Hraðatakmarkandi búnaður skylda 8. ágúst 2006 07:15 Jón Magnús Pálsson, Lögbundið er að hafa hraðatakmarkandi búnað í vöruflutningabílum hérlendis sem hindrar það að þeir komist hraðar en á níutíu kílómetra hraða. Þetta segir Jón Magnús Pálsson, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra. Vöruflutningabílstjórar hafa verið gagnrýndir undanfarið, meðal annars fyrir það að aka of hratt. Ýmsir hafa fullyrt að þeir hafi ekið á eftir vörubílum á 110 til 120 kílómetra hraða á þjóðvegum. Jón segir þetta varla geta staðist í ljósi þess að öllum beri skylda til að hafa slíkan búnað í bíl sínum, en sé það satt sé viðkomandi alvarlega brotlegur. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, hefur einnig varpað fram þeirri hugmynd að hugsanlega ætti að banna tengivagna við vörubíla því vegakerfið þoli þá ekki, og leggja ætti aukna áherslu á sjóflutninga. Jón Magnús segir markaðsaðstæður á Íslandi gera þá kröfu að vörur séu fluttar landleiðina. „Hvað á annars að gera við allan ferska fiskinn sem þarf að flytja frá Akureyri, Kópaskeri og vítt og breitt af landinu og fer beint í flug?“ Jón Magnús bendir á að á Íslandi séu í gildi Evrópustaðlar um lengdir ökutækja og þeim sé framfylgt. „Ef vagnarnir væru teknir aftan úr minnkuðu flutningarnir ekkert, bílunum myndi bara fjölga.“ Hann bætir við að ekki sé mögulegt að setja 12 til 14 metra langa gáma á bíla án tengivagna. Þá þyrfti að lengja bílana og þannig kæmust þeir til að mynda ekki í gegnum venjuleg hringtorg. „Ég held að stjórnvöld og samtök hagsmunaaðila ættu að setjast niður og reyna að ná sátt í þessum málum,“ segir Jón. Innlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Lögbundið er að hafa hraðatakmarkandi búnað í vöruflutningabílum hérlendis sem hindrar það að þeir komist hraðar en á níutíu kílómetra hraða. Þetta segir Jón Magnús Pálsson, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra. Vöruflutningabílstjórar hafa verið gagnrýndir undanfarið, meðal annars fyrir það að aka of hratt. Ýmsir hafa fullyrt að þeir hafi ekið á eftir vörubílum á 110 til 120 kílómetra hraða á þjóðvegum. Jón segir þetta varla geta staðist í ljósi þess að öllum beri skylda til að hafa slíkan búnað í bíl sínum, en sé það satt sé viðkomandi alvarlega brotlegur. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, hefur einnig varpað fram þeirri hugmynd að hugsanlega ætti að banna tengivagna við vörubíla því vegakerfið þoli þá ekki, og leggja ætti aukna áherslu á sjóflutninga. Jón Magnús segir markaðsaðstæður á Íslandi gera þá kröfu að vörur séu fluttar landleiðina. „Hvað á annars að gera við allan ferska fiskinn sem þarf að flytja frá Akureyri, Kópaskeri og vítt og breitt af landinu og fer beint í flug?“ Jón Magnús bendir á að á Íslandi séu í gildi Evrópustaðlar um lengdir ökutækja og þeim sé framfylgt. „Ef vagnarnir væru teknir aftan úr minnkuðu flutningarnir ekkert, bílunum myndi bara fjölga.“ Hann bætir við að ekki sé mögulegt að setja 12 til 14 metra langa gáma á bíla án tengivagna. Þá þyrfti að lengja bílana og þannig kæmust þeir til að mynda ekki í gegnum venjuleg hringtorg. „Ég held að stjórnvöld og samtök hagsmunaaðila ættu að setjast niður og reyna að ná sátt í þessum málum,“ segir Jón.
Innlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira