Eyddu fingraförum Morgunblaðsins 23. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Jón Gerald Sullenberger hafi verið mjög hikandi við að leita eftir aðstoð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, nú hæstaréttardómara, við undirbúning að kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Í tölvupósti milli Styrmis og Jónínu Benediktsdóttur kemur fram að Jónína hafi ítrekað hvatt Jón Gerald til þess að fara að ráðum Styrmis og setja sig í samband við Jón Steinar. Styrmir leggur það til strax í maí 2002 að Jón Gerald leiti til Jóns Steinars. Enn í júlí er Jón Gerald mjög óviss um hvort hann vilji fara að ráðum Styrmis og Jónínu. Hinn 8. maí skrifar Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest til að kála þeim. [...] Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að virki langbest." Hinn 20. maí segir Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er að brotna drengurinn." Styrmir neitar því aðspurður að hann hafi haft bein samskipti við Davíð Oddsson um þetta mál. Jónína sleit samtali við Fréttablaðið áður en hægt var að spyrja hana hvort hún hafi átt við Davíð Oddsson í þessu samhengi. Þegar Styrmir er beðinn um að útskýra aðkomu sína að þessu máli segist hann hafa fengið mikið af gögnum og upplýsingum um málið veturinn og vorið 2002 sem hann taldi ekki eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hafi hins vegar bent Jóni Geraldi á að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þáverandi hæstaréttalögmanns. Meðal þeirra gagna sem Fréttablaðið hefur er bréf á ensku sem er þýtt af einum blaðamanna Morgunblaðsins fyrir Jón Gerald að beiðni Styrmis. Í tölvupósti til Jónínu segir ritstjórinn: "Má ég biðja þig að eyða fingraförum Morgunblaðsins af þessu skjali og senda það síðan til Jóns Geralds? Ég kann það ekki eins og þú veizt." Styrmir segir ástæðu þessa vera þá að Jón Gerald hafi borið sig illa og ekki haft efni á þýðingu þar sem forsvarsmenn Baugs hafi farið svo illa með hann. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Jón Gerald Sullenberger hafi verið mjög hikandi við að leita eftir aðstoð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, nú hæstaréttardómara, við undirbúning að kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Í tölvupósti milli Styrmis og Jónínu Benediktsdóttur kemur fram að Jónína hafi ítrekað hvatt Jón Gerald til þess að fara að ráðum Styrmis og setja sig í samband við Jón Steinar. Styrmir leggur það til strax í maí 2002 að Jón Gerald leiti til Jóns Steinars. Enn í júlí er Jón Gerald mjög óviss um hvort hann vilji fara að ráðum Styrmis og Jónínu. Hinn 8. maí skrifar Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest til að kála þeim. [...] Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að virki langbest." Hinn 20. maí segir Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er að brotna drengurinn." Styrmir neitar því aðspurður að hann hafi haft bein samskipti við Davíð Oddsson um þetta mál. Jónína sleit samtali við Fréttablaðið áður en hægt var að spyrja hana hvort hún hafi átt við Davíð Oddsson í þessu samhengi. Þegar Styrmir er beðinn um að útskýra aðkomu sína að þessu máli segist hann hafa fengið mikið af gögnum og upplýsingum um málið veturinn og vorið 2002 sem hann taldi ekki eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hafi hins vegar bent Jóni Geraldi á að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þáverandi hæstaréttalögmanns. Meðal þeirra gagna sem Fréttablaðið hefur er bréf á ensku sem er þýtt af einum blaðamanna Morgunblaðsins fyrir Jón Gerald að beiðni Styrmis. Í tölvupósti til Jónínu segir ritstjórinn: "Má ég biðja þig að eyða fingraförum Morgunblaðsins af þessu skjali og senda það síðan til Jóns Geralds? Ég kann það ekki eins og þú veizt." Styrmir segir ástæðu þessa vera þá að Jón Gerald hafi borið sig illa og ekki haft efni á þýðingu þar sem forsvarsmenn Baugs hafi farið svo illa með hann.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði