Valsstúlkur vekja athygli ytra 16. september 2005 00:01 Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin. Árangur Valsliðsins hefur vakið mikla athygli úti í Svíþjóð."Svíarnir elta mann á röndum og eru alveg gáttaðir á þessu liði frá Íslandi. Þeir eru búnir að tilkynna mér það að Margrét Lára fái hér samningstilboð í hrönnum frá sænskum liðum sem og fleiri leikmenn. Þeir skilja heldur ekkert í því hvar Dóra María sé því það biðu víst allir eftir að sjá hana," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals sem er að gera góða hluti í Evrópukeppninni en riðill þeirra í 2. umferð hennar fer nú fram í Stokkhólmi. Val nægir jafntefli í síðasta leiknum gegn Alma frá Kasakstan á morgun og þá kemst Valsliðið í átta liða úrslitin. Dóra María Lárusdóttir gat ekki verið með þar sem hún er farin út í nám til Bandaríkjanna og Valsstúlkur eru því án eins síns besta leikmanns í þessum leik. Það hefur verið nóg að gera hjá Elísabetu sem hefur verið kölluð í hvert sjónvarps- og útvarpsviðtalið á fætur öðru. "Þeir vildu meina það í umræddu útvarpsviðtali sem ég fór í að við værum að spila um þriðja til fjórða sætið í sænsku deildinni og að það gætu allir mínir leikmenn spilað í deildinni. Þetta sögðu þeir mér en ég hef ekkert séð þessa deild þannig að ég verð bara að trúa þeim," segir Elísabet en þrjú efstu liðin í sænsku deildinni eru fyrrverandi tvöfaldir Evrópumeistarar: Umeå, Ásthildur Helgadóttir og félagar hennar í Malmö FF og svo lið Djurgården/Älvsjö sem vann Valsliðið naumlega með marki í uppbótartíma í fyrsta leiknum í riðlinum. "Þeir eru að dásama okkur út í eitt og ég var beðin um að lýsa hvernig við högum þjálfuninni á Íslandi. Þetta er því góð auglýsing fyrir íslenskan kvennafótbolta. Loksins erum við komin á þennan stall og vonandi fylgja Blikar þessu eftir á næsta ári. Við þurfum að verða Evrópumeistarar til þess að geta aftur verið með á næsta ári," segir Elísabet en aðeins meistarar hvers lands fá þátttökurétt. Íslenski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Sjá meira
Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin. Árangur Valsliðsins hefur vakið mikla athygli úti í Svíþjóð."Svíarnir elta mann á röndum og eru alveg gáttaðir á þessu liði frá Íslandi. Þeir eru búnir að tilkynna mér það að Margrét Lára fái hér samningstilboð í hrönnum frá sænskum liðum sem og fleiri leikmenn. Þeir skilja heldur ekkert í því hvar Dóra María sé því það biðu víst allir eftir að sjá hana," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals sem er að gera góða hluti í Evrópukeppninni en riðill þeirra í 2. umferð hennar fer nú fram í Stokkhólmi. Val nægir jafntefli í síðasta leiknum gegn Alma frá Kasakstan á morgun og þá kemst Valsliðið í átta liða úrslitin. Dóra María Lárusdóttir gat ekki verið með þar sem hún er farin út í nám til Bandaríkjanna og Valsstúlkur eru því án eins síns besta leikmanns í þessum leik. Það hefur verið nóg að gera hjá Elísabetu sem hefur verið kölluð í hvert sjónvarps- og útvarpsviðtalið á fætur öðru. "Þeir vildu meina það í umræddu útvarpsviðtali sem ég fór í að við værum að spila um þriðja til fjórða sætið í sænsku deildinni og að það gætu allir mínir leikmenn spilað í deildinni. Þetta sögðu þeir mér en ég hef ekkert séð þessa deild þannig að ég verð bara að trúa þeim," segir Elísabet en þrjú efstu liðin í sænsku deildinni eru fyrrverandi tvöfaldir Evrópumeistarar: Umeå, Ásthildur Helgadóttir og félagar hennar í Malmö FF og svo lið Djurgården/Älvsjö sem vann Valsliðið naumlega með marki í uppbótartíma í fyrsta leiknum í riðlinum. "Þeir eru að dásama okkur út í eitt og ég var beðin um að lýsa hvernig við högum þjálfuninni á Íslandi. Þetta er því góð auglýsing fyrir íslenskan kvennafótbolta. Loksins erum við komin á þennan stall og vonandi fylgja Blikar þessu eftir á næsta ári. Við þurfum að verða Evrópumeistarar til þess að geta aftur verið með á næsta ári," segir Elísabet en aðeins meistarar hvers lands fá þátttökurétt.
Íslenski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn