Skussarnir verðlaunaðir 25. apríl 2006 14:15 ósætti Innan þessara veggja í ÍR-heimilinu verður eflaust hart tekist á um hvað gera skuli við milljórnir þrjátíu sem fást fyrir leigu Hengilssvæðisins. fréttablaðið/pjetur Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, gagnrýnir vinnubrögð aðalstjórnar félagsins harðlega. Aðalstjórn hyggst hreinsa upp skuldir íþróttadeilda félagsins en deildin sem er með reksturinn í lagi fær enga umbun. Skíðadeild ÍR er búin að leigja Orkuveitunni skíðasvæðið sitt, Hengilssvæðið, og hefur einnig gefið leyfi á að svæðinu verði breytt í malarnámu. Mun deildin því flytja rekstur sinn yfir í Bláfjöll. Alls hagnast félagið á þessum aðgerðum um 30 milljónirr króna en ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig eyða eigi peningunum. Aðalstjórn félagsins mælir með því að milljónunum verði skipt upp á eftirfarandi hátt: Skíðadeildin fær rúmar 6 milljónir í rekstrarfé. Síðan mælist aðalstjórnin til þess að frjálsíþróttadeildin fái 2,7 milljónir króna sem notaðar verði til að greiða upp lán. Sama á við um fótboltann og körfuboltann sem fá 6 milljónir króna hvort til að greiða upp lán en handknattleiksdeildin fær eina milljón til að greiða upp það litla sem deildin skuldar. Síðustu 8 milljónirnar fara síðan í sjóð sem verður í umsjá aðalstjórnar. Þess utan mælist aðalstjórnin til þess að 11,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar verði afskrifuð, sem og 1,2 milljón króna skuld knattspyrnudeildarinnar við aðalstjórn. Með öðrum orðum þurrkast út 17,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar á einu bretti og knattspyrnudeildin verður laus við 7,2 milljóna króna skuld. Þessi tillaga hefur farið mjög illa í forkólfa handknattleiksdeildar ÍR, sem segja aðalstjórnina vera að senda út röng skilaboð. "Það er einfaldlega verið að verðlauna skussana og þau skilaboð send út að engu skipti hversu óábyrgur rekstur þeirra sé. Það verði alltaf hreinsað upp eftir þá. Við sem höfum verið að reka okkar deild skynsamlega fáum síðan ekkert fyrir okkar snúð þegar loksins kemur peningur en við hefðum svo sannarlega getað nýtt eitthvað af þessum peningum sem karfan og fótboltinn er að fá þegar við misstum allt okkar lið fyrir ári síðan. Þrátt fyrir missinn héldum við rekstrinum í réttu formi og fórum ekki að eyða peningum sem við eigum ekki," sagði Hólmgeir Einarsson, sem staðið hefur í stafni handknattleiksdeildarinnar til margra ára en er að draga sig út af heilsufarsástæðum. Hann tók sig til á sínum tíma og hreinsaði upp skuldir handknattleiksdeildar með hjálp góðra manna á sínum tíma og hefur æ síðan rekið deildina án þess að stofna til skulda. Sjáðu síðan hvernig deildirnar bregðast við þegar þær sjá að það er verið að fara að draga þær upp úr skuldafeninu. Körfuknattleiksdeildin semur við dýrasta þjálfara landsins og svo er spurning hvort honum fylgi ekki dýrir leikmenn. Knattspyrnudeildin tilkynnir síðan að kvennaliðið ætli að flytja inn þrjá erlenda leikmenn og auglýsir eftir húsnæði. Með öðrum orðum virðast þessar deildir ætla að fara beint í sama farið og stofna aftur til skulda, sagði Hólmgeir þungur á brún en hann hefur ekki gefið upp alla von um að þessari tillögu verði breytt. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Sjá meira
Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, gagnrýnir vinnubrögð aðalstjórnar félagsins harðlega. Aðalstjórn hyggst hreinsa upp skuldir íþróttadeilda félagsins en deildin sem er með reksturinn í lagi fær enga umbun. Skíðadeild ÍR er búin að leigja Orkuveitunni skíðasvæðið sitt, Hengilssvæðið, og hefur einnig gefið leyfi á að svæðinu verði breytt í malarnámu. Mun deildin því flytja rekstur sinn yfir í Bláfjöll. Alls hagnast félagið á þessum aðgerðum um 30 milljónirr króna en ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig eyða eigi peningunum. Aðalstjórn félagsins mælir með því að milljónunum verði skipt upp á eftirfarandi hátt: Skíðadeildin fær rúmar 6 milljónir í rekstrarfé. Síðan mælist aðalstjórnin til þess að frjálsíþróttadeildin fái 2,7 milljónir króna sem notaðar verði til að greiða upp lán. Sama á við um fótboltann og körfuboltann sem fá 6 milljónir króna hvort til að greiða upp lán en handknattleiksdeildin fær eina milljón til að greiða upp það litla sem deildin skuldar. Síðustu 8 milljónirnar fara síðan í sjóð sem verður í umsjá aðalstjórnar. Þess utan mælist aðalstjórnin til þess að 11,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar verði afskrifuð, sem og 1,2 milljón króna skuld knattspyrnudeildarinnar við aðalstjórn. Með öðrum orðum þurrkast út 17,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar á einu bretti og knattspyrnudeildin verður laus við 7,2 milljóna króna skuld. Þessi tillaga hefur farið mjög illa í forkólfa handknattleiksdeildar ÍR, sem segja aðalstjórnina vera að senda út röng skilaboð. "Það er einfaldlega verið að verðlauna skussana og þau skilaboð send út að engu skipti hversu óábyrgur rekstur þeirra sé. Það verði alltaf hreinsað upp eftir þá. Við sem höfum verið að reka okkar deild skynsamlega fáum síðan ekkert fyrir okkar snúð þegar loksins kemur peningur en við hefðum svo sannarlega getað nýtt eitthvað af þessum peningum sem karfan og fótboltinn er að fá þegar við misstum allt okkar lið fyrir ári síðan. Þrátt fyrir missinn héldum við rekstrinum í réttu formi og fórum ekki að eyða peningum sem við eigum ekki," sagði Hólmgeir Einarsson, sem staðið hefur í stafni handknattleiksdeildarinnar til margra ára en er að draga sig út af heilsufarsástæðum. Hann tók sig til á sínum tíma og hreinsaði upp skuldir handknattleiksdeildar með hjálp góðra manna á sínum tíma og hefur æ síðan rekið deildina án þess að stofna til skulda. Sjáðu síðan hvernig deildirnar bregðast við þegar þær sjá að það er verið að fara að draga þær upp úr skuldafeninu. Körfuknattleiksdeildin semur við dýrasta þjálfara landsins og svo er spurning hvort honum fylgi ekki dýrir leikmenn. Knattspyrnudeildin tilkynnir síðan að kvennaliðið ætli að flytja inn þrjá erlenda leikmenn og auglýsir eftir húsnæði. Með öðrum orðum virðast þessar deildir ætla að fara beint í sama farið og stofna aftur til skulda, sagði Hólmgeir þungur á brún en hann hefur ekki gefið upp alla von um að þessari tillögu verði breytt.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Sjá meira