Fótboltabullur til vandræða 16. júní 2006 07:00 Pólverji fangaður Hundruð þýskra og pólskra ólátabelga voru handtekin í kjölfar leiks Þýskalands gegn Póllandi á miðvikudag. Þýskaland vann 1-0. Eftir að fyrstu stóru óeirðirnar vegna Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta brutust út á miðvikudagskvöld er þýska lögreglan í mikilli viðbragðsstöðu. Alls voru á fimmta hundrað manns handteknir í Dortmund á miðvikudagskvöld eftir leik Þjóðverja gegn Pólverjum sem hinir fyrrnefndu unnu með einu marki gegn engu. Í gær flykktust tugir breskra lögreglumanna til Frankfurt vegna leiks landsliðs Englendinga við Trínidad og Tóbagó, þar sem um 50.000 fótboltaáhugamenn voru samankomnir til að horfa á leikinn. Miklar óeirðir eru fylgifiskur stórra keppna í fótbolta og Bretar eru oft nefndir sökudólgar í þeim ólátum enda hefur yfir 3.300 Bretum verið bannað að ferðast til Þýskalands vegna keppninnar. "Þýskar fótboltabullur eru eins og þær bresku. Þær drekka mikið, eru háværar og halda sínar eigin veislur," sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn Stephen Thomas frá Manchester við komuna til Frankfurt í gær. Frá byrjun heimsmeistarakeppninnar hinn 9. júni og þar til í gær höfðu yfir 1.500 áhugamenn um fótbolta verið handteknir vegna óláta víðs vegar um Þýskaland og alls voru 429 manns handteknir á miðvikudag, þar af 278 Þjóðverjar og 119 Pólverjar. Fyrir leikinn voru minnst 120 manns handteknir í Dortmund. Pólska lögreglan aðstoðaði þá þýsku við að þekkja úr og hafa hendur í hári pólskra fótboltabullna og voru um sextíu Pólverjar handteknir. Skömmu síðar komu lögreglumenn auga á þekktar fótboltabullur á vínveitingastað og reyndu að koma í veg fyrir að þær kæmust að stóru sjónvarpstjaldi í sama hverfi. Bullurnar brugðust við með því að hrópa "við erum Þjóðverjar líka" og kasta flöskum og stólum að lögreglunni. Óeirðalögregla kom á svæðið, náði fljótt tökum á ástandinu og handtók tugi manna. Þó tókst um 100 óeirðaseggjum að flýja af vettvangi, að sögn þýsku lögreglunnar. Eftir leikinn fylltust götur Dortmund af fólki, þar sem Þjóðverjar fögnuðu með því að henda flöskum og stólum til og frá og skutu upp flugeldum. Öllum nema þremur hinna handteknu var sleppt úr haldi í gær, en samkvæmt þýskum lögum má lögreglan halda fólki sem grunað er um að ætla sér að fremja afbrot föngnu í allt að 48 tíma. Erlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Eftir að fyrstu stóru óeirðirnar vegna Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta brutust út á miðvikudagskvöld er þýska lögreglan í mikilli viðbragðsstöðu. Alls voru á fimmta hundrað manns handteknir í Dortmund á miðvikudagskvöld eftir leik Þjóðverja gegn Pólverjum sem hinir fyrrnefndu unnu með einu marki gegn engu. Í gær flykktust tugir breskra lögreglumanna til Frankfurt vegna leiks landsliðs Englendinga við Trínidad og Tóbagó, þar sem um 50.000 fótboltaáhugamenn voru samankomnir til að horfa á leikinn. Miklar óeirðir eru fylgifiskur stórra keppna í fótbolta og Bretar eru oft nefndir sökudólgar í þeim ólátum enda hefur yfir 3.300 Bretum verið bannað að ferðast til Þýskalands vegna keppninnar. "Þýskar fótboltabullur eru eins og þær bresku. Þær drekka mikið, eru háværar og halda sínar eigin veislur," sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn Stephen Thomas frá Manchester við komuna til Frankfurt í gær. Frá byrjun heimsmeistarakeppninnar hinn 9. júni og þar til í gær höfðu yfir 1.500 áhugamenn um fótbolta verið handteknir vegna óláta víðs vegar um Þýskaland og alls voru 429 manns handteknir á miðvikudag, þar af 278 Þjóðverjar og 119 Pólverjar. Fyrir leikinn voru minnst 120 manns handteknir í Dortmund. Pólska lögreglan aðstoðaði þá þýsku við að þekkja úr og hafa hendur í hári pólskra fótboltabullna og voru um sextíu Pólverjar handteknir. Skömmu síðar komu lögreglumenn auga á þekktar fótboltabullur á vínveitingastað og reyndu að koma í veg fyrir að þær kæmust að stóru sjónvarpstjaldi í sama hverfi. Bullurnar brugðust við með því að hrópa "við erum Þjóðverjar líka" og kasta flöskum og stólum að lögreglunni. Óeirðalögregla kom á svæðið, náði fljótt tökum á ástandinu og handtók tugi manna. Þó tókst um 100 óeirðaseggjum að flýja af vettvangi, að sögn þýsku lögreglunnar. Eftir leikinn fylltust götur Dortmund af fólki, þar sem Þjóðverjar fögnuðu með því að henda flöskum og stólum til og frá og skutu upp flugeldum. Öllum nema þremur hinna handteknu var sleppt úr haldi í gær, en samkvæmt þýskum lögum má lögreglan halda fólki sem grunað er um að ætla sér að fremja afbrot föngnu í allt að 48 tíma.
Erlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira