Hamilton tryggði Detroit sigur í lokin 5. nóvember 2005 18:45 Rip Hamilton hefur farið á kostum með Detroit það sem af er tímabili NordicPhotos/GettyImages Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Rip Hamilton hefur farið á kostum í fyrstu leikjum tímabilsins og í gærkvöldi skoraði hann sigurkörfu Detroit í 82-81 sigri á Boston, um leið og lokaflautan gall. Hamilton hafði aðeins 0,8 sekúndur til að koma skotinu á körfuna og það tókst, en leikmenn Boston héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn með skoti Mark Blount skömmu áður. Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig, en Paul Pierce skoraði 28 fyrir Boston. Memphis lagði Orlando á útivelli 94-85 þar sem Eddie Jones skoraði 25 stig og fimm þriggja stiga körfur, en Steve Francis skoraði 22 stig fyrir Orlando. Philadelphia tapaði þriðja leik sínum í röð þegar liðið steinlá fyrir lágt skrifuðu liði Charlotte á heimavelli 110-93. Áhorfendur bauluðu á lið Philadelphia, sem hefur byrjað skelfilega á leiktíðinni. Emeka Okafor skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Charlotte, en Allen Iverson skoraði 29 stig fyrir Philadelphia. New Jersey lagði Toronto 102-92. Richard Jefferson skoraði 35 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Jersey, en Jose Calderon og Morris Peterson skoruðu 20 hvor fyrir Kanadaliðið. New York tapaði fyrsta heimaleiknum sínum þegar liðið lá gegn Washington 86-75. Gilbert Arenas skoraði 27 stig fyrir Washington en Stephon Marbury skoraði 19 fyrir New York, sem er án sigurs eftir tvo leiki. Meistarar San Antonio tóku Cleveland í kennslustund á heimavelli sínum 102-76 og sýndu liði Cleveland að það á enn langt í land með að blanda sér í baráttu þeirra bestu. Sigur meistaranna var fádæma öruggur og aldrei í hættu í síðari hálfleik. Tim Duncan skoraði 21 stig og hirti 10 fráköstu fyrir San Antonio, en LeBron James skoraði 20 fyrir Cleveland. Denver lék aftur undir stjórn þjálfara síns George Karl, sem hafði verið í leikbanni í fyrstu tveimur leikjum vetrarins og var allt annað að sjá til liðsins. Denver vann sinn fyrsta sigur með því að bursta lánlaust lið Portland 107-68. Marcus Camby skoraði 23 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver og Voshon Lenard skoraði 17 stig, hirti 10 fráköst og átti 8 stoðsendingar, en Darius Miles skoraði 13 fyrir Portland. Utah Jazz vann góðan útisigur á Golden State Warriors 91-85, en Golden State lék án Baron Davis sem var meiddur og það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir lið Golden State, sem var heillum horfið í leik sem var sýndur á NBA TV. Mehmet Okur var aftur stigahæstur í liði Utah með 23 stig, þar af 19 í síðari hálfleik og hirti 14 fráköst. LA Clippers unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks 92-77. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers, en Salim Stoudemire skoraði 15 stig fyrir Atlanta. Að lokum vann Seattle sigur á Minnesota 107-102. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Seattle, en Kevin Garnett skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Minnesota. Erlendar Game Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira
Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Rip Hamilton hefur farið á kostum í fyrstu leikjum tímabilsins og í gærkvöldi skoraði hann sigurkörfu Detroit í 82-81 sigri á Boston, um leið og lokaflautan gall. Hamilton hafði aðeins 0,8 sekúndur til að koma skotinu á körfuna og það tókst, en leikmenn Boston héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn með skoti Mark Blount skömmu áður. Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig, en Paul Pierce skoraði 28 fyrir Boston. Memphis lagði Orlando á útivelli 94-85 þar sem Eddie Jones skoraði 25 stig og fimm þriggja stiga körfur, en Steve Francis skoraði 22 stig fyrir Orlando. Philadelphia tapaði þriðja leik sínum í röð þegar liðið steinlá fyrir lágt skrifuðu liði Charlotte á heimavelli 110-93. Áhorfendur bauluðu á lið Philadelphia, sem hefur byrjað skelfilega á leiktíðinni. Emeka Okafor skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Charlotte, en Allen Iverson skoraði 29 stig fyrir Philadelphia. New Jersey lagði Toronto 102-92. Richard Jefferson skoraði 35 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Jersey, en Jose Calderon og Morris Peterson skoruðu 20 hvor fyrir Kanadaliðið. New York tapaði fyrsta heimaleiknum sínum þegar liðið lá gegn Washington 86-75. Gilbert Arenas skoraði 27 stig fyrir Washington en Stephon Marbury skoraði 19 fyrir New York, sem er án sigurs eftir tvo leiki. Meistarar San Antonio tóku Cleveland í kennslustund á heimavelli sínum 102-76 og sýndu liði Cleveland að það á enn langt í land með að blanda sér í baráttu þeirra bestu. Sigur meistaranna var fádæma öruggur og aldrei í hættu í síðari hálfleik. Tim Duncan skoraði 21 stig og hirti 10 fráköstu fyrir San Antonio, en LeBron James skoraði 20 fyrir Cleveland. Denver lék aftur undir stjórn þjálfara síns George Karl, sem hafði verið í leikbanni í fyrstu tveimur leikjum vetrarins og var allt annað að sjá til liðsins. Denver vann sinn fyrsta sigur með því að bursta lánlaust lið Portland 107-68. Marcus Camby skoraði 23 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver og Voshon Lenard skoraði 17 stig, hirti 10 fráköst og átti 8 stoðsendingar, en Darius Miles skoraði 13 fyrir Portland. Utah Jazz vann góðan útisigur á Golden State Warriors 91-85, en Golden State lék án Baron Davis sem var meiddur og það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir lið Golden State, sem var heillum horfið í leik sem var sýndur á NBA TV. Mehmet Okur var aftur stigahæstur í liði Utah með 23 stig, þar af 19 í síðari hálfleik og hirti 14 fráköst. LA Clippers unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks 92-77. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers, en Salim Stoudemire skoraði 15 stig fyrir Atlanta. Að lokum vann Seattle sigur á Minnesota 107-102. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Seattle, en Kevin Garnett skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Minnesota.
Erlendar Game Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira