Baugsákærur standi allar 13. september 2005 00:01 Jón H. Snorrason saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákærur í Baugsmálinu yrðu allar látnar standa. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs taldi efni til að vísa málinu frá dómi í heild sinni. Dómendur vöktu athygli saksóknara á því bréflega í lok ágúst, að slíkir annmarkar væru á lýsingu brota í átján ákæruliðum af fjörutíu að tæplega yrði úr því bætt í málarekstrinum. Því væri ekki unnt að kveða upp dóm um ákærurnar átján, sem einkum varða fjárdrátt og umboðssvik. Í bréfinu var málsaðilum gefið svigrúm til að tjá sig um málið í réttinum. Jón H. Snorrason saksóknari vísaði í máli sínu til eldri dóma en þar væru dæmi um sakfellingu í fjárdráttarmálum á grundvelli verknaðarlýsinga sem krafist sé og væru sambærilegar þeim sem fram koma í Baugsmálinu. Jón H. Snorrason sagði að loknu þinghaldinu í gær að hann væri ekki fyllilega viss um hverju dómararnir sæktust eftir með bréflegum athugasemdum sínum. "Svona bréf er ekki skrifað nema dómendur séu búnir að komast að niðurstöðu," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannssonar að loknu þinghaldinu í gær. "Bersýnilega telja þeir að annmarkar séu á ákærunum sem gerir það að verkum að ekki sé hægt að dæma efnislega í málinu. Og það sé heldur ekki hægt að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda." Gestur bendi á að síðasta skýrslutaka á þriggja ára ferli málsins hefði verið degi áður en ákærur voru gefnar út í sumar og ákæruvaldið hefði varla haft ráðrúm til að íhuga jafnt atriði sem lúta að sekt eða sýknu í anda laga um meðferð opinberra mála. "Það væri mjög sérkennileg niðurstaða miðað við sjálfstæði dómstóla og hlutleysi gagnvart sakborningum ef ákæra, sem ekki gæti leitt til sakfellis, fengi breytingu samkvæmd ábendingu frá dómara í þá veru að hún gæti leitt til sakfellingar," sagði Gestur ennfremur. Verjendur lögðu fram gögn um sakarkostnað í héraðsdómi í gær en dómendur þurfa að taka afstöðu til hans fari svo að málinu ljúki með frávísun. Sakarkostnaður í máli Jóns Ásgeirs nemur liðlega nítján milljónum króna en um fimm milljónum króna fyrir Jóhannes Jónsson. Baugsmálið Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Jón H. Snorrason saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákærur í Baugsmálinu yrðu allar látnar standa. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs taldi efni til að vísa málinu frá dómi í heild sinni. Dómendur vöktu athygli saksóknara á því bréflega í lok ágúst, að slíkir annmarkar væru á lýsingu brota í átján ákæruliðum af fjörutíu að tæplega yrði úr því bætt í málarekstrinum. Því væri ekki unnt að kveða upp dóm um ákærurnar átján, sem einkum varða fjárdrátt og umboðssvik. Í bréfinu var málsaðilum gefið svigrúm til að tjá sig um málið í réttinum. Jón H. Snorrason saksóknari vísaði í máli sínu til eldri dóma en þar væru dæmi um sakfellingu í fjárdráttarmálum á grundvelli verknaðarlýsinga sem krafist sé og væru sambærilegar þeim sem fram koma í Baugsmálinu. Jón H. Snorrason sagði að loknu þinghaldinu í gær að hann væri ekki fyllilega viss um hverju dómararnir sæktust eftir með bréflegum athugasemdum sínum. "Svona bréf er ekki skrifað nema dómendur séu búnir að komast að niðurstöðu," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannssonar að loknu þinghaldinu í gær. "Bersýnilega telja þeir að annmarkar séu á ákærunum sem gerir það að verkum að ekki sé hægt að dæma efnislega í málinu. Og það sé heldur ekki hægt að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda." Gestur bendi á að síðasta skýrslutaka á þriggja ára ferli málsins hefði verið degi áður en ákærur voru gefnar út í sumar og ákæruvaldið hefði varla haft ráðrúm til að íhuga jafnt atriði sem lúta að sekt eða sýknu í anda laga um meðferð opinberra mála. "Það væri mjög sérkennileg niðurstaða miðað við sjálfstæði dómstóla og hlutleysi gagnvart sakborningum ef ákæra, sem ekki gæti leitt til sakfellis, fengi breytingu samkvæmd ábendingu frá dómara í þá veru að hún gæti leitt til sakfellingar," sagði Gestur ennfremur. Verjendur lögðu fram gögn um sakarkostnað í héraðsdómi í gær en dómendur þurfa að taka afstöðu til hans fari svo að málinu ljúki með frávísun. Sakarkostnaður í máli Jóns Ásgeirs nemur liðlega nítján milljónum króna en um fimm milljónum króna fyrir Jóhannes Jónsson.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði