Ófriður á Gaza-strönd 29. júní 2006 07:00 ráðist inn á Gaza-svæðið Þúsundir ísraelskra hermanna, ásamt herflugvéla og skriðdreka, réðust inn á Gaza-svæðið í gær í þeim yfirlýsta tilgangi að frelsa félaga sinn sem herskáir Palestínumenn rændu á sunnudag. MYND/AP Mikil átök brutust út á Gaza-svæðinu í gær, eftir að þúsundir ísraelskra landgönguliða réðust inn á svæðið. Innrásin var gerð í kjölfar nokkurra loftárása þar sem Ísraelsher skaut sprengjum og eyðilagði þrjár brýr og eina orkuver svæðisins. Árás Ísraelshers er yfirlýst tilraun til að leysa úr haldi ísraelskan hermann sem rænt var á sunnudag, en talið er að palestínskir uppreisnarmenn hafi staðið að mannráninu. Heimastjórn Palestínu, sem Hamas-liðar leiða, kallaði í gær eftir fangaskiptum við Ísrael, en áður hafði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, aftekið að slík skipti gætu farið fram þegar uppreisnarmennirnir fóru fram á að Ísraelar slepptu palestínskum konum og börnum úr fangelsum í stað upplýsinga um hermanninn. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árás Ísraela og sagði hana "glæp gegn mannréttindum". Olmert sagði árás Ísraela hins vegar vera bara byrjunina og að ísraelskir hermenn hikuðu ekki við að grípa til "róttækra aðgerða" til að frelsa hermanninn. Talsmenn uppreisnarmanna sögðu ránið á hermanninum ekki vera mannrán í eiginlegri merkingu þess orðs, heldur væri þetta hluti af lögmætum hernaðarátökum og bættu við að búast mætti við frekari ránum á ísraelskum hermönnum, yfirgæfi herinn ekki Gaza-svæðið. Jafnframt heyrðust óstaðfestar fregnir af frekari mannránum á Ísraelum á svæðinu. Ekki bárust tilkynningar um neitt manntjón á Gaza-svæðinu í gær, en íbúar þess hófu að sanka að sér vatns- og ljósgjafabirgðum, því raforkuverið sem skemmt var þjónar um 65 prósentum svæðisins og er aflgjafi vatnsdælanna á svæðinu. Evrópusambandið kallaði eftir friðsamlegri lausn á málinu, en talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta sagði Ísraela hafa rétt til að verja Erlent Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Mikil átök brutust út á Gaza-svæðinu í gær, eftir að þúsundir ísraelskra landgönguliða réðust inn á svæðið. Innrásin var gerð í kjölfar nokkurra loftárása þar sem Ísraelsher skaut sprengjum og eyðilagði þrjár brýr og eina orkuver svæðisins. Árás Ísraelshers er yfirlýst tilraun til að leysa úr haldi ísraelskan hermann sem rænt var á sunnudag, en talið er að palestínskir uppreisnarmenn hafi staðið að mannráninu. Heimastjórn Palestínu, sem Hamas-liðar leiða, kallaði í gær eftir fangaskiptum við Ísrael, en áður hafði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, aftekið að slík skipti gætu farið fram þegar uppreisnarmennirnir fóru fram á að Ísraelar slepptu palestínskum konum og börnum úr fangelsum í stað upplýsinga um hermanninn. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árás Ísraela og sagði hana "glæp gegn mannréttindum". Olmert sagði árás Ísraela hins vegar vera bara byrjunina og að ísraelskir hermenn hikuðu ekki við að grípa til "róttækra aðgerða" til að frelsa hermanninn. Talsmenn uppreisnarmanna sögðu ránið á hermanninum ekki vera mannrán í eiginlegri merkingu þess orðs, heldur væri þetta hluti af lögmætum hernaðarátökum og bættu við að búast mætti við frekari ránum á ísraelskum hermönnum, yfirgæfi herinn ekki Gaza-svæðið. Jafnframt heyrðust óstaðfestar fregnir af frekari mannránum á Ísraelum á svæðinu. Ekki bárust tilkynningar um neitt manntjón á Gaza-svæðinu í gær, en íbúar þess hófu að sanka að sér vatns- og ljósgjafabirgðum, því raforkuverið sem skemmt var þjónar um 65 prósentum svæðisins og er aflgjafi vatnsdælanna á svæðinu. Evrópusambandið kallaði eftir friðsamlegri lausn á málinu, en talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta sagði Ísraela hafa rétt til að verja
Erlent Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira