Í betra ástandi en talið var 22. ágúst 2006 07:00 Hann kemur mikið betur upp heldur en ég bjóst við og mér líst vel á þetta, sagði Bjarni Thoroddsen hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík í gær þegar hvalveiðiskipið Hvalur 9 var tekið í slipp í fyrsta sinn í sautján ár. Botninn virðist vera næstum því bara eins og hann var þegar hann fór niður nema fyrir utan alla hrúðurkarlana sem eru á honum. Bjarni telur að minna verk sé fyrir höndum heldur en talið var og segir ástandið muni skýrast á næstu dögum þegar verður farið að vinna í skipinu. Gott ástand skipsins í dag er að miklu leyti að þakka góðum frágangi á skipinu þegar hvalveiðar lögðust af á sínum tíma. Kristján Loftsson, framkvæmdarstjóri Hvals hf. sem gerði út hvalveiðibátana á sínum tíma og mun gera að nýju ef að líkum lætur, var kampakátur í tilefni dagsins. Hann kvaðst ekki vita hvort að hvalveiðar í atvinnuskyni hefjist á ný en að ýmis teikn væru á lofti um það. Ef við förum aftur á veiðar verður búnaðurinn að vera í lagi og þetta er liður í að kanna það. Hvalirnir eru þarna úti og eru bara að bíða eftir skutlunum, sagði Kristján. Aðspurður um áhrif hvalveiða á hvalaskoðun og ferðaþjónustuna í landinu sagði hann: Þetta getur vel farið saman. Fyrst er hægt að skoða hann og svo borða hann. Innlent Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Hann kemur mikið betur upp heldur en ég bjóst við og mér líst vel á þetta, sagði Bjarni Thoroddsen hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík í gær þegar hvalveiðiskipið Hvalur 9 var tekið í slipp í fyrsta sinn í sautján ár. Botninn virðist vera næstum því bara eins og hann var þegar hann fór niður nema fyrir utan alla hrúðurkarlana sem eru á honum. Bjarni telur að minna verk sé fyrir höndum heldur en talið var og segir ástandið muni skýrast á næstu dögum þegar verður farið að vinna í skipinu. Gott ástand skipsins í dag er að miklu leyti að þakka góðum frágangi á skipinu þegar hvalveiðar lögðust af á sínum tíma. Kristján Loftsson, framkvæmdarstjóri Hvals hf. sem gerði út hvalveiðibátana á sínum tíma og mun gera að nýju ef að líkum lætur, var kampakátur í tilefni dagsins. Hann kvaðst ekki vita hvort að hvalveiðar í atvinnuskyni hefjist á ný en að ýmis teikn væru á lofti um það. Ef við förum aftur á veiðar verður búnaðurinn að vera í lagi og þetta er liður í að kanna það. Hvalirnir eru þarna úti og eru bara að bíða eftir skutlunum, sagði Kristján. Aðspurður um áhrif hvalveiða á hvalaskoðun og ferðaþjónustuna í landinu sagði hann: Þetta getur vel farið saman. Fyrst er hægt að skoða hann og svo borða hann.
Innlent Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira