Beindi Jónínu til yfirvalda 26. september 2005 00:01 Jónína Benediksdóttir vildi að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti af sér líkamsræktarstöðina Planet Pulse annars birti hún gögn um Baug sem hún hafi undir höndum. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóri Baugs, 1. júlí 2002, en þá hafði hún fengið fjölda gagna frá Jóni Geraldi Sullenberger, sem hún var að aðstoða við að undirbúa mál gegn Baugi. Tryggvi hvatti hana til að snúa sér til yfirvalda með gögnin. Jónína segir í tölvupóstinum: "Ég er með 25 skjöl sem geta flett ofan af ykkur skítnum og sett af stað mestu rannsókn í viðskiptalífi Íslands." Einnig segir hún: "Þetta er ekki hótun heldur sjálfsbjargarviðleitni þriggja barna móður sem á að lýsa sig gjaldþrota á morgun en átti 200 milljónir þegar hún þvældist inn í mestu drullusokkafjölskyldu í heimi." Síðar í tölvupóstinum segir Jónína: "Ég get saltað ykkur alla, því á mig er hlustað. [...] Ég þarf svar á morgun það er legið á mér að veita öll þessi gögn." Þessu svarar Tryggvi samdægurs: "Ef þú telur að lög hafi verið brotin, og þú hafir gögn sem sýni fram á það, er það eina rétta að gera yfirvöldum grein fyrir því. Mér er ekki kunnugt um það fals og svik sem þú talar um. Jón Gerald hefur hins vegar hótað því að fabrikkera ýmislegt, til að ná fram hefndum gagnvart feðgunum. Hann hefur meðal annars hótað Jóni Ásgeir lífláti í tvígang, í seinna skiptið hringdi hann í Jóhannes og sagði honum að vera góðan við drenginn sinn þessa síðustu daga sem hann lifði því hann sjálfur væri á leið til landsins og ætlaði að drepa hann. Jón Gerald er greinilega í miklu ójafnvægi og því skaltu vara þig á upplýsingum sem þú færð þaðan. Ef þú ert sannfærð um réttmæti þeirra gagna skaltu hiklaust snúa þér til yfirvalda, það er eina rétta leiðin." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Jónína Benediksdóttir vildi að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti af sér líkamsræktarstöðina Planet Pulse annars birti hún gögn um Baug sem hún hafi undir höndum. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóri Baugs, 1. júlí 2002, en þá hafði hún fengið fjölda gagna frá Jóni Geraldi Sullenberger, sem hún var að aðstoða við að undirbúa mál gegn Baugi. Tryggvi hvatti hana til að snúa sér til yfirvalda með gögnin. Jónína segir í tölvupóstinum: "Ég er með 25 skjöl sem geta flett ofan af ykkur skítnum og sett af stað mestu rannsókn í viðskiptalífi Íslands." Einnig segir hún: "Þetta er ekki hótun heldur sjálfsbjargarviðleitni þriggja barna móður sem á að lýsa sig gjaldþrota á morgun en átti 200 milljónir þegar hún þvældist inn í mestu drullusokkafjölskyldu í heimi." Síðar í tölvupóstinum segir Jónína: "Ég get saltað ykkur alla, því á mig er hlustað. [...] Ég þarf svar á morgun það er legið á mér að veita öll þessi gögn." Þessu svarar Tryggvi samdægurs: "Ef þú telur að lög hafi verið brotin, og þú hafir gögn sem sýni fram á það, er það eina rétta að gera yfirvöldum grein fyrir því. Mér er ekki kunnugt um það fals og svik sem þú talar um. Jón Gerald hefur hins vegar hótað því að fabrikkera ýmislegt, til að ná fram hefndum gagnvart feðgunum. Hann hefur meðal annars hótað Jóni Ásgeir lífláti í tvígang, í seinna skiptið hringdi hann í Jóhannes og sagði honum að vera góðan við drenginn sinn þessa síðustu daga sem hann lifði því hann sjálfur væri á leið til landsins og ætlaði að drepa hann. Jón Gerald er greinilega í miklu ójafnvægi og því skaltu vara þig á upplýsingum sem þú færð þaðan. Ef þú ert sannfærð um réttmæti þeirra gagna skaltu hiklaust snúa þér til yfirvalda, það er eina rétta leiðin."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira