Til skoðunar að heimila hvalveiðar 12. ágúst 2006 07:45 Sjávarútvegsráðuneytið er að kanna möguleikann á því að heimila á ný hvalveiðar í atvinnuskyni. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé komið á rekspöl. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin. Meiri líkur eru á því að mjög takmarkaðar atvinnuveiðar á hrefnu verði leyfðar í haust en á stórhvölum. Ef veiði á stórhvölum yrði leyfð yrði aðeins um örfá dýr að ræða. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að starfsmenn ráðuneytisins velti fyrir sér ýmsum möguleikum en ekki sé búið að taka neina ákvörðun um að hefja hvalveiðar. Málið hefur ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt heimildum blaðsins er hugsanlegt að það komi inn á borð hennar á næstunni. Árið 2002 þegar Íslendingar gengu í Alþjóðahvalveiðiráðið, eftir að hafa gengið úr því tíu árum áður, skuldbundu þeir sig til þess að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Stefán segir að nú séu Íslendingar ekki lengur skuldbundnir til þess að banna hvalveiðar. „Við höfum þjóðréttarlegan rétt til þess að hefja hvalveiðar en það er ekki þar með sagt að við byrjum veiðar um leið og við megum það. Takmörkunin var annars vegar fólgin í því að við myndum ekki byrja veiðar fyrir 1. janúar 2006 og hins vegar ekki á meðan það væri framgangur í viðræðum um endurskoðun stjórnkerfis hvalveiðiráðsins. Þeim framgangi lauk á ársfundinum fyrir rúmu ári síðan.“ Hvalveiðar voru stundaðar við Ísland allt til ársins 1989, þegar hvalveiðibann tók gildi. Árið 2003 hófust hrefnuveiðar í vísindaskyni við strendur landsins og í ár var kvótinn fimmtíu dýr. Veiðitímabilinu lýkur á mánudaginn og að sögn Gunnars Bergmann, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, höfðu í gær veiðst 45 hrefnur. Hann segir að sér lítist vel á það að heimila veiðar í atvinnuskyni á ný. „Ég fagna því ef það verður reyndin. Í sumar höfum við veitt tæplega fimmtíu dýr og mikil eftirspurn er eftir kjötinu. Markaðurinn er því sannarlega fyrir hendi.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vildi ekki tjá sig um málið. Innlent Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Sjávarútvegsráðuneytið er að kanna möguleikann á því að heimila á ný hvalveiðar í atvinnuskyni. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé komið á rekspöl. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin. Meiri líkur eru á því að mjög takmarkaðar atvinnuveiðar á hrefnu verði leyfðar í haust en á stórhvölum. Ef veiði á stórhvölum yrði leyfð yrði aðeins um örfá dýr að ræða. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að starfsmenn ráðuneytisins velti fyrir sér ýmsum möguleikum en ekki sé búið að taka neina ákvörðun um að hefja hvalveiðar. Málið hefur ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt heimildum blaðsins er hugsanlegt að það komi inn á borð hennar á næstunni. Árið 2002 þegar Íslendingar gengu í Alþjóðahvalveiðiráðið, eftir að hafa gengið úr því tíu árum áður, skuldbundu þeir sig til þess að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Stefán segir að nú séu Íslendingar ekki lengur skuldbundnir til þess að banna hvalveiðar. „Við höfum þjóðréttarlegan rétt til þess að hefja hvalveiðar en það er ekki þar með sagt að við byrjum veiðar um leið og við megum það. Takmörkunin var annars vegar fólgin í því að við myndum ekki byrja veiðar fyrir 1. janúar 2006 og hins vegar ekki á meðan það væri framgangur í viðræðum um endurskoðun stjórnkerfis hvalveiðiráðsins. Þeim framgangi lauk á ársfundinum fyrir rúmu ári síðan.“ Hvalveiðar voru stundaðar við Ísland allt til ársins 1989, þegar hvalveiðibann tók gildi. Árið 2003 hófust hrefnuveiðar í vísindaskyni við strendur landsins og í ár var kvótinn fimmtíu dýr. Veiðitímabilinu lýkur á mánudaginn og að sögn Gunnars Bergmann, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, höfðu í gær veiðst 45 hrefnur. Hann segir að sér lítist vel á það að heimila veiðar í atvinnuskyni á ný. „Ég fagna því ef það verður reyndin. Í sumar höfum við veitt tæplega fimmtíu dýr og mikil eftirspurn er eftir kjötinu. Markaðurinn er því sannarlega fyrir hendi.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vildi ekki tjá sig um málið.
Innlent Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira