Lækkum matarskattinn strax! 18. ágúst 2005 00:01 Matarskattur - Össur Skarphéðinsson alþingismaður Lækkun á matarskattinum er sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta. Hún nýtist öllum – tekjulágum sem efnuðum – en þó hlutfallslega mest þeim sem hafa lágar tekjur og mikla framfærslu. Lækkun matarskattsins er því afar góð aðferð til að auka kaupmátt hjá öldruðum og barnafjölskyldum. Svo vinnur lækkun matarskattsins líka gegn verðbólgunni. Vegna tengsla skulda og verðbólgu myndi því lækkun matarskattsins líka lækka skuldir landsmanna. Lækkun matarskattsins er því ein ákjósanlegasta og sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta sem völ er á um þessar mundir. Það er merkilegt að í öllu góðærinu skuli stjórnarflokkarnir einungis velta upp hugmyndum um breytingar á skattakerfinu sem gagnast hinum efnameiri. Stjórnmálamenn á uppleið – einsog Einar K. Guðfinnsson – leggja meira að segja til breytingar á skattkerfinu sem beinlínis vinna gegn hag tekjulágra og millitekjufólks eins og hugmynd hans um afnám vaxtabóta felur í sér. Þetta viðhorf varð líka ofan á þegar ríkisstjórnin samþykkti tekjuskattalækkun sína á síðasta þingi. Þá fengu ofurlaunamennirnir í sinn vasa 25-30 sinnum meiri lækkun en ræstingakonan sem heldur skrifstofunni þeirra hreinni. Á Íslandi hefur fram á allra síðustu ár verið sammæli meðal þjóðarinnar um ákveðinn jöfnuð. Þetta hefur breyst. Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin – vitandi eða óafvitandi – stöðugt verið að færa hlutfallslega meira af sameiginlegum skattbyrðum yfir á herðar millitekjufólks og þeirra sem hafa lágar tekjur. Það gerist með tvennum hætti. Annars vegar með því að skattfrelsismörkin hækka ekki í takt við laun þannig að fólk með lágar tekjur er sífellt að greiða skatt af hærri hluta tekna en áður. Hins vegar er stöðugt verið að fjármagna lækkun tekjuskattsprósentunnar með felusköttum sem birtast í hækkunum á hvers kyns gjöldum – sem allir greiða jafnt án tillits til tekna sinna. Af þessari braut verður að snúa. Við þurfum meiri jöfnuð í okkar samfélag þar sem stöðugt er að gliðna á milli hinna efnuðu og þeirra tekjulægri. Góð leið til að vinna gegn þessari þróun er að lækka matarskattinn. Útgjöld íslenskra heimila mætti lækka um fimm milljarða ef ríkisstjórnin samþykkti tillögu Samfylkingarinnar frá síðustu þingi um um að lækka matarskattinn svokallaða um helming – eða úr 14 í 7%. Slík lækkun gagnast þeim hlutfallslega mest sem hafa úr minnstu að spila. Ástæðan er einföld. Allir þurfa að kaupa sér brýnar nauðþurftir einsog kjöt, mjólk, grænmeti, fisk, brauð og mjölvöru. Við höfum lagt til að það svigrúm sem er til skattalækkana vegna góðæris verði notað í að lækka virðisaukaskattinn af þessum varningi – hinn svokallaða matarskatt. Eftir því sem menn hafa minni ráðstöfunartekjur og fleiri munna að metta hækkar það hlutfall af ráðstöfunartekjum fjölskyldnanna sem þarf að verja í lífsnauðsynlegan varning af þessu tagi. Lækkun matarskattsins myndi því hlutfallslega gagnast best þeim landsmönnum sem hafa lágar tekjur eða mikla framfærslu, eins og barnafjölskyldunum, öldruðum – og öryrkjum sem aldrei má nefna án þess að jakkafataliðið í verðbréfabransanum fái grænar bólur. Verðbólga er um þessar mundir komin á skrið. Lækkun matarskattsins dregur úr líkum á því að hún fari úr böndum. Ástæðan er sú, að lækkun matarskattsins úr 14% í 7% mun lækka neysluvísitöluna um allt að 0,8% skv. upplýsingum sem við í Samfylkingunni höfum aflað frá opinberum stofnunum. Um leið stuðlar hún að því að lækka skuldir heimilanna – því þær eru beintengdar við verðbólguna. Lækkun matarskattsins dregur úr verðbólgu og þar með stuðlar hún að auknum friði á vinnumarkaði. Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin íhugar að segja upp kjarasamningum vegna óhóflegrar verðbólgu. Lægra matarverð dregur úr líkum á því – um leið og slík lækkun bætir hlutfallslega mest kjör þeirra sem minnst hafa. Er ekki kominn tími til að hugsa nú einu sinni um ræstingakonuna umfram bankastjórann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Matarskattur - Össur Skarphéðinsson alþingismaður Lækkun á matarskattinum er sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta. Hún nýtist öllum – tekjulágum sem efnuðum – en þó hlutfallslega mest þeim sem hafa lágar tekjur og mikla framfærslu. Lækkun matarskattsins er því afar góð aðferð til að auka kaupmátt hjá öldruðum og barnafjölskyldum. Svo vinnur lækkun matarskattsins líka gegn verðbólgunni. Vegna tengsla skulda og verðbólgu myndi því lækkun matarskattsins líka lækka skuldir landsmanna. Lækkun matarskattsins er því ein ákjósanlegasta og sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta sem völ er á um þessar mundir. Það er merkilegt að í öllu góðærinu skuli stjórnarflokkarnir einungis velta upp hugmyndum um breytingar á skattakerfinu sem gagnast hinum efnameiri. Stjórnmálamenn á uppleið – einsog Einar K. Guðfinnsson – leggja meira að segja til breytingar á skattkerfinu sem beinlínis vinna gegn hag tekjulágra og millitekjufólks eins og hugmynd hans um afnám vaxtabóta felur í sér. Þetta viðhorf varð líka ofan á þegar ríkisstjórnin samþykkti tekjuskattalækkun sína á síðasta þingi. Þá fengu ofurlaunamennirnir í sinn vasa 25-30 sinnum meiri lækkun en ræstingakonan sem heldur skrifstofunni þeirra hreinni. Á Íslandi hefur fram á allra síðustu ár verið sammæli meðal þjóðarinnar um ákveðinn jöfnuð. Þetta hefur breyst. Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin – vitandi eða óafvitandi – stöðugt verið að færa hlutfallslega meira af sameiginlegum skattbyrðum yfir á herðar millitekjufólks og þeirra sem hafa lágar tekjur. Það gerist með tvennum hætti. Annars vegar með því að skattfrelsismörkin hækka ekki í takt við laun þannig að fólk með lágar tekjur er sífellt að greiða skatt af hærri hluta tekna en áður. Hins vegar er stöðugt verið að fjármagna lækkun tekjuskattsprósentunnar með felusköttum sem birtast í hækkunum á hvers kyns gjöldum – sem allir greiða jafnt án tillits til tekna sinna. Af þessari braut verður að snúa. Við þurfum meiri jöfnuð í okkar samfélag þar sem stöðugt er að gliðna á milli hinna efnuðu og þeirra tekjulægri. Góð leið til að vinna gegn þessari þróun er að lækka matarskattinn. Útgjöld íslenskra heimila mætti lækka um fimm milljarða ef ríkisstjórnin samþykkti tillögu Samfylkingarinnar frá síðustu þingi um um að lækka matarskattinn svokallaða um helming – eða úr 14 í 7%. Slík lækkun gagnast þeim hlutfallslega mest sem hafa úr minnstu að spila. Ástæðan er einföld. Allir þurfa að kaupa sér brýnar nauðþurftir einsog kjöt, mjólk, grænmeti, fisk, brauð og mjölvöru. Við höfum lagt til að það svigrúm sem er til skattalækkana vegna góðæris verði notað í að lækka virðisaukaskattinn af þessum varningi – hinn svokallaða matarskatt. Eftir því sem menn hafa minni ráðstöfunartekjur og fleiri munna að metta hækkar það hlutfall af ráðstöfunartekjum fjölskyldnanna sem þarf að verja í lífsnauðsynlegan varning af þessu tagi. Lækkun matarskattsins myndi því hlutfallslega gagnast best þeim landsmönnum sem hafa lágar tekjur eða mikla framfærslu, eins og barnafjölskyldunum, öldruðum – og öryrkjum sem aldrei má nefna án þess að jakkafataliðið í verðbréfabransanum fái grænar bólur. Verðbólga er um þessar mundir komin á skrið. Lækkun matarskattsins dregur úr líkum á því að hún fari úr böndum. Ástæðan er sú, að lækkun matarskattsins úr 14% í 7% mun lækka neysluvísitöluna um allt að 0,8% skv. upplýsingum sem við í Samfylkingunni höfum aflað frá opinberum stofnunum. Um leið stuðlar hún að því að lækka skuldir heimilanna – því þær eru beintengdar við verðbólguna. Lækkun matarskattsins dregur úr verðbólgu og þar með stuðlar hún að auknum friði á vinnumarkaði. Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin íhugar að segja upp kjarasamningum vegna óhóflegrar verðbólgu. Lægra matarverð dregur úr líkum á því – um leið og slík lækkun bætir hlutfallslega mest kjör þeirra sem minnst hafa. Er ekki kominn tími til að hugsa nú einu sinni um ræstingakonuna umfram bankastjórann?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar