Vísaði kæru Ríkislögreglustjóra frá 21. júlí 2006 03:30 Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísaði í gær frá máli Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun, en kærð var bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. Að mati kærenda í málinu, Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, varðaði ákvörðunin beina, sérstaka, verulega og lögvarða hagsmuni, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu, og sá þáttur væri augljóslega mikilvægur fyrir starfsemi lögreglunnar. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá lögfræðistofunni Logos, sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra, undrast niðurstöðu nefndarinnar. Í úrskurðinum virðist sem nefndin ætli sér að fallast á okkar sjónarmið, þar sem hún tekur undir okkar málflutning að miklu leyti í úrskurði sínum, en vísar síðan málinu frá, sem er þvert á efnisleg rök nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Við höfum ekki ákveðið hver verða næstu skref af okkar hálfu í málinu. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart en segist skilja sjónarmið kærenda. Við skiljum vel sjónarmið Ríkislögreglustjóra og forsvarsmanna Neyðarlínunnar, um að mikilvægt sé að staðsetja síma, en það er ljóst að kærendur í þessu máli stíga inn í deilu tveggja félaga á markaði. Mikilvægast er að netsímaþjónustu verði gefið svigrúm til þess að fóta sig á markaði, neytendum til hagsbóta. Úrskurðarnefndinni, sem í sátu Ólafur Garðarsson lögmaður og jafnframt formaður nefndarinnar, Heimir Haraldsson endurskoðandi og Guðjón Kárason verkfræðingur, barst stjórnsýslukæra frá Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunni 6. júní síðastliðinn. Innlent Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Sjá meira
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísaði í gær frá máli Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun, en kærð var bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. Að mati kærenda í málinu, Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, varðaði ákvörðunin beina, sérstaka, verulega og lögvarða hagsmuni, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu, og sá þáttur væri augljóslega mikilvægur fyrir starfsemi lögreglunnar. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá lögfræðistofunni Logos, sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra, undrast niðurstöðu nefndarinnar. Í úrskurðinum virðist sem nefndin ætli sér að fallast á okkar sjónarmið, þar sem hún tekur undir okkar málflutning að miklu leyti í úrskurði sínum, en vísar síðan málinu frá, sem er þvert á efnisleg rök nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Við höfum ekki ákveðið hver verða næstu skref af okkar hálfu í málinu. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart en segist skilja sjónarmið kærenda. Við skiljum vel sjónarmið Ríkislögreglustjóra og forsvarsmanna Neyðarlínunnar, um að mikilvægt sé að staðsetja síma, en það er ljóst að kærendur í þessu máli stíga inn í deilu tveggja félaga á markaði. Mikilvægast er að netsímaþjónustu verði gefið svigrúm til þess að fóta sig á markaði, neytendum til hagsbóta. Úrskurðarnefndinni, sem í sátu Ólafur Garðarsson lögmaður og jafnframt formaður nefndarinnar, Heimir Haraldsson endurskoðandi og Guðjón Kárason verkfræðingur, barst stjórnsýslukæra frá Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunni 6. júní síðastliðinn.
Innlent Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Sjá meira