36 rán að meðaltali á ári 20. júní 2005 00:01 Að meðaltali eru framin 36 rán á Íslandi á ári. Flest rán voru framin árið 1999 en fæst árið 2002. Þetta kemur fram í úttekt sem nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands vann fyrir ríkislögreglustjórann. Úttektin tekur til áranna 1999-2004. Í henni kemur fram að ránum á opnum svæðum hefur fækkað en bankaránum fjölgað. Auðjörg Björnsdóttir, MA-nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem vann úttektina, segir að tíðni rána hafi haldist nokkuð stöðug síðustu ár en eðli rána hafi breyst. 72 prósent rána fóru fram án þess að ræningjar beittu hótunum en ræningjum sem hótuðu fórnarlömbum sínum fjölgaði smávegis á árunum 2002 og 2003. Auðbjörg segir enn fremur að vopnanotkun í ránum hafi aukist nokkuð mikið í samanburði við önnur tímabil og þá hafi ofbeldi aukist eilítið. Í meira en helmingi tilfella þar sem vopn eru notuð sé hnífi beitt. Aðspurð um ástæður rána segir Auðbjörg að það hafi verið skoðað í þeim tilvikum sem það hafi verið gefið upp. Oftast vanti ræningja fé fyrir eiturlyfjum eða skuldum vegna eiturlyfja. Auðbjörg tók viðtöl við 13 ræningja í tengslum við hluta af meistararitgerðinni. Þar hafi komið fram að tveir þeirra hafi sagt fyrir dómi að þeir hefðu framið rán til þess að borga eiturlyfjaskuld þar sem þeim hefði þótt það góð ástæða. Það hafi ekki verið raunveruleg ástæða heldur hafi þá vantað peninga fyrir eiturlyfjum. Auðbjörg bendir þó á að auðvitað ræni einhverjir til að borga skuldir en hjá þessum mönnum hafi það verið góð afsökun. Baráttan gegn fíkniefnaneyslu er nátengd baráttunni gegn ránum. Bæði er að ræningjarnir eru undir áhrifum þegar þeir fremja afbrot sín eða segjast vera að afla sér fjár til að greiða fyrir fíkniefnin og koma sér úr klóm handrukkara vegna fíkniefnaskulda. „Svona er það,“ segir skýrsluhöfundurinn, „og svona verður það nema brugðist verði við.“ Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Að meðaltali eru framin 36 rán á Íslandi á ári. Flest rán voru framin árið 1999 en fæst árið 2002. Þetta kemur fram í úttekt sem nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands vann fyrir ríkislögreglustjórann. Úttektin tekur til áranna 1999-2004. Í henni kemur fram að ránum á opnum svæðum hefur fækkað en bankaránum fjölgað. Auðjörg Björnsdóttir, MA-nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem vann úttektina, segir að tíðni rána hafi haldist nokkuð stöðug síðustu ár en eðli rána hafi breyst. 72 prósent rána fóru fram án þess að ræningjar beittu hótunum en ræningjum sem hótuðu fórnarlömbum sínum fjölgaði smávegis á árunum 2002 og 2003. Auðbjörg segir enn fremur að vopnanotkun í ránum hafi aukist nokkuð mikið í samanburði við önnur tímabil og þá hafi ofbeldi aukist eilítið. Í meira en helmingi tilfella þar sem vopn eru notuð sé hnífi beitt. Aðspurð um ástæður rána segir Auðbjörg að það hafi verið skoðað í þeim tilvikum sem það hafi verið gefið upp. Oftast vanti ræningja fé fyrir eiturlyfjum eða skuldum vegna eiturlyfja. Auðbjörg tók viðtöl við 13 ræningja í tengslum við hluta af meistararitgerðinni. Þar hafi komið fram að tveir þeirra hafi sagt fyrir dómi að þeir hefðu framið rán til þess að borga eiturlyfjaskuld þar sem þeim hefði þótt það góð ástæða. Það hafi ekki verið raunveruleg ástæða heldur hafi þá vantað peninga fyrir eiturlyfjum. Auðbjörg bendir þó á að auðvitað ræni einhverjir til að borga skuldir en hjá þessum mönnum hafi það verið góð afsökun. Baráttan gegn fíkniefnaneyslu er nátengd baráttunni gegn ránum. Bæði er að ræningjarnir eru undir áhrifum þegar þeir fremja afbrot sín eða segjast vera að afla sér fjár til að greiða fyrir fíkniefnin og koma sér úr klóm handrukkara vegna fíkniefnaskulda. „Svona er það,“ segir skýrsluhöfundurinn, „og svona verður það nema brugðist verði við.“
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira