Ófremdarástand í dagvistun barna 12. ágúst 2006 07:30 Dagvistun Fjöldi foreldra í Vesturbæ Reykjavíkur hefur enn ekki fundið dagvistun fyrir börn sín. Anna G. Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi á þjónustu- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar segir að dagmæðrum hafi farið fækkandi undanfarin ár. „Áramótin 2004 og 2005 voru þær 164, áramótin 2005-2006 162 og í maí í vor voru dagmæður 156,“ segir Anna, en í sumar eru skráðar 153 dagmæður í vinnu. „Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að ástandið sé mjög slæmt núna. En maður hefur helst áhyggjur af Vesturbænum, jafnvel þó einn leikskóli hafi bæst við, Leikgarður Félagsstofnunar stúdenta. Barnafjöldinn í Vesturbænum er ekki eins mikill og annars staðar en það er bara ekki mikið um dagmæður þar,“ segir Anna, en fjórir dagforeldrar eru skráðir í hverfi 107 í Vesturbænum miðað við 23 í hverfi 109. „Við auglýstum námskeið fyrir dagforeldra í fyrra og enginn sótti um úr Vesturbænum, en töluvert margir komu frá Árbæ og Breiðholti,“ segir Anna. Rósa Sigrún Crozier, dagmóðir í hverfi 107, segir að hún hafi verið með um þrjátíu börn á biðlista á tímabili. „Mér líst ekkert vel á stöðuna, ég held að fólk verði í stökustu vandræðum,“ segir Rósa. „Þetta er ofsalega erfið vinna og það er ástæðan fyrir því að margar hætta í þessu,“ segir Rósa og telur að það hafi áhrif að niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til dagmæðra séu of lágar. „Ég er búin að vera í þessu í yfir tuttugu ár og mér finnst alltaf vera sama tuggan í gangi, það er verið að bjóða frían leikskóla en samt geta þeir ekki annað börnunum sem eru að koma frá dagmæðrum.“ Dagbjört Guðmundsdóttir, dagmóðir í 101, tekur undir þetta og segir að síðustu tvö ár hafi verið ófremdarástand í dagvistun. „Foreldrar hringja hingað til mín sem hafa þurft að segja starfi sínu lausu. Svo er maður að rukka einstæða móður og mann með milljón á mánuði um það sama, það þarf breytingar við,“ segir Dagbjört. „Við erum ekkert hátt skrifaðar í samfélaginu og það þarf pólítískt breytt viðhorf gagnvart þessari stétt.“ Eva Hrönn Steindórsdóttir er meðal þeirra foreldra sem eru áhyggjufullir yfir haustinu. „Það eru bara engin laus pláss í 101 og 107 og langir biðlistar. Ég verð að leita út fyrir 107, maður hefur heyrt að það sé laust í Hafnarfirði og Breiðholti,“ segir Eva Hrönn. Hún er að hefja mastersnám í Háskóla Íslands í haust og sex mánaða barn hennar er á biðlista á Efrihlíð sem er á vegum Félagsstofnunar stúdenta. „Maður fær mjög óljós svör þar, veit ekki einu sinni númer hvað maður er á biðlista,“ segir Eva Hrönn. Hún telur víst að hún lendi í vandræðum í haust og muni þurfa að leita til vina og vandamanna. Innlent Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Anna G. Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi á þjónustu- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar segir að dagmæðrum hafi farið fækkandi undanfarin ár. „Áramótin 2004 og 2005 voru þær 164, áramótin 2005-2006 162 og í maí í vor voru dagmæður 156,“ segir Anna, en í sumar eru skráðar 153 dagmæður í vinnu. „Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að ástandið sé mjög slæmt núna. En maður hefur helst áhyggjur af Vesturbænum, jafnvel þó einn leikskóli hafi bæst við, Leikgarður Félagsstofnunar stúdenta. Barnafjöldinn í Vesturbænum er ekki eins mikill og annars staðar en það er bara ekki mikið um dagmæður þar,“ segir Anna, en fjórir dagforeldrar eru skráðir í hverfi 107 í Vesturbænum miðað við 23 í hverfi 109. „Við auglýstum námskeið fyrir dagforeldra í fyrra og enginn sótti um úr Vesturbænum, en töluvert margir komu frá Árbæ og Breiðholti,“ segir Anna. Rósa Sigrún Crozier, dagmóðir í hverfi 107, segir að hún hafi verið með um þrjátíu börn á biðlista á tímabili. „Mér líst ekkert vel á stöðuna, ég held að fólk verði í stökustu vandræðum,“ segir Rósa. „Þetta er ofsalega erfið vinna og það er ástæðan fyrir því að margar hætta í þessu,“ segir Rósa og telur að það hafi áhrif að niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til dagmæðra séu of lágar. „Ég er búin að vera í þessu í yfir tuttugu ár og mér finnst alltaf vera sama tuggan í gangi, það er verið að bjóða frían leikskóla en samt geta þeir ekki annað börnunum sem eru að koma frá dagmæðrum.“ Dagbjört Guðmundsdóttir, dagmóðir í 101, tekur undir þetta og segir að síðustu tvö ár hafi verið ófremdarástand í dagvistun. „Foreldrar hringja hingað til mín sem hafa þurft að segja starfi sínu lausu. Svo er maður að rukka einstæða móður og mann með milljón á mánuði um það sama, það þarf breytingar við,“ segir Dagbjört. „Við erum ekkert hátt skrifaðar í samfélaginu og það þarf pólítískt breytt viðhorf gagnvart þessari stétt.“ Eva Hrönn Steindórsdóttir er meðal þeirra foreldra sem eru áhyggjufullir yfir haustinu. „Það eru bara engin laus pláss í 101 og 107 og langir biðlistar. Ég verð að leita út fyrir 107, maður hefur heyrt að það sé laust í Hafnarfirði og Breiðholti,“ segir Eva Hrönn. Hún er að hefja mastersnám í Háskóla Íslands í haust og sex mánaða barn hennar er á biðlista á Efrihlíð sem er á vegum Félagsstofnunar stúdenta. „Maður fær mjög óljós svör þar, veit ekki einu sinni númer hvað maður er á biðlista,“ segir Eva Hrönn. Hún telur víst að hún lendi í vandræðum í haust og muni þurfa að leita til vina og vandamanna.
Innlent Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira