Jón Á. ákærður fyrir fjárdrátt? 6. júlí 2005 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða. Þá segir í blaðinu að Jón Ásgeir hafi þegið lán sem stangaðist á við skattalög í tengslum við kaup Baugs á íslensku verslanakeðjunni 10-11 árið 1999. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist ekki geta tjáð sig um efni ákærunnar á þessu stigi. Viðræður eru langt komnar á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Somerfield en samkvæmt breskum fjölmiðlum vilja félög, sem standa að kauptilboði í fyrirtækið ásamt Baugi, að Baugur dragi sig út úr hópnum vegna málsins. Þegar fréttastofan hafði samband við stjórnendur Barclays í dag sögðu þeir af yfirlýst stefna hópsins væri að tjá sig ekki um málið að svo stöddu og að breskir blaðamenn hafi ekki fengið upplýsingar hjá þeim fyrirtækjum sem standa að tilboðinu með Baugi. Gestur segist þó hafa áhyggjur af málinu og að góðir hlutir verði eyðilagðir. Jón Ásgeir sagði í samtali við fréttastofuna að síðustu daga hafi verið fundað með viðskiptamönnum félagsins og fulltrúum banka og útskýrt út á hvað kærumálið gangi. Reynt sé nú að forða félaginu frá frekara tjóni en hann vildi ekki segja hvort Baugur dragi sig út úr hópnum. Sakborningarnir sex í Baugsmálinu hafa nú fengið afhentar ákærur vegna málsins en lögmenn þeirra hafa ákveðið að þær verði ekki gerðar opinberar á næstunni. Fyrst verði að undirbúa málið vel. Aðspurður hvort hann sé ekki nógu vel undirbúinn núna til að svara spurningum fjölmiðla, m.a. með hliðsjón af því að þrjú ár séu síðan húsleitin átti sér stað, segist Gestur ekki telja svo vera fyrr en það liggi fyrir á hverju ákærurnar séu byggðar. Jóhannes Jónsson sagði í samtali við fréttastofuna að ekkert gruggugt væri á seyði innan fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið verða fyrir ofsóknum eins og þær gerðust svæsnastar og að það tjón sem málið hefði nú þegar valdið þjóðinni í gjaldeyrisöflun væri með ólíkindum. En Gestur viðurkennir að líklega sé best að flýta málinu og birtingu ákæru til að koma í veg fyrir allan misskilning. „Þetta bara snýst um þá almennu varfærni að vilja fara í gegnum þau gögn sem þetta er byggt á þannig að þau svör sem veitt verða verði byggð á gögnunum en engu öðru,“ segir Gestur. Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða. Þá segir í blaðinu að Jón Ásgeir hafi þegið lán sem stangaðist á við skattalög í tengslum við kaup Baugs á íslensku verslanakeðjunni 10-11 árið 1999. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist ekki geta tjáð sig um efni ákærunnar á þessu stigi. Viðræður eru langt komnar á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Somerfield en samkvæmt breskum fjölmiðlum vilja félög, sem standa að kauptilboði í fyrirtækið ásamt Baugi, að Baugur dragi sig út úr hópnum vegna málsins. Þegar fréttastofan hafði samband við stjórnendur Barclays í dag sögðu þeir af yfirlýst stefna hópsins væri að tjá sig ekki um málið að svo stöddu og að breskir blaðamenn hafi ekki fengið upplýsingar hjá þeim fyrirtækjum sem standa að tilboðinu með Baugi. Gestur segist þó hafa áhyggjur af málinu og að góðir hlutir verði eyðilagðir. Jón Ásgeir sagði í samtali við fréttastofuna að síðustu daga hafi verið fundað með viðskiptamönnum félagsins og fulltrúum banka og útskýrt út á hvað kærumálið gangi. Reynt sé nú að forða félaginu frá frekara tjóni en hann vildi ekki segja hvort Baugur dragi sig út úr hópnum. Sakborningarnir sex í Baugsmálinu hafa nú fengið afhentar ákærur vegna málsins en lögmenn þeirra hafa ákveðið að þær verði ekki gerðar opinberar á næstunni. Fyrst verði að undirbúa málið vel. Aðspurður hvort hann sé ekki nógu vel undirbúinn núna til að svara spurningum fjölmiðla, m.a. með hliðsjón af því að þrjú ár séu síðan húsleitin átti sér stað, segist Gestur ekki telja svo vera fyrr en það liggi fyrir á hverju ákærurnar séu byggðar. Jóhannes Jónsson sagði í samtali við fréttastofuna að ekkert gruggugt væri á seyði innan fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið verða fyrir ofsóknum eins og þær gerðust svæsnastar og að það tjón sem málið hefði nú þegar valdið þjóðinni í gjaldeyrisöflun væri með ólíkindum. En Gestur viðurkennir að líklega sé best að flýta málinu og birtingu ákæru til að koma í veg fyrir allan misskilning. „Þetta bara snýst um þá almennu varfærni að vilja fara í gegnum þau gögn sem þetta er byggt á þannig að þau svör sem veitt verða verði byggð á gögnunum en engu öðru,“ segir Gestur.
Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira