Jón Steinar kom að Baugsmáli í maí 24. september 2005 00:01 Samskipti Jóns Geralds Sullenberger og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, varðandi Baugsmálið ná að minnsta kosti aftur til 28. maí 2002. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur staðfest við Fréttablaðið að hafa verið milligöngumaður um að koma tengslum á þeirra á milli. Þá staðfestir Styrmir, sem og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að þeir tveir hafi fundað með Jóni Steinari um mánaðamótin júní og júlí sama ár um mál Jóns Geralds og Baugs. Samkvæmt yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér í gær kemur fram að Styrmir hafi spurt Kjartan um mánaðamótin júní/júlí hvort mál Jóns Geralds væri ekki í höndum "vandaðs og heiðarlegs lögmanns" ef Jón Steinar tæki það að sér. Kjartan segir að þeir þrír hafi jafnframt fundað um málið. Samkvæmt tölvupóstsendingum milli Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds og Styrmis hófust samskipti Jóns Geralds og Jóns Steinars að minnsta kosti í lok maí, rúmum mánuði áður en Kjartan veitti Styrmi álit sitt um Jón Steinar. 9. maí 2002 sendi Jónína svohljóðandi tölvupóst til Jóns Geralds: "Elsku Jón minn. Nú er verið að rannsaka allt og alla í spillingunni hérna heima. Það er því mikilvægt að þú verðir á undan að biðja um aðstoð. Ég legg til að þú þiggir hjálp Jóns Steinars og farir bara í mál við Baug og fáir það sem þú átt skilið. Til þess að það geti gerst þarft þú að koma heim með einhver gögn og sýna honum. Þetta er allt í trúnaði og ef honum sýnist þú ekki hafa neina réttarstöðu þá veist þú um næst besta möguleikann. Það er svo gott að eiga þessa menn að." 20. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Veiztu hvernig þetta stendur efnislega? Hafa þeir boðið honum hærri greiðslur? Er hann tilbúinn að tala við Jón Steinar?" 29. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Jón Gerald hringdi í Jón Steinar seint í gærkvöldi að íslenzkum tíma. Jón Steinar bað hann um að hringja á skrifstofuna í dag þar sem hann átti ekki gott með að tala við hann og á von á því að hann hringi eftir hádegið." 20. júní áframsendir Jón Gerald með tölvupóstum ýmis gögn er varða samskipti hans og Tryggva Jónssonar hjá Baugi til Jóns Steinars, sem sendir þau áfram til Styrmis. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Samskipti Jóns Geralds Sullenberger og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, varðandi Baugsmálið ná að minnsta kosti aftur til 28. maí 2002. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur staðfest við Fréttablaðið að hafa verið milligöngumaður um að koma tengslum á þeirra á milli. Þá staðfestir Styrmir, sem og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að þeir tveir hafi fundað með Jóni Steinari um mánaðamótin júní og júlí sama ár um mál Jóns Geralds og Baugs. Samkvæmt yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér í gær kemur fram að Styrmir hafi spurt Kjartan um mánaðamótin júní/júlí hvort mál Jóns Geralds væri ekki í höndum "vandaðs og heiðarlegs lögmanns" ef Jón Steinar tæki það að sér. Kjartan segir að þeir þrír hafi jafnframt fundað um málið. Samkvæmt tölvupóstsendingum milli Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds og Styrmis hófust samskipti Jóns Geralds og Jóns Steinars að minnsta kosti í lok maí, rúmum mánuði áður en Kjartan veitti Styrmi álit sitt um Jón Steinar. 9. maí 2002 sendi Jónína svohljóðandi tölvupóst til Jóns Geralds: "Elsku Jón minn. Nú er verið að rannsaka allt og alla í spillingunni hérna heima. Það er því mikilvægt að þú verðir á undan að biðja um aðstoð. Ég legg til að þú þiggir hjálp Jóns Steinars og farir bara í mál við Baug og fáir það sem þú átt skilið. Til þess að það geti gerst þarft þú að koma heim með einhver gögn og sýna honum. Þetta er allt í trúnaði og ef honum sýnist þú ekki hafa neina réttarstöðu þá veist þú um næst besta möguleikann. Það er svo gott að eiga þessa menn að." 20. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Veiztu hvernig þetta stendur efnislega? Hafa þeir boðið honum hærri greiðslur? Er hann tilbúinn að tala við Jón Steinar?" 29. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Jón Gerald hringdi í Jón Steinar seint í gærkvöldi að íslenzkum tíma. Jón Steinar bað hann um að hringja á skrifstofuna í dag þar sem hann átti ekki gott með að tala við hann og á von á því að hann hringi eftir hádegið." 20. júní áframsendir Jón Gerald með tölvupóstum ýmis gögn er varða samskipti hans og Tryggva Jónssonar hjá Baugi til Jóns Steinars, sem sendir þau áfram til Styrmis.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira