sagt að í þessum ákærulið væri verði að lýsa viðskiptum en ekki lögbrotum. Eftir að sú afstaða var ljós, gat að mínu mati ekki verið um nýja ákæru að ræða. Þetta skiptir hins vegar miklu máli fyrir málið í heild þar sem kjarninn úr Baugsmáli er þar með úr sögunni." Ákæurliðirnir átján sem eftir standa í Baugsmálinu lúta meðal annars að ólögmætum lánveitingum, bókhaldsbrotum og "röngum tilkynningum um afkomu Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands í þeim tilgangi að skapa rangar hugmyndir um hag félagsins og hafa áhrif á sölu eða söluverð hluta í því", eins og segir orðrétt í tilkynningu frá Sigurði Tómasi. Ekki er ljóst ennþá hvenær málið verður tekið til efnismeðferðar. Innlent Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Ekki verður endurákært vegna fyrsta liðs Baugsmálsins svokallaða en Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í gær. Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms á fyrsta liðs málsins 21. júlí síðastliðinn, en í honum var Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., meðal annars gefið að sök að hafa "beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutfjárins", eins og segir orðrétt í ákæru, þegar Baugur keypti Vöruveltuna sem rak 10-11 verslanirnar. Í tilkynningu frá Sigurði Tómasi segir að Jóni Ásgeiri hafi verið sent bréf þar sem afstaða ákæruvaldsins er áréttuð, en jafnframt tekið fram að ákvörðunin lúti "einvörðungu að þeim ætluðu brotum sem ákærða voru gefin að sök samkvæmt 1. ákærulið en hafi ekki áhrif á rannsókn, eða eftir atvikum saksókn, vegna annarra brota". Átján liðir eru enn eftir af Baugsmálinu og bíða þeir nú efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segist hafa búist við þessari niðurstöðu. "Þessi ákvörðun kemur mér ekki óvart og ég taldi reyndar sjálfgefið að hann kæmist að þessari niðurstöðu eftir að dómstólar höfðu sagt að í þessum ákærulið væri verði að lýsa viðskiptum en ekki lögbrotum. Eftir að sú afstaða var ljós, gat að mínu mati ekki verið um nýja ákæru að ræða. Þetta skiptir hins vegar miklu máli fyrir málið í heild þar sem kjarninn úr Baugsmáli er þar með úr sögunni." Ákæurliðirnir átján sem eftir standa í Baugsmálinu lúta meðal annars að ólögmætum lánveitingum, bókhaldsbrotum og "röngum tilkynningum um afkomu Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands í þeim tilgangi að skapa rangar hugmyndir um hag félagsins og hafa áhrif á sölu eða söluverð hluta í því", eins og segir orðrétt í tilkynningu frá Sigurði Tómasi. Ekki er ljóst ennþá hvenær málið verður tekið til efnismeðferðar.
Innlent Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira