Ég mun alltaf svara kallinu 17. ágúst 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagðist í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær mjög ánægður með sigurinn og að hann hefði svarað gagnrýnisröddum sem hefðu verið á stjá í allt sumar. „Það voru einhverjar vangaveltur um að ég hefði verið að gera mér upp meiðsli í leiknum gegn Króatíu ytra fyrr í sumar en ég sýndi það í þessum leik að ég mun alltaf svara kalli landsliðsins," sagði Eiður, sem tekinn var af velli í leik Chelsea og Wigan um síðustu helgi vegna meiðsla og var um tíma efast um að hann gæti tekið þátt í leiknum í gærkvöld. Eiður lék hins vegar allar 90 mínúturnar og gaf sig allan í leikinn. „Við höfðum þetta í hendi okkar allan tímann og þetta var sanngjarn sigur," sagði Eiður. Logi Ólafsson, annar landsliðsþjálfaranna, tók í sama streng og kvaðst mjög ánægður með framgöngu lærisveina sinna. „Leikurinn fór nánast eins og við höfðum lagt hann upp. Við ætluðum okkur að fara framar með liðið en við höfum verið að gera í síðustu leikjum og reyna að láta boltann ganga betur innan liðsins. Þetta voru þau markmið sem við settum okkur fyrir leikinn; að láta liðið spila sem eina heild og það tókst," sagði Logi en ítrekaði jafnframt að liðið myndi ekki ofmetnast þrátt fyrir öruggan sigur gegn liði sem er rúmlega helmingi ofar á styrkleikalista FIFA: „Þetta eru vissulega jákvæð úrslit fyrir okkur en við vitum að vítin eru til að varast. Við unnum góðan sigur á Ítölum á sama tíma í fyrra en misstum síðan niður um okkur buxurnar í næstu leikjum á eftir," bætti Logi við og greinilegt að hann ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda íslenska liðinu á jörðinni þrátt fyrir sannfærandi sigur í gær. Íslenski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagðist í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær mjög ánægður með sigurinn og að hann hefði svarað gagnrýnisröddum sem hefðu verið á stjá í allt sumar. „Það voru einhverjar vangaveltur um að ég hefði verið að gera mér upp meiðsli í leiknum gegn Króatíu ytra fyrr í sumar en ég sýndi það í þessum leik að ég mun alltaf svara kalli landsliðsins," sagði Eiður, sem tekinn var af velli í leik Chelsea og Wigan um síðustu helgi vegna meiðsla og var um tíma efast um að hann gæti tekið þátt í leiknum í gærkvöld. Eiður lék hins vegar allar 90 mínúturnar og gaf sig allan í leikinn. „Við höfðum þetta í hendi okkar allan tímann og þetta var sanngjarn sigur," sagði Eiður. Logi Ólafsson, annar landsliðsþjálfaranna, tók í sama streng og kvaðst mjög ánægður með framgöngu lærisveina sinna. „Leikurinn fór nánast eins og við höfðum lagt hann upp. Við ætluðum okkur að fara framar með liðið en við höfum verið að gera í síðustu leikjum og reyna að láta boltann ganga betur innan liðsins. Þetta voru þau markmið sem við settum okkur fyrir leikinn; að láta liðið spila sem eina heild og það tókst," sagði Logi en ítrekaði jafnframt að liðið myndi ekki ofmetnast þrátt fyrir öruggan sigur gegn liði sem er rúmlega helmingi ofar á styrkleikalista FIFA: „Þetta eru vissulega jákvæð úrslit fyrir okkur en við vitum að vítin eru til að varast. Við unnum góðan sigur á Ítölum á sama tíma í fyrra en misstum síðan niður um okkur buxurnar í næstu leikjum á eftir," bætti Logi við og greinilegt að hann ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda íslenska liðinu á jörðinni þrátt fyrir sannfærandi sigur í gær.
Íslenski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira