Baugsákærur standi allar 13. september 2005 00:01 Jón H. Snorrason saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákærur í Baugsmálinu yrðu allar látnar standa. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs taldi efni til að vísa málinu frá dómi í heild sinni. Dómendur vöktu athygli saksóknara á því bréflega í lok ágúst, að slíkir annmarkar væru á lýsingu brota í átján ákæruliðum af fjörutíu að tæplega yrði úr því bætt í málarekstrinum. Því væri ekki unnt að kveða upp dóm um ákærurnar átján, sem einkum varða fjárdrátt og umboðssvik. Í bréfinu var málsaðilum gefið svigrúm til að tjá sig um málið í réttinum. Jón H. Snorrason saksóknari vísaði í máli sínu til eldri dóma en þar væru dæmi um sakfellingu í fjárdráttarmálum á grundvelli verknaðarlýsinga sem krafist sé og væru sambærilegar þeim sem fram koma í Baugsmálinu. Jón H. Snorrason sagði að loknu þinghaldinu í gær að hann væri ekki fyllilega viss um hverju dómararnir sæktust eftir með bréflegum athugasemdum sínum. "Svona bréf er ekki skrifað nema dómendur séu búnir að komast að niðurstöðu," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannssonar að loknu þinghaldinu í gær. "Bersýnilega telja þeir að annmarkar séu á ákærunum sem gerir það að verkum að ekki sé hægt að dæma efnislega í málinu. Og það sé heldur ekki hægt að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda." Gestur bendi á að síðasta skýrslutaka á þriggja ára ferli málsins hefði verið degi áður en ákærur voru gefnar út í sumar og ákæruvaldið hefði varla haft ráðrúm til að íhuga jafnt atriði sem lúta að sekt eða sýknu í anda laga um meðferð opinberra mála. "Það væri mjög sérkennileg niðurstaða miðað við sjálfstæði dómstóla og hlutleysi gagnvart sakborningum ef ákæra, sem ekki gæti leitt til sakfellis, fengi breytingu samkvæmd ábendingu frá dómara í þá veru að hún gæti leitt til sakfellingar," sagði Gestur ennfremur. Verjendur lögðu fram gögn um sakarkostnað í héraðsdómi í gær en dómendur þurfa að taka afstöðu til hans fari svo að málinu ljúki með frávísun. Sakarkostnaður í máli Jóns Ásgeirs nemur liðlega nítján milljónum króna en um fimm milljónum króna fyrir Jóhannes Jónsson. Baugsmálið Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Jón H. Snorrason saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákærur í Baugsmálinu yrðu allar látnar standa. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs taldi efni til að vísa málinu frá dómi í heild sinni. Dómendur vöktu athygli saksóknara á því bréflega í lok ágúst, að slíkir annmarkar væru á lýsingu brota í átján ákæruliðum af fjörutíu að tæplega yrði úr því bætt í málarekstrinum. Því væri ekki unnt að kveða upp dóm um ákærurnar átján, sem einkum varða fjárdrátt og umboðssvik. Í bréfinu var málsaðilum gefið svigrúm til að tjá sig um málið í réttinum. Jón H. Snorrason saksóknari vísaði í máli sínu til eldri dóma en þar væru dæmi um sakfellingu í fjárdráttarmálum á grundvelli verknaðarlýsinga sem krafist sé og væru sambærilegar þeim sem fram koma í Baugsmálinu. Jón H. Snorrason sagði að loknu þinghaldinu í gær að hann væri ekki fyllilega viss um hverju dómararnir sæktust eftir með bréflegum athugasemdum sínum. "Svona bréf er ekki skrifað nema dómendur séu búnir að komast að niðurstöðu," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannssonar að loknu þinghaldinu í gær. "Bersýnilega telja þeir að annmarkar séu á ákærunum sem gerir það að verkum að ekki sé hægt að dæma efnislega í málinu. Og það sé heldur ekki hægt að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda." Gestur bendi á að síðasta skýrslutaka á þriggja ára ferli málsins hefði verið degi áður en ákærur voru gefnar út í sumar og ákæruvaldið hefði varla haft ráðrúm til að íhuga jafnt atriði sem lúta að sekt eða sýknu í anda laga um meðferð opinberra mála. "Það væri mjög sérkennileg niðurstaða miðað við sjálfstæði dómstóla og hlutleysi gagnvart sakborningum ef ákæra, sem ekki gæti leitt til sakfellis, fengi breytingu samkvæmd ábendingu frá dómara í þá veru að hún gæti leitt til sakfellingar," sagði Gestur ennfremur. Verjendur lögðu fram gögn um sakarkostnað í héraðsdómi í gær en dómendur þurfa að taka afstöðu til hans fari svo að málinu ljúki með frávísun. Sakarkostnaður í máli Jóns Ásgeirs nemur liðlega nítján milljónum króna en um fimm milljónum króna fyrir Jóhannes Jónsson.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira