Eðlilegt að dómarar vikju 16. ágúst 2005 00:01 MYND/E.Ól Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær. Í Íslandi í dag í gær var Brynjar inntur eftir því hvort vanhæfi Jóns Steinar Gunnlaugssonar í málinu, ef það færi til Hæstaréttar, hefði áhrif á hæfi réttarins sjálfs. Hann svaraði því til að svo gæti verið. Aðrir hæstaréttardómarar væru samstarfsmenn Jóns Steinars og því þyrfti að ryðja réttinn og skipan nýja dómara. Það hefði verið gert áður. Spuður hvort hann ætti von á því að það gerðist sagði Brynjar að það kæmi honum alla vega ekki á óvart og aðspurður sagðist hann telja það eðlilegt. Á áttunda áratugnum fór mál fyrir Hæstarétt þar sem stefnandi í málinu, Þór Vilhjálmsson, var orðinn hæstaréttadómari. Þá vék allur Hæstiréttur en það er undir dómurunum sjálfum komið hvort þeir víki eður ei. Þeir sem tóku við þá voru flestir úr lögmannastétt, en gildir til setu í Hæstarétti eru til dæmis lagaprófessorar, héraðsdómarar og hæstaréttalögmenn. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, segir þó mál Jóns Steinars ekki sambærilegt máli Þórs Vilhjálmssonar því Þór hafi verið aðili málsins í Hæstarétti, þ.e. stefnandi. Jón Steinar er ekki aðili málsins þegar það fer fyrir Hæstarétt þótt hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers við rannsókn málsins. Magnús segir Jón Steinar því ekki jafntengdan málinu og Þór var fyrir tæpum þremur áratugum og þar af leiðandi sé í raun ekki hægt að vísa á tilfelli Þórs sem fordæmi í að ryðja allan réttinn og skipa nýjan. Það reynir þó ekki á setu dómara Hæstaréttar, það er hvort aðrir hæstaréttardómarar en Jón Steinar komi til með að víkja og skipa þurfi nýjan dóm, fyrr en Baugmálið fer fyrir Hæstarétt. Þegar fréttastofan náði í Jón Steinar í dag neitaði hann að tjá sig um málið. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær. Í Íslandi í dag í gær var Brynjar inntur eftir því hvort vanhæfi Jóns Steinar Gunnlaugssonar í málinu, ef það færi til Hæstaréttar, hefði áhrif á hæfi réttarins sjálfs. Hann svaraði því til að svo gæti verið. Aðrir hæstaréttardómarar væru samstarfsmenn Jóns Steinars og því þyrfti að ryðja réttinn og skipan nýja dómara. Það hefði verið gert áður. Spuður hvort hann ætti von á því að það gerðist sagði Brynjar að það kæmi honum alla vega ekki á óvart og aðspurður sagðist hann telja það eðlilegt. Á áttunda áratugnum fór mál fyrir Hæstarétt þar sem stefnandi í málinu, Þór Vilhjálmsson, var orðinn hæstaréttadómari. Þá vék allur Hæstiréttur en það er undir dómurunum sjálfum komið hvort þeir víki eður ei. Þeir sem tóku við þá voru flestir úr lögmannastétt, en gildir til setu í Hæstarétti eru til dæmis lagaprófessorar, héraðsdómarar og hæstaréttalögmenn. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, segir þó mál Jóns Steinars ekki sambærilegt máli Þórs Vilhjálmssonar því Þór hafi verið aðili málsins í Hæstarétti, þ.e. stefnandi. Jón Steinar er ekki aðili málsins þegar það fer fyrir Hæstarétt þótt hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers við rannsókn málsins. Magnús segir Jón Steinar því ekki jafntengdan málinu og Þór var fyrir tæpum þremur áratugum og þar af leiðandi sé í raun ekki hægt að vísa á tilfelli Þórs sem fordæmi í að ryðja allan réttinn og skipa nýjan. Það reynir þó ekki á setu dómara Hæstaréttar, það er hvort aðrir hæstaréttardómarar en Jón Steinar komi til með að víkja og skipa þurfi nýjan dóm, fyrr en Baugmálið fer fyrir Hæstarétt. Þegar fréttastofan náði í Jón Steinar í dag neitaði hann að tjá sig um málið.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira