Margt jákvætt í okkar leik 4. september 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. "Frammistaða okkar í fyrri hálfleik var góð. Við náðum að fylgja eftir því sem talað var um fyrir leikinn og sýndum oft á tíðum góðan leik. En króatíska liðið er sterkt og það kom berlega í ljós í seinni hálfleik. Við vorum ekki nægilega grimmir og leyfðum Króötunum að vera of lengi með boltann og þess vegna tókst þeim að byggja upp fleiri góðar sóknir. Það er hins vegar margt í þessum leik sem er jákvætt og vonandi getum við tekið þá hluti sem við gerðum vel með okkur í næstu leiki. Það hafa verið mikil batamerki á leik okkar að undanförnu og þeir ungu strákar sem komið hafa inn í liðið hafa staðið sig frábærlega." Eiður Smári er nú aðeins einu marki frá markameti Ríkarðs Jónssonar, en hann er sá Íslendingur sem skorað hefur flest mörk fyrir íslenska landsliðið, eða sautján í það heila. "Ég hugsa ekki um nein met þegar ég fer inn á völlinn til þess að spila. Auðvitað reyni ég alltaf að skora þegar ég spila fyrir Ísland en það er aðalatriðið að vinna leikina." Grétar Rafn Steinsson lék vel á hægri vængnum og olli oft usla í vörn Króatíu með krafti sínum. "Ég er auðvitað óánægður með að tapa leiknum, það gefur auga leið. Það er erfitt að útskýra það hvers vegna seinni hálfleikurinn var svona slakur. Fyrri hálfleikurinn var frábær og það var synd að geta ekki haldið áfram að spila eins í seinni hálfleik. En króatíska liðið sýndi styrk sinn í seinni hálfleik. Við einfaldlega réðum ekki við vel uppbyggðar sóknir liðsins en við verðum að vera samstilltir í leiknum gegn Búlgaríu og sýna að við getum spilað góðan fótbolta, eins og við gerðum í fyrri hálfleik." Íslenski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. "Frammistaða okkar í fyrri hálfleik var góð. Við náðum að fylgja eftir því sem talað var um fyrir leikinn og sýndum oft á tíðum góðan leik. En króatíska liðið er sterkt og það kom berlega í ljós í seinni hálfleik. Við vorum ekki nægilega grimmir og leyfðum Króötunum að vera of lengi með boltann og þess vegna tókst þeim að byggja upp fleiri góðar sóknir. Það er hins vegar margt í þessum leik sem er jákvætt og vonandi getum við tekið þá hluti sem við gerðum vel með okkur í næstu leiki. Það hafa verið mikil batamerki á leik okkar að undanförnu og þeir ungu strákar sem komið hafa inn í liðið hafa staðið sig frábærlega." Eiður Smári er nú aðeins einu marki frá markameti Ríkarðs Jónssonar, en hann er sá Íslendingur sem skorað hefur flest mörk fyrir íslenska landsliðið, eða sautján í það heila. "Ég hugsa ekki um nein met þegar ég fer inn á völlinn til þess að spila. Auðvitað reyni ég alltaf að skora þegar ég spila fyrir Ísland en það er aðalatriðið að vinna leikina." Grétar Rafn Steinsson lék vel á hægri vængnum og olli oft usla í vörn Króatíu með krafti sínum. "Ég er auðvitað óánægður með að tapa leiknum, það gefur auga leið. Það er erfitt að útskýra það hvers vegna seinni hálfleikurinn var svona slakur. Fyrri hálfleikurinn var frábær og það var synd að geta ekki haldið áfram að spila eins í seinni hálfleik. En króatíska liðið sýndi styrk sinn í seinni hálfleik. Við einfaldlega réðum ekki við vel uppbyggðar sóknir liðsins en við verðum að vera samstilltir í leiknum gegn Búlgaríu og sýna að við getum spilað góðan fótbolta, eins og við gerðum í fyrri hálfleik."
Íslenski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira