Kona játaði aðild að morðinu 13. júlí 2005 00:01 Desireé Oberholzer, 43 ára gömul kona, sem handtekin var í tengslum við morðið á Gísla Þorkelssyni, 54 ára gömlum Íslendingi búsettum í Suður-Afríku, játaði í gær aðild að málinu. Einnig situr í haldi vegna málsins 28 ára gamall maður að nafni Willie Theron. Þau voru leidd fyrir dómara í Boksburg í Suður-Afríku í gær, en réttað verður í máli þeirra 22. ágúst. Fólkið er sakað um morð, þjófnað, fjársvik og um að hindra framgang réttvísinnar. Nafn Gísla var gert opinbert í gær eftir að haft hafði verið samband við hans nánustu ættingja, en hann á fjögur eldri systkyni og uppkominn son sem býr á Íslandi. Vinkona Gísla í Jóhannesarborg bar í gærmorgun kennsl á lík hans í líkhúsinu í Germiston, en lögregla hafði óttast að það tæki langan tíma vegna þess hve rotnun líksins var langt á veg komin. Líkið var falið í ruslatunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sást í fæturna og hafði verið þar í um fimm vikur. Tunnan var geymd í bakgarði leigusala Willies Therons í norðurhluta Boksburg, úthverfi Jóhannesarborgar. Sá fann líkið fyrir tilviljun þegar hann færði til tunnuna. Ekki hefur enn verið skorið úr um hvernig parið myrti Gísla en Andy Pieke, talsmaður lögreglu, segir standa til að krufning fari fram í dag. Gísli er sagður hafa kynnst konunni fyrir nokkru síðan en þegar parið sem grunað er um að hafa myrt hann var handtekið höfðu þau meðal annars selt bíl hans. Þá höfðu þau reynt að komast yfir peninga á bankareikningi Gísla en ekki tekist. Smári Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra, sagði málið alfarið vera á könnu lögregluyfirvalda í Suður-Afríku. Embættið hafi engu síður haft fregnir af rannsókn málsins frá lögreglu þar. "Ekkert formlegt, heldur bara í síma," segir hann og taldi lögreglu ytra furða sig nokkuð á athyglinni sem málið vekti hér heima. "Þeir fá sennilega jafnmörg mál á dag og við á nokkrum árum." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Desireé Oberholzer, 43 ára gömul kona, sem handtekin var í tengslum við morðið á Gísla Þorkelssyni, 54 ára gömlum Íslendingi búsettum í Suður-Afríku, játaði í gær aðild að málinu. Einnig situr í haldi vegna málsins 28 ára gamall maður að nafni Willie Theron. Þau voru leidd fyrir dómara í Boksburg í Suður-Afríku í gær, en réttað verður í máli þeirra 22. ágúst. Fólkið er sakað um morð, þjófnað, fjársvik og um að hindra framgang réttvísinnar. Nafn Gísla var gert opinbert í gær eftir að haft hafði verið samband við hans nánustu ættingja, en hann á fjögur eldri systkyni og uppkominn son sem býr á Íslandi. Vinkona Gísla í Jóhannesarborg bar í gærmorgun kennsl á lík hans í líkhúsinu í Germiston, en lögregla hafði óttast að það tæki langan tíma vegna þess hve rotnun líksins var langt á veg komin. Líkið var falið í ruslatunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sást í fæturna og hafði verið þar í um fimm vikur. Tunnan var geymd í bakgarði leigusala Willies Therons í norðurhluta Boksburg, úthverfi Jóhannesarborgar. Sá fann líkið fyrir tilviljun þegar hann færði til tunnuna. Ekki hefur enn verið skorið úr um hvernig parið myrti Gísla en Andy Pieke, talsmaður lögreglu, segir standa til að krufning fari fram í dag. Gísli er sagður hafa kynnst konunni fyrir nokkru síðan en þegar parið sem grunað er um að hafa myrt hann var handtekið höfðu þau meðal annars selt bíl hans. Þá höfðu þau reynt að komast yfir peninga á bankareikningi Gísla en ekki tekist. Smári Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra, sagði málið alfarið vera á könnu lögregluyfirvalda í Suður-Afríku. Embættið hafi engu síður haft fregnir af rannsókn málsins frá lögreglu þar. "Ekkert formlegt, heldur bara í síma," segir hann og taldi lögreglu ytra furða sig nokkuð á athyglinni sem málið vekti hér heima. "Þeir fá sennilega jafnmörg mál á dag og við á nokkrum árum."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira