Sólskin og hiti 24. júlí 2006 05:45 Þegar ég var að rogast með töskurnar inn í anddyrið á hótelinu vék sér að mér maður og ávarpaði mig á íslensku. Hann sagðist hafa dvalið hér í viku og átt illa vist, því að hér væri bæði sólskin og hiti og ekkert sjónvarp á herbergjunum. Hann saknaði íslenskrar veðráttu, íslensks mataræðis, íslenskrar tungu og alls annars sem íslenskt er. ÞETTA rennir stoðum undir þá kenningu að ferðalög og sumarleyfi séu fyrst og fremst til að sanna fyrir fólki að heima sé best. Þegar fólk er búið að vinna í ellefu mánuði er það skyldað til að fara í frí. Sérstakar ferðaskrifstofur sjá um að senda fólk á ókunna staði, einkum svokallaða ferðamannastaði, þar sem töluð eru framandi tungumál, loftslagið er öðruvísi en heima og vatnið inniheldur skuggalegar bakteríur og svonefndar túristahjarðir reika um villtar. SÚ erfiða lífsreynsla að slíta erlendan gjaldmiðil út úr hraðbönkum í myrkum húsasundum, að svitna, sólbrenna, villast, drekka saltan sjó, týna vegabréfinu sínu og falla í ræningjahendur forhertra leigubílstjóra skapar djúpa og innilega heimþrá sem ágerist með hverjum degi, einkum ef tímanum er varið í langar rútuferðir til að skoða óeftirminnilegar rústir eða hversdagsleg náttúru-undur og kvöldin fara í að umreikna einkennilega gjaldmiðla í íslenskar krónur og komast að þeirri niðurstöðu að kostnaðurinn við hina ódýru leyfisferð sé löngu kominn úr böndunum. HEIMÞRÁIN breytist svo í friðsælan fögnuð þegar eldvígslunni lýkur og fornfáleg flugvélin lendir í Keflavík við dynjandi lófatak. Samstundis tekur minnið að vinna úr hinni erfiðu reynslu. Hrakningar, flugnabit og matareitranir breytast í ljúfar minningar. Hámarki sælunnar er náð á fyrsta vinnudegi í kunnuglegu umhverfi innan um samverkafólk og vini sem hlýðir agndofa á mergjaðar lýsingar á ferðalagi þar sem allir erfiðleikar voru yfirstignir af ráðagóðri hagsýni og jafnaðargeði. Framundan er notalegt og friðsælt umhverfi heimilis og vinnu næstu ellefu mánuði - en að þeim tíma liðnum er tímabært að fara á stjá á nýjan leik til að rifja upp þau fornu sannindi, að heima er best! Innlent Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Þegar ég var að rogast með töskurnar inn í anddyrið á hótelinu vék sér að mér maður og ávarpaði mig á íslensku. Hann sagðist hafa dvalið hér í viku og átt illa vist, því að hér væri bæði sólskin og hiti og ekkert sjónvarp á herbergjunum. Hann saknaði íslenskrar veðráttu, íslensks mataræðis, íslenskrar tungu og alls annars sem íslenskt er. ÞETTA rennir stoðum undir þá kenningu að ferðalög og sumarleyfi séu fyrst og fremst til að sanna fyrir fólki að heima sé best. Þegar fólk er búið að vinna í ellefu mánuði er það skyldað til að fara í frí. Sérstakar ferðaskrifstofur sjá um að senda fólk á ókunna staði, einkum svokallaða ferðamannastaði, þar sem töluð eru framandi tungumál, loftslagið er öðruvísi en heima og vatnið inniheldur skuggalegar bakteríur og svonefndar túristahjarðir reika um villtar. SÚ erfiða lífsreynsla að slíta erlendan gjaldmiðil út úr hraðbönkum í myrkum húsasundum, að svitna, sólbrenna, villast, drekka saltan sjó, týna vegabréfinu sínu og falla í ræningjahendur forhertra leigubílstjóra skapar djúpa og innilega heimþrá sem ágerist með hverjum degi, einkum ef tímanum er varið í langar rútuferðir til að skoða óeftirminnilegar rústir eða hversdagsleg náttúru-undur og kvöldin fara í að umreikna einkennilega gjaldmiðla í íslenskar krónur og komast að þeirri niðurstöðu að kostnaðurinn við hina ódýru leyfisferð sé löngu kominn úr böndunum. HEIMÞRÁIN breytist svo í friðsælan fögnuð þegar eldvígslunni lýkur og fornfáleg flugvélin lendir í Keflavík við dynjandi lófatak. Samstundis tekur minnið að vinna úr hinni erfiðu reynslu. Hrakningar, flugnabit og matareitranir breytast í ljúfar minningar. Hámarki sælunnar er náð á fyrsta vinnudegi í kunnuglegu umhverfi innan um samverkafólk og vini sem hlýðir agndofa á mergjaðar lýsingar á ferðalagi þar sem allir erfiðleikar voru yfirstignir af ráðagóðri hagsýni og jafnaðargeði. Framundan er notalegt og friðsælt umhverfi heimilis og vinnu næstu ellefu mánuði - en að þeim tíma liðnum er tímabært að fara á stjá á nýjan leik til að rifja upp þau fornu sannindi, að heima er best!
Innlent Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira