Barist um sætin á þingi Framsóknar 12. ágúst 2006 09:00 listarnir skoðaðir Erill var á skrifstofu Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í gær. Hér sjást Ragna Ívars, Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri og Einar Gunnar Einarsson skoða hluta kjörbréfanna sem framsóknarfélög víða af landinu skiluðu síðdegis. Stjórnmál Kosið verður í öll embætti æðstu stjórnar Framsóknarflokksins á flokksþinginu 19. ágúst og fyrir liggur að nýr formaður og nýr ritari flokksins munu taka við taumunum. Þrír sækjast eftir formennsku í flokknum. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra og núverandi ritari flokksins, tilkynnti um framboð sitt í fyrradag en áður hafði Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra stigið fram. Þriðji frambjóðandinn er athafnamaðurinn Haukur Haraldsson, sem þykir eiga litla möguleika. Núverandi varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, sækist áfram eftir embættinu, en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra gerir það einnig. Þá sækjast þingmaðurinn Birkir Jón Jónsson og fyrrum formaður Sambands ungra framsóknarmanna, Haukur Logi Karlsson, eftir ritaraembættinu. Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra flokksins, eiga 171 aðalmaður úr miðstjórn flokksins sæti á flokksþinginu, auk fulltrúa frá flokksfélögum um allt land. Öll félög eiga rétt á einum fulltrúa á flokksþingið fyrir hverja fimmtán skráða félaga. "Ef þau fullnýta sinn kvóta geta þetta orðið allt að níu hundruð manns," segir Sigurður. Stærsta framsóknarfélagið er úr syðra Reykjavíkurkjördæmi og eiga sjötíu fulltrúar þess sæti á þinginu. Stærsta kjördæmið er hins vegar Norðvesturkjördæmi, þaðan koma 181 fulltrúi, en á svæðinu eru hins vegar 26 flokksfélög. Fulltrúar félaganna á flokksþingið eru valdir á fundum félaganna, og oft er slegist um þau sæti sem í boði eru. Formaður félagsins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Ingólfur Sveinsson, segir það hafa verið raunina hjá þeim í ár. "Það var barátta. Það voru 171 sem vildu vera aðalmenn fyrir félagið og við höfum sjötíu sæti." Frestur félaga til að skila kjörbréfum með nöfnum aðalmanna rann út síðdegis í gær. Á þinginu er fyrst kosið um formann, þá varaformann og síðast ritara, og er heimilt að rita nafn hvaða flokksbundins framsóknarmanns sem er á kjörseðilinn. Innlent Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Stjórnmál Kosið verður í öll embætti æðstu stjórnar Framsóknarflokksins á flokksþinginu 19. ágúst og fyrir liggur að nýr formaður og nýr ritari flokksins munu taka við taumunum. Þrír sækjast eftir formennsku í flokknum. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra og núverandi ritari flokksins, tilkynnti um framboð sitt í fyrradag en áður hafði Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra stigið fram. Þriðji frambjóðandinn er athafnamaðurinn Haukur Haraldsson, sem þykir eiga litla möguleika. Núverandi varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, sækist áfram eftir embættinu, en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra gerir það einnig. Þá sækjast þingmaðurinn Birkir Jón Jónsson og fyrrum formaður Sambands ungra framsóknarmanna, Haukur Logi Karlsson, eftir ritaraembættinu. Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra flokksins, eiga 171 aðalmaður úr miðstjórn flokksins sæti á flokksþinginu, auk fulltrúa frá flokksfélögum um allt land. Öll félög eiga rétt á einum fulltrúa á flokksþingið fyrir hverja fimmtán skráða félaga. "Ef þau fullnýta sinn kvóta geta þetta orðið allt að níu hundruð manns," segir Sigurður. Stærsta framsóknarfélagið er úr syðra Reykjavíkurkjördæmi og eiga sjötíu fulltrúar þess sæti á þinginu. Stærsta kjördæmið er hins vegar Norðvesturkjördæmi, þaðan koma 181 fulltrúi, en á svæðinu eru hins vegar 26 flokksfélög. Fulltrúar félaganna á flokksþingið eru valdir á fundum félaganna, og oft er slegist um þau sæti sem í boði eru. Formaður félagsins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Ingólfur Sveinsson, segir það hafa verið raunina hjá þeim í ár. "Það var barátta. Það voru 171 sem vildu vera aðalmenn fyrir félagið og við höfum sjötíu sæti." Frestur félaga til að skila kjörbréfum með nöfnum aðalmanna rann út síðdegis í gær. Á þinginu er fyrst kosið um formann, þá varaformann og síðast ritara, og er heimilt að rita nafn hvaða flokksbundins framsóknarmanns sem er á kjörseðilinn.
Innlent Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent