Ofbeldisbrotum fækkar í miðbænum 25. ágúst 2005 00:01 Skráðum ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur fækkaði um 40 prósent á fimm ára tímabili frá árinu 2000 til loka ársins 2004 samkvæmt úttekt sem gerð var fyrir lögregluna í Reykjavík og kynnt var í gær. Þykir lögregluyfirvöldum þetta sýna að umtalsverður árangur hefur náðst og þakka það helst öryggismyndavélum og breyttum opnunartíma skemmti- og veitingastaða. Samkvæmt úttektinni, sem unnin var af Boga Ragnarssyni, voru skráð 463 ofbeldismál á miðbæjarsvæðinu árið 2000 en allt árið 2004 voru skráð 282 slík mál í bækur lögreglu. Fækkaði því brotum um tæplega 200 á þessum árum. Skýrsluhöfundur bendir á nokkur líkleg atriði sem orsakir þessarar fækkunar ofbeldisverka og er þar helst til að telja breyttan opnunartíma skemmti- og veitingastaða en árið 2000 var opnunartími slíkra staða ekki jafn frjáls og hann síðar varð. Annar stór þáttur er uppsetning öryggismyndavéla víðs vegar í miðbænum á þessum tíma en forvarnargildi þeirra þykir ótvírætt jafnvel þó að gögn úr slíkum vélum hafi tíðum ekki verið notuð í ákærumálum. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir skýrsluna sýna svo ekki verði um villst að staða mála í miðbænum hafi batnað til mikilla muna þvert á það sem oft á tíðum fram kemur í fjölmiðlum. "Fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að mála skrattann á vegginn hvað miðborgina varðar. Atburðir sem þar gerast virðast fá meiri og stærri umfjallanir í fjölmiðlum en sams konar atvik annars staðar. Við höfum staðið fyrir rannsókn sem sýnir og sannar að þegar umfjöllun um miðborgina var lítil í fjölmiðlum jókst öryggistilfinning almennings til muna." Tvennt skekkir úttektina að nokkru leyti. Annars vegar er engin samanburður á því hvort brot voru almennt grófari eða vægari umrædd ár en ýmsir læknar telja líkamsárásir verða alvarlegri ár frá ári. Hins vegar er töluverður fjöldi brota sem aldrei er kærður eða kemur að öðru leyti ekki til kasta lögreglu og er því ómælanlegur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Skráðum ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur fækkaði um 40 prósent á fimm ára tímabili frá árinu 2000 til loka ársins 2004 samkvæmt úttekt sem gerð var fyrir lögregluna í Reykjavík og kynnt var í gær. Þykir lögregluyfirvöldum þetta sýna að umtalsverður árangur hefur náðst og þakka það helst öryggismyndavélum og breyttum opnunartíma skemmti- og veitingastaða. Samkvæmt úttektinni, sem unnin var af Boga Ragnarssyni, voru skráð 463 ofbeldismál á miðbæjarsvæðinu árið 2000 en allt árið 2004 voru skráð 282 slík mál í bækur lögreglu. Fækkaði því brotum um tæplega 200 á þessum árum. Skýrsluhöfundur bendir á nokkur líkleg atriði sem orsakir þessarar fækkunar ofbeldisverka og er þar helst til að telja breyttan opnunartíma skemmti- og veitingastaða en árið 2000 var opnunartími slíkra staða ekki jafn frjáls og hann síðar varð. Annar stór þáttur er uppsetning öryggismyndavéla víðs vegar í miðbænum á þessum tíma en forvarnargildi þeirra þykir ótvírætt jafnvel þó að gögn úr slíkum vélum hafi tíðum ekki verið notuð í ákærumálum. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir skýrsluna sýna svo ekki verði um villst að staða mála í miðbænum hafi batnað til mikilla muna þvert á það sem oft á tíðum fram kemur í fjölmiðlum. "Fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að mála skrattann á vegginn hvað miðborgina varðar. Atburðir sem þar gerast virðast fá meiri og stærri umfjallanir í fjölmiðlum en sams konar atvik annars staðar. Við höfum staðið fyrir rannsókn sem sýnir og sannar að þegar umfjöllun um miðborgina var lítil í fjölmiðlum jókst öryggistilfinning almennings til muna." Tvennt skekkir úttektina að nokkru leyti. Annars vegar er engin samanburður á því hvort brot voru almennt grófari eða vægari umrædd ár en ýmsir læknar telja líkamsárásir verða alvarlegri ár frá ári. Hins vegar er töluverður fjöldi brota sem aldrei er kærður eða kemur að öðru leyti ekki til kasta lögreglu og er því ómælanlegur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira