Framtíðarleiðtoginn Geir Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 12. september 2005 00:01 Loksins er komið að því. Davíð Oddsson stígur niður og hefur þegar tilkynnt að Geir Hilmar Haarde verði arftaki hans. Síðasta pólitíska verk Davíðs verður að kjósa Geir á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Síðan segist hann ekki ætla að skipta sér af þeirri tíkinni. Það var búist við slag þegar Davíð ákvæði að hætta. Loks yrðu einhver átök í Sjálfstæðisflokknum sem sagður er leysa öll sín ágreiningsmál innanbúðar. Réttara er að sagt hafi verið að Davíð hafi haldið niðri öllum ágreiningi og leyfði engu að gjósa upp. Því voru margir utanflokks sem reiknuðu með því að Sjálfstæðisflokkurinn væru orðin að þvílíkum suðupotti að allt myndi springa þegar hann hætti að skipta sér af málum. Nú veit auðvitað engin hvort Davíð sé í raun að fara að hætta að skipta sér af Sjálfstæðisflokknum, líkt og hann sagði. Steingrímur Hermannsson reynir að skipta sér af Framsóknarflokknum, Svavar Gestsson af Vinstri grænum, Jón Baldvin af Samfylkingunni. Að minnsta kosti telja þeir sig allir vita hvað sé flokknum þeirra fyrir bestu. Ekki er hægt að útiloka að Davíð breytist í aftursætisbílstjóra þegar honum er farið að leiðast í Seðlabankanum og andinn kemur ekki yfir hann til að klambra saman nýrri bók. "Síðasta verk" Davíðs, að tryggja Geir formannssætið, virðist hannað til þess að koma í veg fyrir upplausn og sundrung innan Sjálfstæðisflokksins. Nú, allt í einu, eiga menn að vera sammála um að Geir sé augljós kostur og engin annar sé í stöðunni. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan að sumir sjálfstæðismennirnir voru sín á milli að ræða hvort ekki sé komin tími á að hoppa yfir Geirs kynslóð og líta frekar til vonarstjarnanna, líkt og Þorgerði Katrínu. Þá hafa allar raddir um að tími Björns Bjarnasonar sé loksins kominn gufað upp á svipuðum slóðum og stund Jóhönnu Sigurðardóttur. Það getur því orðið þrautin þyngri fyrir Geir að halda friðinn innan flokksins, sem kemur þó ekki almennilega í ljós fyrr en á öðrum landsfundi. Geir er sagður vinna öðruvísi meðal flokksmanna; duglegur, gáfaður og allt það. En miðað við að Geir hefur verið varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, og ekki síst, að hann hefur verið fjármálaráðherra frá 1998, vitum við kannski ekki svo mikið um hans skoðanir. Hvar hann stendur í flokknum miðað við þá stefnu sem flokkurinn hefur markað sér á landsfundum. Mun Geir reyna að breyta á einhvern hátt þeirri stefnu? Sumir vilja meina að hann tilheyri vinstri-armi flokksins. Mun þá hægri armurinn standa í vegi hans? Það verður einna helst þegar við sjáum hvernig Geir mun leysa úr slíkum árekstrum að við getum metið stöðu hans innan flokksins og hvort það hafi í raun verið Davíð sem faldi illdeilur innan flokksins eins og skítugu börnin hennar Evu.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Loksins er komið að því. Davíð Oddsson stígur niður og hefur þegar tilkynnt að Geir Hilmar Haarde verði arftaki hans. Síðasta pólitíska verk Davíðs verður að kjósa Geir á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Síðan segist hann ekki ætla að skipta sér af þeirri tíkinni. Það var búist við slag þegar Davíð ákvæði að hætta. Loks yrðu einhver átök í Sjálfstæðisflokknum sem sagður er leysa öll sín ágreiningsmál innanbúðar. Réttara er að sagt hafi verið að Davíð hafi haldið niðri öllum ágreiningi og leyfði engu að gjósa upp. Því voru margir utanflokks sem reiknuðu með því að Sjálfstæðisflokkurinn væru orðin að þvílíkum suðupotti að allt myndi springa þegar hann hætti að skipta sér af málum. Nú veit auðvitað engin hvort Davíð sé í raun að fara að hætta að skipta sér af Sjálfstæðisflokknum, líkt og hann sagði. Steingrímur Hermannsson reynir að skipta sér af Framsóknarflokknum, Svavar Gestsson af Vinstri grænum, Jón Baldvin af Samfylkingunni. Að minnsta kosti telja þeir sig allir vita hvað sé flokknum þeirra fyrir bestu. Ekki er hægt að útiloka að Davíð breytist í aftursætisbílstjóra þegar honum er farið að leiðast í Seðlabankanum og andinn kemur ekki yfir hann til að klambra saman nýrri bók. "Síðasta verk" Davíðs, að tryggja Geir formannssætið, virðist hannað til þess að koma í veg fyrir upplausn og sundrung innan Sjálfstæðisflokksins. Nú, allt í einu, eiga menn að vera sammála um að Geir sé augljós kostur og engin annar sé í stöðunni. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan að sumir sjálfstæðismennirnir voru sín á milli að ræða hvort ekki sé komin tími á að hoppa yfir Geirs kynslóð og líta frekar til vonarstjarnanna, líkt og Þorgerði Katrínu. Þá hafa allar raddir um að tími Björns Bjarnasonar sé loksins kominn gufað upp á svipuðum slóðum og stund Jóhönnu Sigurðardóttur. Það getur því orðið þrautin þyngri fyrir Geir að halda friðinn innan flokksins, sem kemur þó ekki almennilega í ljós fyrr en á öðrum landsfundi. Geir er sagður vinna öðruvísi meðal flokksmanna; duglegur, gáfaður og allt það. En miðað við að Geir hefur verið varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, og ekki síst, að hann hefur verið fjármálaráðherra frá 1998, vitum við kannski ekki svo mikið um hans skoðanir. Hvar hann stendur í flokknum miðað við þá stefnu sem flokkurinn hefur markað sér á landsfundum. Mun Geir reyna að breyta á einhvern hátt þeirri stefnu? Sumir vilja meina að hann tilheyri vinstri-armi flokksins. Mun þá hægri armurinn standa í vegi hans? Það verður einna helst þegar við sjáum hvernig Geir mun leysa úr slíkum árekstrum að við getum metið stöðu hans innan flokksins og hvort það hafi í raun verið Davíð sem faldi illdeilur innan flokksins eins og skítugu börnin hennar Evu.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar