Hross sturluðust á Menningarnótt 22. ágúst 2006 07:45 Þórarinn jónasson hestabóndi Segist þekkja dæmi þess að hross hlaupi fram af klettum vegna ofsahræðslu af völdum flugelda. Þau tryllast af hræðslu og hlaupa í gegnum girðingar á fullri ferð þegar svona læti byrja eins og í flugeldasýningunni á laugardaginn, og þá halda engar girðingar, segir Þórarinn Jónasson hjá hestaleigunni Laxnesi í Mosfellsdal. Hann segir hross sín hafa fyllst mikilli skelfingu meðan á flugeldasýningunni stóð þrátt fyrir að hafa verið töluvert frá sýningunni. Hross olli banaslysi á Vesturlandsvegi um miðnætti á Menningarnótt. Tvö hross hlupu í skelfingu sinni í gegnum girðingu í hesthúsahverfinu í Leirvogi og upp á veg. Þar ók bifreið á annað hrossið með þeim afleiðingum að bifreiðin kastaðist til og lenti framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Maður á fimmtugsaldri lést í árekstrinum og annar liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans. Morguninn eftir stóðu hestarnir mínir, sem eru um áttatíu talsins, enn allir saman í hnipri efst uppi í horni við girðinguna hjá mér dauðskelkaðir mörgum klukkutímum eftir flugeldasýninguna, segir Þórarinn. Hann segist þekkja dæmi þess að hross hafi hlaupið fram af klettum í ofsahræðslu vegna flugelda. Á gamlárskvöld hafa menn brugðið á það ráð að loka öll hrossin inni og hækka í útvarpstækjum upp úr öllu valdi til að koma í veg fyrir að hrossin heyri sprengingarnar. Flugeldasýningin á laugardagskvöldið var sú stærsta hingað til á Menningarnótt að sögn skipuleggjanda. Þar að auki var hún í fyrsta skipti höfð úti á sjó og telur Þórarinn að það hafi orsakað meiri skelfingu hjá hrossum en ella. Sýningin var nær okkur og á opnara svæði og sprengingarnar glumdu hér yfir öllu, segir Þórarinn. Hesthúsahverfið sem hrossin sluppu úr er við sjóinn og því í næsta umhverfi við sýninguna. Að sögn Sifjar Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra viðburða hjá Höfuðborgarstofu, var ekki haft samband við dýraeigendur í aðdraganda flugeldasýningarinnar til að vara sérstaklega við mögulegum áhrifum hennar á dýr. Þá var ekki beint til dýraeigenda að halda dýrum sínum innandyra meðan á henni stæði. Flugeldasýningin hefur aldrei verið jafn vel kynnt og í ár. En stjórn Menningarnætur hafði ekki samband sérstaklega við dýraeigendur og það hefur hún aldrei gert þau ár sem flugeldasýningin hefur verið haldin, sagði Sif. Hjá Húsdýragarðinum í Laugardal er gripið til sérstakra ráðstafana fyrir flugeldasýninguna á Menningarnótt sem og gamlárskvöld. Þá eru dýrin lokuð inni á meðan lætin standa yfir. Að sögn Óskars Þór Sigurðssonar lögreglufulltrúa verður málið rannsakað af lögreglunni næstu daga. Vegalengdin frá girðingunni þar sem hrossin voru og að slysstað verður skoðuð. Út frá vegalengdinni komumst við vonandi að því hvort hrossin fældust vegna flugeldasýningarinnar sem haldin var í tengslum við Menningarnótt eða hvort aðrir aðilar hafi skotið upp flugeldum með þeim afleiðingum að hrossin fældust. Innlent Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þau tryllast af hræðslu og hlaupa í gegnum girðingar á fullri ferð þegar svona læti byrja eins og í flugeldasýningunni á laugardaginn, og þá halda engar girðingar, segir Þórarinn Jónasson hjá hestaleigunni Laxnesi í Mosfellsdal. Hann segir hross sín hafa fyllst mikilli skelfingu meðan á flugeldasýningunni stóð þrátt fyrir að hafa verið töluvert frá sýningunni. Hross olli banaslysi á Vesturlandsvegi um miðnætti á Menningarnótt. Tvö hross hlupu í skelfingu sinni í gegnum girðingu í hesthúsahverfinu í Leirvogi og upp á veg. Þar ók bifreið á annað hrossið með þeim afleiðingum að bifreiðin kastaðist til og lenti framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Maður á fimmtugsaldri lést í árekstrinum og annar liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans. Morguninn eftir stóðu hestarnir mínir, sem eru um áttatíu talsins, enn allir saman í hnipri efst uppi í horni við girðinguna hjá mér dauðskelkaðir mörgum klukkutímum eftir flugeldasýninguna, segir Þórarinn. Hann segist þekkja dæmi þess að hross hafi hlaupið fram af klettum í ofsahræðslu vegna flugelda. Á gamlárskvöld hafa menn brugðið á það ráð að loka öll hrossin inni og hækka í útvarpstækjum upp úr öllu valdi til að koma í veg fyrir að hrossin heyri sprengingarnar. Flugeldasýningin á laugardagskvöldið var sú stærsta hingað til á Menningarnótt að sögn skipuleggjanda. Þar að auki var hún í fyrsta skipti höfð úti á sjó og telur Þórarinn að það hafi orsakað meiri skelfingu hjá hrossum en ella. Sýningin var nær okkur og á opnara svæði og sprengingarnar glumdu hér yfir öllu, segir Þórarinn. Hesthúsahverfið sem hrossin sluppu úr er við sjóinn og því í næsta umhverfi við sýninguna. Að sögn Sifjar Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra viðburða hjá Höfuðborgarstofu, var ekki haft samband við dýraeigendur í aðdraganda flugeldasýningarinnar til að vara sérstaklega við mögulegum áhrifum hennar á dýr. Þá var ekki beint til dýraeigenda að halda dýrum sínum innandyra meðan á henni stæði. Flugeldasýningin hefur aldrei verið jafn vel kynnt og í ár. En stjórn Menningarnætur hafði ekki samband sérstaklega við dýraeigendur og það hefur hún aldrei gert þau ár sem flugeldasýningin hefur verið haldin, sagði Sif. Hjá Húsdýragarðinum í Laugardal er gripið til sérstakra ráðstafana fyrir flugeldasýninguna á Menningarnótt sem og gamlárskvöld. Þá eru dýrin lokuð inni á meðan lætin standa yfir. Að sögn Óskars Þór Sigurðssonar lögreglufulltrúa verður málið rannsakað af lögreglunni næstu daga. Vegalengdin frá girðingunni þar sem hrossin voru og að slysstað verður skoðuð. Út frá vegalengdinni komumst við vonandi að því hvort hrossin fældust vegna flugeldasýningarinnar sem haldin var í tengslum við Menningarnótt eða hvort aðrir aðilar hafi skotið upp flugeldum með þeim afleiðingum að hrossin fældust.
Innlent Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira