Blanda saman fjárdrætti og lánum 11. október 2005 00:01 „Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. „Mér þykir það sérkennilegt þegar ég les það að menn blandi saman fjárdrætti og ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þarna á milli,“ segir Halldór. „Ég geng út frá því að ríkissaksóknari fái nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi,“ segir forsætisráðherrann. Hann kveður það þó ekki vera í verkahring ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins því það starfi sjálfstætt. „Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni í kjölfar dómsúrskurðar hæstaréttar. Orð Björns hafa vakið talsverð viðbrögð. Meðal annars telur Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á því að ráðherra hafi afskipti af störfum ákæruvaldsins. „Koma verður því skýrt til skila að flokkurinn ætlar ekki að líða það,“ segir Kristinn. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tekur í sama streng og segir það vera óviðeigandi og óþolandi að framkvæmdavaldið hafi með þessum hætti afskipti af málefnum sem eru fyrir í dómstólum. Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóraembættisins, telur Björn hafa rétt fyrir sér að því leyti að lögformlega sé máli ekki lokið enda þótt ákæruliðum hafi verið vísað frá dómi. Hann segir að aðeins séu tvær leiðir til þess að ljúka málum. Annað hvort með bréfi um að ekki sé tilefni til ákæru eða einfaldlega með ákæru sem dómstólar fjalli um. Baugsmálið Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. „Mér þykir það sérkennilegt þegar ég les það að menn blandi saman fjárdrætti og ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þarna á milli,“ segir Halldór. „Ég geng út frá því að ríkissaksóknari fái nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi,“ segir forsætisráðherrann. Hann kveður það þó ekki vera í verkahring ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins því það starfi sjálfstætt. „Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni í kjölfar dómsúrskurðar hæstaréttar. Orð Björns hafa vakið talsverð viðbrögð. Meðal annars telur Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á því að ráðherra hafi afskipti af störfum ákæruvaldsins. „Koma verður því skýrt til skila að flokkurinn ætlar ekki að líða það,“ segir Kristinn. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tekur í sama streng og segir það vera óviðeigandi og óþolandi að framkvæmdavaldið hafi með þessum hætti afskipti af málefnum sem eru fyrir í dómstólum. Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóraembættisins, telur Björn hafa rétt fyrir sér að því leyti að lögformlega sé máli ekki lokið enda þótt ákæruliðum hafi verið vísað frá dómi. Hann segir að aðeins séu tvær leiðir til þess að ljúka málum. Annað hvort með bréfi um að ekki sé tilefni til ákæru eða einfaldlega með ákæru sem dómstólar fjalli um.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði