Vaxtahækkunin er ekki of lág 5. desember 2005 12:30 Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, varði síðustu vaxtahækkun á fundi viðskiptaráðs í morgun. 25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg. Greiningardeildir Íslandsbanka og KB-banka gagnrýndu tuttugu og fimm punkta vaxtahækkun fyrir helgi og töldu of lítið gert. Greiningardeild Íslandsbanka taldi trúverðugleika Seðlabanka í hættu og Greiningardeild KB-banka sagði bankastjórn taka óþarfa áhættu með því að hækka vextina ekki meira. Davíð Oddsson, forseti bankastjórnar Seðlabankans, svaraði þessari gagnrýni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun. Hann sagði að menn yrðu að horfa á 25 punkta vaxtahækkun bankans í samræmi við 75 punkta hækkun hans síðast. 25 punkta hækkun eftir 25 punkta hækkun væri lítið en 25 punkta hækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun væri ekki lítið. Davíð sagðist að þó gæta þyrfti aðhalds væru horfur í íslensku efnahagslífi góðar. Dregið hefði úr hækkun íbúðaverðs, olíuverð væri stöðugt og launaskrið væri ekki meira en svo að menn hefðu tök á því. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka stendur við gagnrýni sína á vaxtahækkunina. Hann telur að Seðlabanki hefði þurft að hækka vexti meir og að trúverðugleiki hans sé í hættu. Ingólfur telur afleiðingar lítillar vaxtahækkunar geta orðið þær að verðbólga lækki ekki eins og vonast sé til og að vextir kunni jafnvel að lækka í stað þess að hækka. Forstöðumenn Greiningardeildanna eru ekki á eitt sáttir um þetta. Ekka Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbanka, segir vaxtaákvörðun Seðlabankans skynsamlega og trúverðuga og gott innlegg í baráttuna gegn verðbólgunni. Fréttir Innlent Stj.mál Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg. Greiningardeildir Íslandsbanka og KB-banka gagnrýndu tuttugu og fimm punkta vaxtahækkun fyrir helgi og töldu of lítið gert. Greiningardeild Íslandsbanka taldi trúverðugleika Seðlabanka í hættu og Greiningardeild KB-banka sagði bankastjórn taka óþarfa áhættu með því að hækka vextina ekki meira. Davíð Oddsson, forseti bankastjórnar Seðlabankans, svaraði þessari gagnrýni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun. Hann sagði að menn yrðu að horfa á 25 punkta vaxtahækkun bankans í samræmi við 75 punkta hækkun hans síðast. 25 punkta hækkun eftir 25 punkta hækkun væri lítið en 25 punkta hækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun væri ekki lítið. Davíð sagðist að þó gæta þyrfti aðhalds væru horfur í íslensku efnahagslífi góðar. Dregið hefði úr hækkun íbúðaverðs, olíuverð væri stöðugt og launaskrið væri ekki meira en svo að menn hefðu tök á því. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka stendur við gagnrýni sína á vaxtahækkunina. Hann telur að Seðlabanki hefði þurft að hækka vexti meir og að trúverðugleiki hans sé í hættu. Ingólfur telur afleiðingar lítillar vaxtahækkunar geta orðið þær að verðbólga lækki ekki eins og vonast sé til og að vextir kunni jafnvel að lækka í stað þess að hækka. Forstöðumenn Greiningardeildanna eru ekki á eitt sáttir um þetta. Ekka Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbanka, segir vaxtaákvörðun Seðlabankans skynsamlega og trúverðuga og gott innlegg í baráttuna gegn verðbólgunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira