Aðstandendur eru sáttir 8. ágúst 2006 07:30 Fjör í laugardalnum Ekki lögðu allir land undir fót en um 5.000 manns komu saman í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal þar sem Stuðmenn héldu uppi fjörinu. MYND/Daniel verslunarmannahelgin Að sögn Braga Bergmann, talsmanns Vina Akureyrar sem stóðu að hátíðarhöldum þar í bæ, voru gestir til fyrirmyndar um helgina. Níutíu og níu prósent af gestum skemmtu sér með sóma. Auðvitað leynast svartir sauðir alls staðar en að mínu mati var þetta vel heppnað í alla staði. Í kringum 18.000 manns lögðu leið sína norður um helgina. Lokahátíðin á sunnudagskvöldinu var vel heppnuð en þar sungu Hreimur í Landi og sonum og Vignir í Írafári og stjórnuðu heimamenn miklum brekkusöng á íþróttavellinum við góðar undirtektir. Flugeldasýning var svo haldin undir lokin sem hnýtti slaufu á helgina. Í Vestmannaeyjum setti veðrið strik í reikninginn á Þjóðhátíðarhöldum en Páll Scheving, mótshaldari í Eyjum, var ánægður með hátíðina í ár. Auðvitað er erfitt þegar mikil bleyta er í dalnum en ég er ánægður með hversu lítið fólk lét það á sig fá. Hér skemmtu sér allir með bros á vör í rigningunni, segir Páll og bætir því við að íþróttahúsið hafi verið opið alla helgina og gat því fólk sem missti tjöldin sín í rokinu gist þar. Aldursforsetar hátíðarinnar Bubbi Morthens og Árni Johnsen voru hápunkturinn á hátíðinni og segir Páll að hann hafi sjaldan séð fleiri í Herjólfsdal og á sunnudagskvöldinu þegar þeir tróðu upp fyrir 9.000 manns. Fyrir austan var hátíðin Neistaflug haldin í Neskaupstað. Þar var veðrið gott og segir Þorvaldur Einarson, umsjónarmaður hátíðarinnar, að um 5.000 manns hafi sótt hátíðina í ár og allt gengið snurðulaust fyrir sig. Mótshaldarar einbeittu sér að því að hafa hátíðina fjölskylduvæna og var dagskráin eftir því. Páll Óskar var með ball fyrir unglingana og var stemningin þar alveg frábær. Svo voru alls konar skemmtiatriði fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina svo sem Bárður og Birta úr Stundinni okkar og leikritið Ávaxtakarfan var sýnt við góðar undirtektir, segir Þorvaldur. Einar Bárðarson hélt að þessu sinni vímulausahátíð eins og venja er í Galtalæk um helgina. Hátíðin gekk meiriháttar vel og mikið var um barnafólk á svæðinu enda reyndum við að stíla inn á þann hóp. Um 5.000 manns sóttu hátíðina og voru öllum viðburðunum vel tekið af gestum. Stúlknasveitin Nylon, sem er að gera það gott í Bretlandi, hélt tónleika og Stuðmenn sungu við mikla gleði gesta. Hápunkturinn var þegar Sumargleðin með Ragga Bjarna, Hemma Gunn, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldson innanborðs stigu á stokk og þeir sýndu að þeir hafa engu gleymt, segir Einar, ánægður með hátíðarhöld helgarinnar. Innlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
verslunarmannahelgin Að sögn Braga Bergmann, talsmanns Vina Akureyrar sem stóðu að hátíðarhöldum þar í bæ, voru gestir til fyrirmyndar um helgina. Níutíu og níu prósent af gestum skemmtu sér með sóma. Auðvitað leynast svartir sauðir alls staðar en að mínu mati var þetta vel heppnað í alla staði. Í kringum 18.000 manns lögðu leið sína norður um helgina. Lokahátíðin á sunnudagskvöldinu var vel heppnuð en þar sungu Hreimur í Landi og sonum og Vignir í Írafári og stjórnuðu heimamenn miklum brekkusöng á íþróttavellinum við góðar undirtektir. Flugeldasýning var svo haldin undir lokin sem hnýtti slaufu á helgina. Í Vestmannaeyjum setti veðrið strik í reikninginn á Þjóðhátíðarhöldum en Páll Scheving, mótshaldari í Eyjum, var ánægður með hátíðina í ár. Auðvitað er erfitt þegar mikil bleyta er í dalnum en ég er ánægður með hversu lítið fólk lét það á sig fá. Hér skemmtu sér allir með bros á vör í rigningunni, segir Páll og bætir því við að íþróttahúsið hafi verið opið alla helgina og gat því fólk sem missti tjöldin sín í rokinu gist þar. Aldursforsetar hátíðarinnar Bubbi Morthens og Árni Johnsen voru hápunkturinn á hátíðinni og segir Páll að hann hafi sjaldan séð fleiri í Herjólfsdal og á sunnudagskvöldinu þegar þeir tróðu upp fyrir 9.000 manns. Fyrir austan var hátíðin Neistaflug haldin í Neskaupstað. Þar var veðrið gott og segir Þorvaldur Einarson, umsjónarmaður hátíðarinnar, að um 5.000 manns hafi sótt hátíðina í ár og allt gengið snurðulaust fyrir sig. Mótshaldarar einbeittu sér að því að hafa hátíðina fjölskylduvæna og var dagskráin eftir því. Páll Óskar var með ball fyrir unglingana og var stemningin þar alveg frábær. Svo voru alls konar skemmtiatriði fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina svo sem Bárður og Birta úr Stundinni okkar og leikritið Ávaxtakarfan var sýnt við góðar undirtektir, segir Þorvaldur. Einar Bárðarson hélt að þessu sinni vímulausahátíð eins og venja er í Galtalæk um helgina. Hátíðin gekk meiriháttar vel og mikið var um barnafólk á svæðinu enda reyndum við að stíla inn á þann hóp. Um 5.000 manns sóttu hátíðina og voru öllum viðburðunum vel tekið af gestum. Stúlknasveitin Nylon, sem er að gera það gott í Bretlandi, hélt tónleika og Stuðmenn sungu við mikla gleði gesta. Hápunkturinn var þegar Sumargleðin með Ragga Bjarna, Hemma Gunn, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldson innanborðs stigu á stokk og þeir sýndu að þeir hafa engu gleymt, segir Einar, ánægður með hátíðarhöld helgarinnar.
Innlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira