Úrvalsvísitalan á hraðri uppleið 18. nóvember 2005 12:00 MYND/Stefán Úrvalsvísitalan er á hraðri uppleið í Kauphöllinni og vísitalan hefur hækkað um hátt í fimmtíu prósent í ár, meira en nokkru sinni fyrr. Hún hefur aldrei verið jafn há og engin lækkun er fyrirsjáanleg, að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Vísitalan fór í fimm þúsund stig í gær, sem er hið langhæsta til þessa. KB banki hækkaði til dæmis um hátt í 40 milljarða í fyrradag, með 8 prósenta hækkun, og þau örfáu félög, sem eitthvað hafa lækkað, hafa lækkað mjög lítið. Ef litið er tíu ár aftur í tímann þá hafa tíu stærstu fyrirtækin af þeim sem mynda vísitöluna tífaldað tekjur sínar og síðast en ekki síst, tífaldað ágóða sinn líka. Þegar nánar er skoðað eru það útrásarfyrirtækin sem knýja hækkunina áfram og er nú svo komið að þrjár af hverjum fjórum krónum sem útrásarfyrirtækin í Kauphöllinni afla, er aflað í útlöndum. EF ferið er aðeins þrjú ár aftur í tímann og tekið sem dæmi fyrirtæki, sem þá var metið á 100 milljónir króna, þá er það núna metið á um það bil 280 milljónir, sem er um 180 prósenta hækkun á aðeins þremur árum. Í ljósi alls þessa vaknar sú spurning hvort þetta sé ekki bóla sem muni springa innan tíðar eins og gerst hefur af og til erlendis og gerðist hér árið 2000. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallalrinnar segir hins vegar að tölur úr rekstri fyrirtækjanna gefi engar vísbendingar um slíkt, engin augljós rök bendi í þá átt. Eins og áður sagði er þessi vöxtur knúinn áfram af útrásarfyrirtækjum en ef litið er til fyrirtækja á innlendum vettvangi, eins og sjávarútvegsfyrirtækja og matvælafyrirtækja, þá hafa þau sáralítið hækkað á þessu blómaskeiði útrásarfyrirtækjanna, sem ótvírætt bendir til þess að vaxtarmöugleikar íslenskra fyrirtækja séu í útlöndum, en ekki á Íslandi. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Úrvalsvísitalan er á hraðri uppleið í Kauphöllinni og vísitalan hefur hækkað um hátt í fimmtíu prósent í ár, meira en nokkru sinni fyrr. Hún hefur aldrei verið jafn há og engin lækkun er fyrirsjáanleg, að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Vísitalan fór í fimm þúsund stig í gær, sem er hið langhæsta til þessa. KB banki hækkaði til dæmis um hátt í 40 milljarða í fyrradag, með 8 prósenta hækkun, og þau örfáu félög, sem eitthvað hafa lækkað, hafa lækkað mjög lítið. Ef litið er tíu ár aftur í tímann þá hafa tíu stærstu fyrirtækin af þeim sem mynda vísitöluna tífaldað tekjur sínar og síðast en ekki síst, tífaldað ágóða sinn líka. Þegar nánar er skoðað eru það útrásarfyrirtækin sem knýja hækkunina áfram og er nú svo komið að þrjár af hverjum fjórum krónum sem útrásarfyrirtækin í Kauphöllinni afla, er aflað í útlöndum. EF ferið er aðeins þrjú ár aftur í tímann og tekið sem dæmi fyrirtæki, sem þá var metið á 100 milljónir króna, þá er það núna metið á um það bil 280 milljónir, sem er um 180 prósenta hækkun á aðeins þremur árum. Í ljósi alls þessa vaknar sú spurning hvort þetta sé ekki bóla sem muni springa innan tíðar eins og gerst hefur af og til erlendis og gerðist hér árið 2000. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallalrinnar segir hins vegar að tölur úr rekstri fyrirtækjanna gefi engar vísbendingar um slíkt, engin augljós rök bendi í þá átt. Eins og áður sagði er þessi vöxtur knúinn áfram af útrásarfyrirtækjum en ef litið er til fyrirtækja á innlendum vettvangi, eins og sjávarútvegsfyrirtækja og matvælafyrirtækja, þá hafa þau sáralítið hækkað á þessu blómaskeiði útrásarfyrirtækjanna, sem ótvírætt bendir til þess að vaxtarmöugleikar íslenskra fyrirtækja séu í útlöndum, en ekki á Íslandi.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira