Ísraelsher ræðst inn í Suður-Líbanon 13. júlí 2006 07:15 Brú eyðilögð Ungur líbanskur maður sýndi friðarmerkið með fingrunum þegar ljósmyndara bar að garði. Maðurinn var að skoða rústir Qassmieh-brúarinnar sem Ísraelsher sprengdi í loft upp í gær í hefndarskyni fyrir handtöku Hezbollah á tveimur ísraelskum hermönnum. MYND/AP Liðsmenn Hezbollah handsömuðu tvo ísraelska hermenn í gærmorgun og varð það til þess að Ísraelsher svaraði fyrir sig með umfangsmiklum árásum úr herflugvélum, skriðdrekum og fallbyssubátum í Suður-Líbanon, á meðan ísraelskir landgönguliðar flykktust yfir landamærin í leit að föngunum tveim. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kallaði handtökuna "stríðsaðgerð" og sagði líbönsku ríkisstjórnina ábyrga. Hann sagði jafnframt að viðbrögð Ísraela "myndu verða öguð, en afar, afar sársaukafull". Ísraelsher á þegar í afar umdeildum átökum við Palestínumenn á Gaza-ströndinni, þar sem hermenn reyna að frelsa einn félaga sinn sem handsamaður var 25. júní af aðilum sem taldir eru tengjast Hamas-hreyfingunni. Þau átök hafa vakið mikil viðbrögð alþjóðlega, og hafa ráðamenn valdamestu ríkja heims hvatt Ísraelsher til að draga sig til baka. Einn ísraelskur hermaður hefur farist í þeim átökum, en minnst 60 Palestínumenn, þar af fjölmörg börn og unglingar. Hermaðurinn var skotinn af félögum sínum fyrir mistök. En í stað þess að draga úr átökunum, jók Ísraelsher umfang árásanna á Gaza í gærmorgun og sprengdi heimahús skömmu fyrir dögun í þeirri trú að þar væri að finna háttsettan leiðtoga Hamas-hreyfingarinnar. Svo var þó ekki og fórust níu meðlimir einnar palestínskrar fjölskyldu í árásinni, þar af sjö börn. Talsmenn Hezbollah segjast hafa handtekið hermennina í þeim tilgangi að fá ísraelsk yfirvöld til að leysa líbanska fanga úr haldi í Ísrael. Uppreisnarmennirnir sem halda hermanninum í Palestínu hafa einnig farið fram á fangaskipti, en Ísraelar hafa neitað þeim skiptum, þó þeir hafi áður skipst á föngum við Hezbollah. Ísraelar halda minnst níu þúsund Palestínumönnum í fangelsi í Ísrael, körlum, konum og börnum. Bæði talsmenn Hezbollah og heimastjórnar Palestínu sögðust í gær vonast eftir friðsamlegri lausn á deilunum. En hernaðaraðgerðir Ísraela í gærdag sýndu enn frekar að Ísraelar hafa lítinn áhuga á samningaviðræðum um fangaskipti í þetta sinn. Fórust minnst tveir óbreyttir líbanskir borgarar í átökunum, auk sjö ísraelskra hermanna. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðið og sagt þá beita of miklum herafla. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi viðbrögð Ísraela gegn Líbanon, og kallaði eftir tafarlausri lausn ísraelsku hermannanna. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðust halda Íran og Sýrland ábyrg fyrir handtöku hermannanna. Erlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Liðsmenn Hezbollah handsömuðu tvo ísraelska hermenn í gærmorgun og varð það til þess að Ísraelsher svaraði fyrir sig með umfangsmiklum árásum úr herflugvélum, skriðdrekum og fallbyssubátum í Suður-Líbanon, á meðan ísraelskir landgönguliðar flykktust yfir landamærin í leit að föngunum tveim. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kallaði handtökuna "stríðsaðgerð" og sagði líbönsku ríkisstjórnina ábyrga. Hann sagði jafnframt að viðbrögð Ísraela "myndu verða öguð, en afar, afar sársaukafull". Ísraelsher á þegar í afar umdeildum átökum við Palestínumenn á Gaza-ströndinni, þar sem hermenn reyna að frelsa einn félaga sinn sem handsamaður var 25. júní af aðilum sem taldir eru tengjast Hamas-hreyfingunni. Þau átök hafa vakið mikil viðbrögð alþjóðlega, og hafa ráðamenn valdamestu ríkja heims hvatt Ísraelsher til að draga sig til baka. Einn ísraelskur hermaður hefur farist í þeim átökum, en minnst 60 Palestínumenn, þar af fjölmörg börn og unglingar. Hermaðurinn var skotinn af félögum sínum fyrir mistök. En í stað þess að draga úr átökunum, jók Ísraelsher umfang árásanna á Gaza í gærmorgun og sprengdi heimahús skömmu fyrir dögun í þeirri trú að þar væri að finna háttsettan leiðtoga Hamas-hreyfingarinnar. Svo var þó ekki og fórust níu meðlimir einnar palestínskrar fjölskyldu í árásinni, þar af sjö börn. Talsmenn Hezbollah segjast hafa handtekið hermennina í þeim tilgangi að fá ísraelsk yfirvöld til að leysa líbanska fanga úr haldi í Ísrael. Uppreisnarmennirnir sem halda hermanninum í Palestínu hafa einnig farið fram á fangaskipti, en Ísraelar hafa neitað þeim skiptum, þó þeir hafi áður skipst á föngum við Hezbollah. Ísraelar halda minnst níu þúsund Palestínumönnum í fangelsi í Ísrael, körlum, konum og börnum. Bæði talsmenn Hezbollah og heimastjórnar Palestínu sögðust í gær vonast eftir friðsamlegri lausn á deilunum. En hernaðaraðgerðir Ísraela í gærdag sýndu enn frekar að Ísraelar hafa lítinn áhuga á samningaviðræðum um fangaskipti í þetta sinn. Fórust minnst tveir óbreyttir líbanskir borgarar í átökunum, auk sjö ísraelskra hermanna. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðið og sagt þá beita of miklum herafla. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi viðbrögð Ísraela gegn Líbanon, og kallaði eftir tafarlausri lausn ísraelsku hermannanna. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðust halda Íran og Sýrland ábyrg fyrir handtöku hermannanna.
Erlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira