Kjarasamningar séu í uppnámi 12. september 2005 00:01 Kjarasamningar eru í uppnámi að mati ASÍ vegna gríðarlegrar verðbólgu og hækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í 40 mánuði. Verðbólgan mælist nú 4,8 prósent. Samkvæmt Hagstofunni hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9 prósenmt undanfarna þrjá mánuði sem jafngildir 7,6 prósenta verðbólgu á ári. Að mati greiningardeildar Íslandsbanka þýðir þetta að verðbólgumörk Seðlabankans hafi verið rofin með áberandi hætti en meðal þess sem skýrir þessa þróun eru hækkun á húsnæðisverði og hækkun á olíuverði á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir verðbólguna meiri en það sem skilgreina megi sem stöðugt verðlag og umfram markmið Seðlabankans um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum. Lögum samkvæmt greinir Seðlabankinn ríkisstjórninni á næstunni frá ástæðum þess að verðbólgan hafi rofið efri þolmörk, en samkvæmt markmiðum bankans eru þau fjögur prósent. Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig í lok mánaðarins til að grípa enn frekar í taumana. Alþýðusamband Íslands segir þróunina mjög slæm tíðindi og áhyggjuefni því kaupmáttur launatekna hafi rýrnað hjá mörgum launþegum. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir verðbólguna setja forsendur kjarasamninga í uppnám. Það sé ljóst að óstöðugleikinn sé mikill í þjóðfélaginu. Þegar gengið hafi verið til kjarasamninga í fyrra hafi ASÍ vonast eftir því að verið væri að leggja grunn að stöðugleika en það hafi ekki gengið eftir. Ólafur Darri segir að staðan nú geri starf endurskoðunarnefndar um forsendur kjarasamninga vandasamara en ella og að brýnt sé að bregðast við og leita leiða til úrbóta. Ef nefndin komi sér ekki saman um viðbrögð geti einstök félög sagt upp kjarasamningum frá og með næstu áramótum. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Kjarasamningar eru í uppnámi að mati ASÍ vegna gríðarlegrar verðbólgu og hækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í 40 mánuði. Verðbólgan mælist nú 4,8 prósent. Samkvæmt Hagstofunni hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9 prósenmt undanfarna þrjá mánuði sem jafngildir 7,6 prósenta verðbólgu á ári. Að mati greiningardeildar Íslandsbanka þýðir þetta að verðbólgumörk Seðlabankans hafi verið rofin með áberandi hætti en meðal þess sem skýrir þessa þróun eru hækkun á húsnæðisverði og hækkun á olíuverði á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir verðbólguna meiri en það sem skilgreina megi sem stöðugt verðlag og umfram markmið Seðlabankans um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum. Lögum samkvæmt greinir Seðlabankinn ríkisstjórninni á næstunni frá ástæðum þess að verðbólgan hafi rofið efri þolmörk, en samkvæmt markmiðum bankans eru þau fjögur prósent. Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig í lok mánaðarins til að grípa enn frekar í taumana. Alþýðusamband Íslands segir þróunina mjög slæm tíðindi og áhyggjuefni því kaupmáttur launatekna hafi rýrnað hjá mörgum launþegum. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir verðbólguna setja forsendur kjarasamninga í uppnám. Það sé ljóst að óstöðugleikinn sé mikill í þjóðfélaginu. Þegar gengið hafi verið til kjarasamninga í fyrra hafi ASÍ vonast eftir því að verið væri að leggja grunn að stöðugleika en það hafi ekki gengið eftir. Ólafur Darri segir að staðan nú geri starf endurskoðunarnefndar um forsendur kjarasamninga vandasamara en ella og að brýnt sé að bregðast við og leita leiða til úrbóta. Ef nefndin komi sér ekki saman um viðbrögð geti einstök félög sagt upp kjarasamningum frá og með næstu áramótum.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira