Ófremdarástand í dagvistun barna 12. ágúst 2006 07:30 Dagvistun Fjöldi foreldra í Vesturbæ Reykjavíkur hefur enn ekki fundið dagvistun fyrir börn sín. Anna G. Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi á þjónustu- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar segir að dagmæðrum hafi farið fækkandi undanfarin ár. „Áramótin 2004 og 2005 voru þær 164, áramótin 2005-2006 162 og í maí í vor voru dagmæður 156,“ segir Anna, en í sumar eru skráðar 153 dagmæður í vinnu. „Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að ástandið sé mjög slæmt núna. En maður hefur helst áhyggjur af Vesturbænum, jafnvel þó einn leikskóli hafi bæst við, Leikgarður Félagsstofnunar stúdenta. Barnafjöldinn í Vesturbænum er ekki eins mikill og annars staðar en það er bara ekki mikið um dagmæður þar,“ segir Anna, en fjórir dagforeldrar eru skráðir í hverfi 107 í Vesturbænum miðað við 23 í hverfi 109. „Við auglýstum námskeið fyrir dagforeldra í fyrra og enginn sótti um úr Vesturbænum, en töluvert margir komu frá Árbæ og Breiðholti,“ segir Anna. Rósa Sigrún Crozier, dagmóðir í hverfi 107, segir að hún hafi verið með um þrjátíu börn á biðlista á tímabili. „Mér líst ekkert vel á stöðuna, ég held að fólk verði í stökustu vandræðum,“ segir Rósa. „Þetta er ofsalega erfið vinna og það er ástæðan fyrir því að margar hætta í þessu,“ segir Rósa og telur að það hafi áhrif að niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til dagmæðra séu of lágar. „Ég er búin að vera í þessu í yfir tuttugu ár og mér finnst alltaf vera sama tuggan í gangi, það er verið að bjóða frían leikskóla en samt geta þeir ekki annað börnunum sem eru að koma frá dagmæðrum.“ Dagbjört Guðmundsdóttir, dagmóðir í 101, tekur undir þetta og segir að síðustu tvö ár hafi verið ófremdarástand í dagvistun. „Foreldrar hringja hingað til mín sem hafa þurft að segja starfi sínu lausu. Svo er maður að rukka einstæða móður og mann með milljón á mánuði um það sama, það þarf breytingar við,“ segir Dagbjört. „Við erum ekkert hátt skrifaðar í samfélaginu og það þarf pólítískt breytt viðhorf gagnvart þessari stétt.“ Eva Hrönn Steindórsdóttir er meðal þeirra foreldra sem eru áhyggjufullir yfir haustinu. „Það eru bara engin laus pláss í 101 og 107 og langir biðlistar. Ég verð að leita út fyrir 107, maður hefur heyrt að það sé laust í Hafnarfirði og Breiðholti,“ segir Eva Hrönn. Hún er að hefja mastersnám í Háskóla Íslands í haust og sex mánaða barn hennar er á biðlista á Efrihlíð sem er á vegum Félagsstofnunar stúdenta. „Maður fær mjög óljós svör þar, veit ekki einu sinni númer hvað maður er á biðlista,“ segir Eva Hrönn. Hún telur víst að hún lendi í vandræðum í haust og muni þurfa að leita til vina og vandamanna. Innlent Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Anna G. Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi á þjónustu- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar segir að dagmæðrum hafi farið fækkandi undanfarin ár. „Áramótin 2004 og 2005 voru þær 164, áramótin 2005-2006 162 og í maí í vor voru dagmæður 156,“ segir Anna, en í sumar eru skráðar 153 dagmæður í vinnu. „Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að ástandið sé mjög slæmt núna. En maður hefur helst áhyggjur af Vesturbænum, jafnvel þó einn leikskóli hafi bæst við, Leikgarður Félagsstofnunar stúdenta. Barnafjöldinn í Vesturbænum er ekki eins mikill og annars staðar en það er bara ekki mikið um dagmæður þar,“ segir Anna, en fjórir dagforeldrar eru skráðir í hverfi 107 í Vesturbænum miðað við 23 í hverfi 109. „Við auglýstum námskeið fyrir dagforeldra í fyrra og enginn sótti um úr Vesturbænum, en töluvert margir komu frá Árbæ og Breiðholti,“ segir Anna. Rósa Sigrún Crozier, dagmóðir í hverfi 107, segir að hún hafi verið með um þrjátíu börn á biðlista á tímabili. „Mér líst ekkert vel á stöðuna, ég held að fólk verði í stökustu vandræðum,“ segir Rósa. „Þetta er ofsalega erfið vinna og það er ástæðan fyrir því að margar hætta í þessu,“ segir Rósa og telur að það hafi áhrif að niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til dagmæðra séu of lágar. „Ég er búin að vera í þessu í yfir tuttugu ár og mér finnst alltaf vera sama tuggan í gangi, það er verið að bjóða frían leikskóla en samt geta þeir ekki annað börnunum sem eru að koma frá dagmæðrum.“ Dagbjört Guðmundsdóttir, dagmóðir í 101, tekur undir þetta og segir að síðustu tvö ár hafi verið ófremdarástand í dagvistun. „Foreldrar hringja hingað til mín sem hafa þurft að segja starfi sínu lausu. Svo er maður að rukka einstæða móður og mann með milljón á mánuði um það sama, það þarf breytingar við,“ segir Dagbjört. „Við erum ekkert hátt skrifaðar í samfélaginu og það þarf pólítískt breytt viðhorf gagnvart þessari stétt.“ Eva Hrönn Steindórsdóttir er meðal þeirra foreldra sem eru áhyggjufullir yfir haustinu. „Það eru bara engin laus pláss í 101 og 107 og langir biðlistar. Ég verð að leita út fyrir 107, maður hefur heyrt að það sé laust í Hafnarfirði og Breiðholti,“ segir Eva Hrönn. Hún er að hefja mastersnám í Háskóla Íslands í haust og sex mánaða barn hennar er á biðlista á Efrihlíð sem er á vegum Félagsstofnunar stúdenta. „Maður fær mjög óljós svör þar, veit ekki einu sinni númer hvað maður er á biðlista,“ segir Eva Hrönn. Hún telur víst að hún lendi í vandræðum í haust og muni þurfa að leita til vina og vandamanna.
Innlent Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent