Milljónir yfirfærðar af bankareikningum 20. júlí 2006 07:00 Fjögur umfangsmikil fjársvikamál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Í öllum tilvikum er um að ræða þjófnaði af bankareikningum fólks, þar sem þjófarnir hafa farið án heimildar inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni út af reikningum þeirra. Í þremur af þessum málum eru fleiri tilvik en eitt og um umtalsverðar fjárhæðir að ræða, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fyrsta málið af þessum fjórum er þannig vaxið að í október 2005 voru millifærðar fjárhæðir út af reikningum í bönkum hér. Það var gert frá erlendum IP-tölum, sem þýðir að tölvurnar erlendis voru notaðar. Fjárhæðirnar voru lagðar inn á reikninga tveggja einstaklinga hér á landi. Þeir tóku síðan peningana út og sendu þá með peningaflutningafyrirtækinu Western Union til eins af Eystrasaltslöndunum. Er talið að þeir erlendu einstaklingar sem fóru án heimildar inn í heimabankana hafi haft samband við mennina tvo hér til að geta notað reikninga þeirra, þannig að um eins konar peningaþvætti hafi verið að ræða. Öðrum mannanna hafði verið boðið starf við peningaflutninga gegn þóknun. Hinn maðurinn gaf þær skýringar að hafa ætlað að stofna netsölufyrirtæki og tjáðu erlendu aðilarnir honum að lagðar yrðu fjárhæðir inn á reikning hans, um lán fyrir vörukaupum væri að ræða. Um mánaðamótin nóvember-desember 2005 kom næsta þjófnaðarmál upp. Þá var millifært úr heimabönkum frá íslenskri IP-tölu yfir á reikninga manna sem komið höfðu við sögu lögreglu. Slíkar færslur voru gerðar í sex tilvikum og þar reyndist einnig vera um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að í öllum tilvikunum áttu millifærslurnar sér stað í gegnum opna þráðlausa beina sem víða eru staðsettir. Þriðja málið kom upp í mars á þessu ári. Þá var færð frá íslenskri IP-tölu há fjárhæð úr heimabanka, einnig inn á reikning einstaklings sem hefur áður komið við sögu lögreglu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tengsl milli tveggja síðustu málanna og leikur grunur á að sömu þjófar hafi verið að verki. Síðasta málið kom upp nýlega, en þá voru notuð SMS-skilaboð til fólks um að það hefði verið skráð á sérstaka stefnumótasíðu og yrði að skrá sig út af henni, ella yrði viðkomandi að borga tiltekna upphæð. Um leið og viðkomandi afskráði sig af umræddri stefnumótasíðu komst vírus í tölvuna sem safnaði saman nauðsynlegum upplýsingum um hvernig þjófarnir kæmust inn á heimabanka viðkomandi og síðan voru fjárhæðir millifærðar á bankareikninga erlendis. Tvö tilvik í þessu máli hafa verið kærð til lögreglu og mun henni kunnugt um tvö til víðbótar. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér nema upphæðir í öllum þessum fjársvikamálum nær tuttugu milljónum króna. Lögreglan hvetur fólk enn sem fyrr til að láta yfirfara varnarbúnað í tölvum sínum og fylgjast með heimabankafærslum. Innlent Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Fjögur umfangsmikil fjársvikamál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Í öllum tilvikum er um að ræða þjófnaði af bankareikningum fólks, þar sem þjófarnir hafa farið án heimildar inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni út af reikningum þeirra. Í þremur af þessum málum eru fleiri tilvik en eitt og um umtalsverðar fjárhæðir að ræða, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fyrsta málið af þessum fjórum er þannig vaxið að í október 2005 voru millifærðar fjárhæðir út af reikningum í bönkum hér. Það var gert frá erlendum IP-tölum, sem þýðir að tölvurnar erlendis voru notaðar. Fjárhæðirnar voru lagðar inn á reikninga tveggja einstaklinga hér á landi. Þeir tóku síðan peningana út og sendu þá með peningaflutningafyrirtækinu Western Union til eins af Eystrasaltslöndunum. Er talið að þeir erlendu einstaklingar sem fóru án heimildar inn í heimabankana hafi haft samband við mennina tvo hér til að geta notað reikninga þeirra, þannig að um eins konar peningaþvætti hafi verið að ræða. Öðrum mannanna hafði verið boðið starf við peningaflutninga gegn þóknun. Hinn maðurinn gaf þær skýringar að hafa ætlað að stofna netsölufyrirtæki og tjáðu erlendu aðilarnir honum að lagðar yrðu fjárhæðir inn á reikning hans, um lán fyrir vörukaupum væri að ræða. Um mánaðamótin nóvember-desember 2005 kom næsta þjófnaðarmál upp. Þá var millifært úr heimabönkum frá íslenskri IP-tölu yfir á reikninga manna sem komið höfðu við sögu lögreglu. Slíkar færslur voru gerðar í sex tilvikum og þar reyndist einnig vera um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að í öllum tilvikunum áttu millifærslurnar sér stað í gegnum opna þráðlausa beina sem víða eru staðsettir. Þriðja málið kom upp í mars á þessu ári. Þá var færð frá íslenskri IP-tölu há fjárhæð úr heimabanka, einnig inn á reikning einstaklings sem hefur áður komið við sögu lögreglu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tengsl milli tveggja síðustu málanna og leikur grunur á að sömu þjófar hafi verið að verki. Síðasta málið kom upp nýlega, en þá voru notuð SMS-skilaboð til fólks um að það hefði verið skráð á sérstaka stefnumótasíðu og yrði að skrá sig út af henni, ella yrði viðkomandi að borga tiltekna upphæð. Um leið og viðkomandi afskráði sig af umræddri stefnumótasíðu komst vírus í tölvuna sem safnaði saman nauðsynlegum upplýsingum um hvernig þjófarnir kæmust inn á heimabanka viðkomandi og síðan voru fjárhæðir millifærðar á bankareikninga erlendis. Tvö tilvik í þessu máli hafa verið kærð til lögreglu og mun henni kunnugt um tvö til víðbótar. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér nema upphæðir í öllum þessum fjársvikamálum nær tuttugu milljónum króna. Lögreglan hvetur fólk enn sem fyrr til að láta yfirfara varnarbúnað í tölvum sínum og fylgjast með heimabankafærslum.
Innlent Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira