Þrjú lið áfram með fullt hús 20. ágúst 2005 00:01 Man. Utd, Tottenham og Charlton hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann fyrsta sigurinn en Newcastle á enn eftir að skora. Tottenham vann annan leikinn í röð 2-0 og er á toppnum á markatölu og ekki gladdi það stuðningsmenn Spurs minna að sjá Edgar Davids spila sinn fyrsta leik með liðinu. Jermain Defoe skoraði annan leikinn í röð og þar var glæsimark á ferðinni sem gladdi örugglega landsliðsþjálfarann Sven-Göran Eriksson sem var á vellinum. „Staða okkar í deildinni á þessum tímapuntki skipti okkur litlu. Af hverju ættum við að vera að missa okkur eftir aðeins tvo leiki. Það sem skiptir okkur mestu máli er að ná stöðugleika í liðið," sagði stjórinn Martin Jol eftir leikinn en hann var ánægður með Davids. „Þetta var hans fyrsti leikur í marga mánuði og hann var okkar hetja. Hann er nákvæmlega eins leikmaður og ég bjóst við og við erum bæði sterkari líkamlega og andlega með hann innanborðs." Ruud kominn í gang Manchester United vann sanngjarnan sigur á Aston Villa þótt aðeins potmark Ruud van Nistelrooy á 66. mínútu hafi skilið á milli liðanna. Aston Villa hugsaði nær eingöngu um að verjast í leiknum. Sir Alex Ferguson var ánægður með Hollendinginn og hefur sett kröfu um að hann brjóti 30 marka múrinn í vetur. „Það er mjög mikilvægt fyrir liðið að Ruud skori því hann er óstöðvandi þegar hann kemst í gang. Á fyrstu tveimur tímabilunum skoraði hann 36 og 44 mörk og hann getur vel skorað svo mörg mörk aftur," sagði Alex en Ruud sjálfur játaði það að hafa oft spilað betur. „Ég viðurkenni að ég spilaði ekki vel en það er alltaf gott að skora. Þrjú mörk í þremur leikjum er frábær byrjun og það er mjög mikilvægt fyrir mig að vera farinn að skora á ný og sem betur fer var ég á réttum stað á réttum tíma í dag," sagði Nistelrooy eftir leik. Liverpool vann sinn fyrsta sigur þegar liðið vann Sunderland 1-0. Xabi Alonso skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. Frammistaða liðsins var þó ekki glæsileg og slök byrjun Evrópumeistaranna hefur kallað á gagnrýnisraddir. „Það var ekkert flæði í okkar leik en eftir erfiða viku þar sem fullt að mönnum voru að spila með sínum landsliðum í 90 mínútur þá var það mikilvægast fyrir okkur að ná í þrjú sitg," sagði stjórinn Rafael Benitez eftir leikinn. Bent byrjar vel hjá Charlton Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Charlton eru einnig á sigurbraut og það var nýi leikmaður liðsins Darren Bent sem skoraði sigurmarkið gegn nýliðum Wigan með skalla eftir fyrirgjöf Danny Murphy. Bent, sem var keyptur frá Ipswich fyrir tímabilið, kórónaði þar með frábæra viku en hann skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum, var valinn í enska landsliðið í vikunni og skoraði svo sitt þriðja mark í tveimur leikjum í gær. Alan Shearer og félagar í Newcastle gerðu markalaust jafntefli á heimavelli gegn nýliðum West Ham og eiga því enn eftir að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu en Geoff Horsfield skoraði hinsvegar tvö mörk fyrir West Bromwich sem vann 2-1 sigur á Portsmouth. Blackburn og Man City unnu einnig góða sigri í gær og það var Andy Cole sem tryggði Manchester City góðan útisigur á Birmingham með laglegu marki. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sjá meira
Man. Utd, Tottenham og Charlton hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann fyrsta sigurinn en Newcastle á enn eftir að skora. Tottenham vann annan leikinn í röð 2-0 og er á toppnum á markatölu og ekki gladdi það stuðningsmenn Spurs minna að sjá Edgar Davids spila sinn fyrsta leik með liðinu. Jermain Defoe skoraði annan leikinn í röð og þar var glæsimark á ferðinni sem gladdi örugglega landsliðsþjálfarann Sven-Göran Eriksson sem var á vellinum. „Staða okkar í deildinni á þessum tímapuntki skipti okkur litlu. Af hverju ættum við að vera að missa okkur eftir aðeins tvo leiki. Það sem skiptir okkur mestu máli er að ná stöðugleika í liðið," sagði stjórinn Martin Jol eftir leikinn en hann var ánægður með Davids. „Þetta var hans fyrsti leikur í marga mánuði og hann var okkar hetja. Hann er nákvæmlega eins leikmaður og ég bjóst við og við erum bæði sterkari líkamlega og andlega með hann innanborðs." Ruud kominn í gang Manchester United vann sanngjarnan sigur á Aston Villa þótt aðeins potmark Ruud van Nistelrooy á 66. mínútu hafi skilið á milli liðanna. Aston Villa hugsaði nær eingöngu um að verjast í leiknum. Sir Alex Ferguson var ánægður með Hollendinginn og hefur sett kröfu um að hann brjóti 30 marka múrinn í vetur. „Það er mjög mikilvægt fyrir liðið að Ruud skori því hann er óstöðvandi þegar hann kemst í gang. Á fyrstu tveimur tímabilunum skoraði hann 36 og 44 mörk og hann getur vel skorað svo mörg mörk aftur," sagði Alex en Ruud sjálfur játaði það að hafa oft spilað betur. „Ég viðurkenni að ég spilaði ekki vel en það er alltaf gott að skora. Þrjú mörk í þremur leikjum er frábær byrjun og það er mjög mikilvægt fyrir mig að vera farinn að skora á ný og sem betur fer var ég á réttum stað á réttum tíma í dag," sagði Nistelrooy eftir leik. Liverpool vann sinn fyrsta sigur þegar liðið vann Sunderland 1-0. Xabi Alonso skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. Frammistaða liðsins var þó ekki glæsileg og slök byrjun Evrópumeistaranna hefur kallað á gagnrýnisraddir. „Það var ekkert flæði í okkar leik en eftir erfiða viku þar sem fullt að mönnum voru að spila með sínum landsliðum í 90 mínútur þá var það mikilvægast fyrir okkur að ná í þrjú sitg," sagði stjórinn Rafael Benitez eftir leikinn. Bent byrjar vel hjá Charlton Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Charlton eru einnig á sigurbraut og það var nýi leikmaður liðsins Darren Bent sem skoraði sigurmarkið gegn nýliðum Wigan með skalla eftir fyrirgjöf Danny Murphy. Bent, sem var keyptur frá Ipswich fyrir tímabilið, kórónaði þar með frábæra viku en hann skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum, var valinn í enska landsliðið í vikunni og skoraði svo sitt þriðja mark í tveimur leikjum í gær. Alan Shearer og félagar í Newcastle gerðu markalaust jafntefli á heimavelli gegn nýliðum West Ham og eiga því enn eftir að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu en Geoff Horsfield skoraði hinsvegar tvö mörk fyrir West Bromwich sem vann 2-1 sigur á Portsmouth. Blackburn og Man City unnu einnig góða sigri í gær og það var Andy Cole sem tryggði Manchester City góðan útisigur á Birmingham með laglegu marki.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sjá meira