Nálægt því að vera lögbrot 16. júlí 2005 00:01 "Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum. Hann segir þá ákvörðun Nóatúns að gefa bjór með hverju seldu gasgrilli sé ansi nálægt því að vera lögbrot en verslunin tilkynnti í gær að bjórgjöfunum yrði hætt samkvæmt kröfum Lögreglunnar í Reykjavík. Talsvert seldist af viðkomandi gasgrillum hjá versluninni en í kaupbæti var bæði gos og talsvert magn bjórs og voru rök Nóatúnsmanna þau að engin ákvæði væru í lögum um að ekki mætti gefa bjór. Er það enn sem komið er óljóst hvort svo er en lögreglan hyggst fá úr því skorið eftir helgina. Guðni segir þetta eðlilegt framhald á þeim auglýsingum sem birtst hafa með æ grófari hætti undanfarna mánuði og átelur þær stofnanir sem eftirlit eiga að hafa fyrir aðgerðaleysi. "Hér birtist hver auglýsingin á fætur annarri þar sem áfengi er auglýst án athugasemda frá til dæmis Lýðheilsustöð og því er kannski eðlilegt að verslunareigendur færi sig upp á skaftið eins og gerist í þessu tilfelli Nóatúns. Ég skal ekki fullyrða að um lögbrot sé að ræða enda hefur slíkt prófmál aldrei farið fyrir dómstóla og því telja menn sig geta túlkað áfengislögin með sínum hætti." Fræðslumiðstöðin hefur komið athugasemdum sínum vegna áfengisauglýsinga á framfæri við dómsmálaráðherra sem hefur látið þau orð falla að lögin standist og ekki sé hægt að túlka þau eftir höfði hvers og eins. Björn Bjarnason svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna þessa þegar eftir því var leitað. Kristinn Skúlason, markaðsstjóri Nóatúns, sagði verslunina ekki hafa í hyggju að brjóta lög og því hefði verið auðsótt að fjarlægja bjórinn úr verslununum. "Nú fylgjumst við með hvað verður enda stendur okkar hugur til að bjóða almenningu léttvín og bjór í verslunum og kannski verður þetta til að auka almenna umræðu um þessi mál." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
"Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum. Hann segir þá ákvörðun Nóatúns að gefa bjór með hverju seldu gasgrilli sé ansi nálægt því að vera lögbrot en verslunin tilkynnti í gær að bjórgjöfunum yrði hætt samkvæmt kröfum Lögreglunnar í Reykjavík. Talsvert seldist af viðkomandi gasgrillum hjá versluninni en í kaupbæti var bæði gos og talsvert magn bjórs og voru rök Nóatúnsmanna þau að engin ákvæði væru í lögum um að ekki mætti gefa bjór. Er það enn sem komið er óljóst hvort svo er en lögreglan hyggst fá úr því skorið eftir helgina. Guðni segir þetta eðlilegt framhald á þeim auglýsingum sem birtst hafa með æ grófari hætti undanfarna mánuði og átelur þær stofnanir sem eftirlit eiga að hafa fyrir aðgerðaleysi. "Hér birtist hver auglýsingin á fætur annarri þar sem áfengi er auglýst án athugasemda frá til dæmis Lýðheilsustöð og því er kannski eðlilegt að verslunareigendur færi sig upp á skaftið eins og gerist í þessu tilfelli Nóatúns. Ég skal ekki fullyrða að um lögbrot sé að ræða enda hefur slíkt prófmál aldrei farið fyrir dómstóla og því telja menn sig geta túlkað áfengislögin með sínum hætti." Fræðslumiðstöðin hefur komið athugasemdum sínum vegna áfengisauglýsinga á framfæri við dómsmálaráðherra sem hefur látið þau orð falla að lögin standist og ekki sé hægt að túlka þau eftir höfði hvers og eins. Björn Bjarnason svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna þessa þegar eftir því var leitað. Kristinn Skúlason, markaðsstjóri Nóatúns, sagði verslunina ekki hafa í hyggju að brjóta lög og því hefði verið auðsótt að fjarlægja bjórinn úr verslununum. "Nú fylgjumst við með hvað verður enda stendur okkar hugur til að bjóða almenningu léttvín og bjór í verslunum og kannski verður þetta til að auka almenna umræðu um þessi mál."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira