ICEX og OMX ræðast við um meira samstarf 5. ágúst 2006 06:45 Kauphöll Íslands við Laugaveg Viðræður við OMX MYND/GVA Kauphöll Íslands (ICEX) og OMX eiga í viðræðum, sem eru á frumstigi, um nánara samstarf. Að OMX standa kauphallirnar í Helsinki, Kaupmannahöfn, Riga, Stokkhólmi, Tallinn og Vilnius. Fari Kauphöllin inn á OMX-listann þýðir það annaðhvort mjög náið samstarf ef ekki sameiningu þessara aðila að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands, þótt ekkert hafi verið ákveðið. Í dag er náið samstarf með norrænum kauphöllum í gegnum Norex, sem felur í sér að kauphallir vinna eftir sameiginlegu viðskiptakerfi og hafa samræmt reglur og kröfur um viðskipti og aðild. Við viljum skoða þann ávinning sem fyrirtæki og markaðsaðilar hér heima gætu haft af því að ganga hugsanlega lengra. Á síðasta ári leitaði OMX hófanna og bauð Kauphöll Íslands að ganga til viðræðna við samstæðuna með sama hætti og við Kauphöllina í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Þá var ekki áhugi fyrir slíku af hálfu Kauphallarinnar. Tvennt hefur breyst á þessu tæpa ári að mati Þórðar. Annars vegar er mikill gangur í samrunum kauphalla í heiminum, þar á meðal Transatlantic-samruninn og samruni milli kauphalla innan Evrópu. Þar vísar forstjórinn meðal annars til sameiningar Kauphallarinnar í New York og Euronext. Í öðru lagi fylgir OMX svokölluðum Nordic List úr hlaði í byrjun október næstkomandi sem er samnorræn hlutabréfavísitala. Þar verða sett á lista öll skráð fyrirtæki í kauphöllunum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Þórður segir að í fyrra hafi verið áhöld um það hvernig íslenskum fyrirtækjum myndi farnast á þessum lista og jafnvel hvort einhver fyrirtæki myndu falla af honum. Það var einmitt ein af ástæðunum að ekki var gengið til viðræðna við OMX á sínum tíma. En núna þegar allar reglur liggja skýrt fyrir hvernig listinn eigi að líta út þá kemur í ljós að öll íslensk fyrirtæki komast inn á þennan lista. Þar er í sjónmáli ákveðinn ávinningur fyrir skráð fyrirtæki sem var augljóslega ekki í sjónmáli í fyrra. Þórður segir að Kauphöllin í Ósló komi ekki að þessum viðræðum. OMX hefur lýst því yfir að Norðmennirnir séu alltaf velkomnir til viðræðna. Viðskipti Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Kauphöll Íslands (ICEX) og OMX eiga í viðræðum, sem eru á frumstigi, um nánara samstarf. Að OMX standa kauphallirnar í Helsinki, Kaupmannahöfn, Riga, Stokkhólmi, Tallinn og Vilnius. Fari Kauphöllin inn á OMX-listann þýðir það annaðhvort mjög náið samstarf ef ekki sameiningu þessara aðila að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands, þótt ekkert hafi verið ákveðið. Í dag er náið samstarf með norrænum kauphöllum í gegnum Norex, sem felur í sér að kauphallir vinna eftir sameiginlegu viðskiptakerfi og hafa samræmt reglur og kröfur um viðskipti og aðild. Við viljum skoða þann ávinning sem fyrirtæki og markaðsaðilar hér heima gætu haft af því að ganga hugsanlega lengra. Á síðasta ári leitaði OMX hófanna og bauð Kauphöll Íslands að ganga til viðræðna við samstæðuna með sama hætti og við Kauphöllina í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Þá var ekki áhugi fyrir slíku af hálfu Kauphallarinnar. Tvennt hefur breyst á þessu tæpa ári að mati Þórðar. Annars vegar er mikill gangur í samrunum kauphalla í heiminum, þar á meðal Transatlantic-samruninn og samruni milli kauphalla innan Evrópu. Þar vísar forstjórinn meðal annars til sameiningar Kauphallarinnar í New York og Euronext. Í öðru lagi fylgir OMX svokölluðum Nordic List úr hlaði í byrjun október næstkomandi sem er samnorræn hlutabréfavísitala. Þar verða sett á lista öll skráð fyrirtæki í kauphöllunum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Þórður segir að í fyrra hafi verið áhöld um það hvernig íslenskum fyrirtækjum myndi farnast á þessum lista og jafnvel hvort einhver fyrirtæki myndu falla af honum. Það var einmitt ein af ástæðunum að ekki var gengið til viðræðna við OMX á sínum tíma. En núna þegar allar reglur liggja skýrt fyrir hvernig listinn eigi að líta út þá kemur í ljós að öll íslensk fyrirtæki komast inn á þennan lista. Þar er í sjónmáli ákveðinn ávinningur fyrir skráð fyrirtæki sem var augljóslega ekki í sjónmáli í fyrra. Þórður segir að Kauphöllin í Ósló komi ekki að þessum viðræðum. OMX hefur lýst því yfir að Norðmennirnir séu alltaf velkomnir til viðræðna.
Viðskipti Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira