Ráðherra segir stefna í sameiningu háskóla 14. ágúst 2006 08:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra segir allt stefna í að Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinist. Rektor Kennaraháskólans segir að sameiningin verði hugsanlega 1. júlí 2008. Fundur vegna sameiningarinnar verður haldinn í menntamálaráðuneytinu í dag. Engin ákvörðun hefur verið tekin en skýrsla á vegum ráðuneytisins var unnin í byrjun sumars. Bæði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, litu þar jákvæðum augum á sameiningu skólanna. "Það stefnir allt í það að þessi sameining verði á meðan tónninn er svona jákvæður úr báðum háskólum. Við sjáum fram á að þetta verði til þess að styðja háskólakerfið," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. "Þetta er mjög viðamikið verkefni, tveir stórir og öflugir háskólar. Þetta verður ekkert gert í einum hvelli en við erum að stefna að þessu." Sameininguna bar fyrst á góma í skýrslu sem Páll Skúlason, þá rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé létu gera árið 2002 um mögulegar leiðir til að samhæfa betur kennslu og rannsóknir skólanna. Þar kom fram að sameining skólanna væri líklegri til að skila betri árangri þegar á heildina sé litið en samstarf þeirra. Ólafur segir tilganginn með sameiningu ekki vera að spara peninga heldur að efla þjónustu. "Sameining getur haft ýmis konar hagræðingu í för með sér og að áliti okkar þá er það möguleiki að nýta betur sérfræðiþekkingu í báðum skólunum. Við viljum bæta kennaramenntun og efla háskólastigið." Kristín Ingólfsdóttir segir hugmyndina að sameiningu ekki nýja sem slíka, hún hafi komið fram í skýrslunni sem gerð var árið 2002. "Skýrslan sem var unnin núna var aðallega til að draga fram kosti sameiningar og draga saman þá þætti sem þyrfti að huga sérstaklega að ef til sameiningar kæmi. Viðbrögð beggja skólanna við sameiningu voru jákvæð. Við teljum að þetta geti styrkt mjög kennaramenntun og rannsóknir á sviði uppeldis- og kennslufræði." Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Menntamálaráðherra segir allt stefna í að Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinist. Rektor Kennaraháskólans segir að sameiningin verði hugsanlega 1. júlí 2008. Fundur vegna sameiningarinnar verður haldinn í menntamálaráðuneytinu í dag. Engin ákvörðun hefur verið tekin en skýrsla á vegum ráðuneytisins var unnin í byrjun sumars. Bæði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, litu þar jákvæðum augum á sameiningu skólanna. "Það stefnir allt í það að þessi sameining verði á meðan tónninn er svona jákvæður úr báðum háskólum. Við sjáum fram á að þetta verði til þess að styðja háskólakerfið," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. "Þetta er mjög viðamikið verkefni, tveir stórir og öflugir háskólar. Þetta verður ekkert gert í einum hvelli en við erum að stefna að þessu." Sameininguna bar fyrst á góma í skýrslu sem Páll Skúlason, þá rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé létu gera árið 2002 um mögulegar leiðir til að samhæfa betur kennslu og rannsóknir skólanna. Þar kom fram að sameining skólanna væri líklegri til að skila betri árangri þegar á heildina sé litið en samstarf þeirra. Ólafur segir tilganginn með sameiningu ekki vera að spara peninga heldur að efla þjónustu. "Sameining getur haft ýmis konar hagræðingu í för með sér og að áliti okkar þá er það möguleiki að nýta betur sérfræðiþekkingu í báðum skólunum. Við viljum bæta kennaramenntun og efla háskólastigið." Kristín Ingólfsdóttir segir hugmyndina að sameiningu ekki nýja sem slíka, hún hafi komið fram í skýrslunni sem gerð var árið 2002. "Skýrslan sem var unnin núna var aðallega til að draga fram kosti sameiningar og draga saman þá þætti sem þyrfti að huga sérstaklega að ef til sameiningar kæmi. Viðbrögð beggja skólanna við sameiningu voru jákvæð. Við teljum að þetta geti styrkt mjög kennaramenntun og rannsóknir á sviði uppeldis- og kennslufræði."
Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira