Síminn og Atlassími ná sáttum í deilu 26. júlí 2006 06:45 Starfsstöð Neyðarlínunnar Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrast kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, vegna bráðabirgðaákvörðunar í deilu Símans hf. og Atlassíma ehf. MYND/Hari Síminn hf. og Atlassími ehf. hafa náð sátt um að bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar verði fylgt eftir, en með henni var Síminn skyldaður til þess að fallast á flutning símanúmera yfir í netsímaþjónustu Atlassíma. Atlassími sendi kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna synjunar Símans um númeraflutning en með samkomulaginu fellst Síminn á að flytja númerin yfir í netsímaþjónustu Atlassíma, verði eftir því óskað. Póst- og fjarskiptastofnun hóf undirbúning vegna innleiðingar á netsímaþjónustu hérlendis í lok árs 2004. Stofnunin kallaði þá til hagsmunaaðila sem komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Í fréttatilkynningu, sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér á dögunum, segir að „sérstakt samráð hafi verið haft við Neyðarlínuna um þau atriði sem snúa að staðsetningarupplýsingum,“ en í því samráðsferli kom fram að enn hefði ekki verið sett á markað lausn sem getur staðsett síma á sama hátt og almenna heimilissíma. Til mótvægis við þess annmarka, sem enn eru fyrir hendi, var ákveðið að skilgreina sérstaka númeraröð fyrir flökkuþjónustu, sem gerir notendum kleift að nota síma þar sem þeir komast í internetsamband. Það skal gert með því að merkja sérstaklega þau símanúmer sem flutt væru úr almennum númeraröðum yfir í netsímaþjónustu, en fjarskiptafélögum ber að upplýsa notendur sérstaklega um þá annmarka sem eru á netsímaþjónustu, „meðal annars á grundvelli þess að Neyðarlínan gerði ekki athugasemdir við fyrirætlanir stofnunarinnar eins og þær birtust í yfirlýsingu um netsímaþjónustu frá 3. febrúar. 2006.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrar sig á því að Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri hafi kært bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar. „Ég varð undrandi á því að Neyðarlínan skyldi kæra, þar sem við höfðum lagt okkur fram við það að hafa samráð við stofnunina um allt sem við kom þjónustu við netsíma, þegar að þessum málum var unnið í upphafi. Þá gerði Neyðarlínan engar athugasemdir við tilhögun mála.“ Samkvæmt fjarskiptalögum er fjarskiptafyrirtækjum ekki skylt að miðla staðsetningarupplýsingum til neyðarþjónustu, en samstarf milli fyrirtækja hérlendis hefur verið með þeim hætti, að örugglega hefur gengið að skapa öryggiskerfi „sem full ástæða er til þess að standa vörð um,“ eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Hrafnkell segir málinu, sem við kemur tilhögun netsíma á íslenskum markaði, lokið með sátt Símans og Atlassíma og ekki sé að vænta frekari afskipta stofnunarinnar af málinu. Innlent Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Síminn hf. og Atlassími ehf. hafa náð sátt um að bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar verði fylgt eftir, en með henni var Síminn skyldaður til þess að fallast á flutning símanúmera yfir í netsímaþjónustu Atlassíma. Atlassími sendi kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna synjunar Símans um númeraflutning en með samkomulaginu fellst Síminn á að flytja númerin yfir í netsímaþjónustu Atlassíma, verði eftir því óskað. Póst- og fjarskiptastofnun hóf undirbúning vegna innleiðingar á netsímaþjónustu hérlendis í lok árs 2004. Stofnunin kallaði þá til hagsmunaaðila sem komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Í fréttatilkynningu, sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér á dögunum, segir að „sérstakt samráð hafi verið haft við Neyðarlínuna um þau atriði sem snúa að staðsetningarupplýsingum,“ en í því samráðsferli kom fram að enn hefði ekki verið sett á markað lausn sem getur staðsett síma á sama hátt og almenna heimilissíma. Til mótvægis við þess annmarka, sem enn eru fyrir hendi, var ákveðið að skilgreina sérstaka númeraröð fyrir flökkuþjónustu, sem gerir notendum kleift að nota síma þar sem þeir komast í internetsamband. Það skal gert með því að merkja sérstaklega þau símanúmer sem flutt væru úr almennum númeraröðum yfir í netsímaþjónustu, en fjarskiptafélögum ber að upplýsa notendur sérstaklega um þá annmarka sem eru á netsímaþjónustu, „meðal annars á grundvelli þess að Neyðarlínan gerði ekki athugasemdir við fyrirætlanir stofnunarinnar eins og þær birtust í yfirlýsingu um netsímaþjónustu frá 3. febrúar. 2006.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrar sig á því að Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri hafi kært bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar. „Ég varð undrandi á því að Neyðarlínan skyldi kæra, þar sem við höfðum lagt okkur fram við það að hafa samráð við stofnunina um allt sem við kom þjónustu við netsíma, þegar að þessum málum var unnið í upphafi. Þá gerði Neyðarlínan engar athugasemdir við tilhögun mála.“ Samkvæmt fjarskiptalögum er fjarskiptafyrirtækjum ekki skylt að miðla staðsetningarupplýsingum til neyðarþjónustu, en samstarf milli fyrirtækja hérlendis hefur verið með þeim hætti, að örugglega hefur gengið að skapa öryggiskerfi „sem full ástæða er til þess að standa vörð um,“ eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Hrafnkell segir málinu, sem við kemur tilhögun netsíma á íslenskum markaði, lokið með sátt Símans og Atlassíma og ekki sé að vænta frekari afskipta stofnunarinnar af málinu.
Innlent Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira