Rökstuðningur ekki fullnægjandi 10. júní 2005 00:01 Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, vann mál sitt gegn íslenska ríkinu í dag. Dómari taldi rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir neitun ekki fullnægjandi. Lilja Sæmundsdóttir, sem er með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki, sótti um að ættleiða barn frá Kína fyrir tveimur árum. Hún fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu með þeim rökum að hún væri of feit. Ráðuneytið hunsaði umsögn hjartalæknis sem fann enga hættu á hjarta- eða æðasjúkdómum og einnig umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneyti dómsmála vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Dómurinn lítur svo á að allt of langt hafi verið gengið í úrskurði ráðuneytisins með ályktun um væntanlegan eða hugsanlegan heilsubrest Lilju. Ráðuneytið hafi ekki aflað nægilegra gagna og röksemda fyrir neituninni. Lilja krafðist þess einnig að viðurkennt væri með dómi að hún uppfyllti öll skilyrði til að ættleiða barn frá útlöndum en dómurinn telur það ekki heyra undir hann. Lilja getur áfrýjað þeim úrskurði eða sótt enn á ný um leyfi til að ættleiða barn. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Lilju, segist gera ráð fyrir að Lilja haldi áfram sínum tilraunum til þess að fá leyfi til að ættleiða barn. Dómsmálið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigríður Rut segist vita til þess að dómsmálaráðuneytið hafi áður gert athugasemdir um offitu fólks sem sótt hefur um að ættleiða barn. Því var hins vegar ekki neitað um að fá að ættleiða af þeirri ástæðu líkt og Lilju. Þá má einnig velta því fyrir sér hvernig er að sitja í dómsal þar sem hamrað er á því að líkamsvöxtur manns sé óviðunandi. Leiða má líkur að því að sá málflutningur hafi verið einsdæmi í íslenskri réttarsögu. Verjandi íslenska ríkisins í málinu segir dómsmálaráðuneytið fara yfir það á næstum vikum eða mánuðum hvort ástæða þyki til áfrýjunar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, vann mál sitt gegn íslenska ríkinu í dag. Dómari taldi rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir neitun ekki fullnægjandi. Lilja Sæmundsdóttir, sem er með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki, sótti um að ættleiða barn frá Kína fyrir tveimur árum. Hún fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu með þeim rökum að hún væri of feit. Ráðuneytið hunsaði umsögn hjartalæknis sem fann enga hættu á hjarta- eða æðasjúkdómum og einnig umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneyti dómsmála vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Dómurinn lítur svo á að allt of langt hafi verið gengið í úrskurði ráðuneytisins með ályktun um væntanlegan eða hugsanlegan heilsubrest Lilju. Ráðuneytið hafi ekki aflað nægilegra gagna og röksemda fyrir neituninni. Lilja krafðist þess einnig að viðurkennt væri með dómi að hún uppfyllti öll skilyrði til að ættleiða barn frá útlöndum en dómurinn telur það ekki heyra undir hann. Lilja getur áfrýjað þeim úrskurði eða sótt enn á ný um leyfi til að ættleiða barn. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Lilju, segist gera ráð fyrir að Lilja haldi áfram sínum tilraunum til þess að fá leyfi til að ættleiða barn. Dómsmálið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigríður Rut segist vita til þess að dómsmálaráðuneytið hafi áður gert athugasemdir um offitu fólks sem sótt hefur um að ættleiða barn. Því var hins vegar ekki neitað um að fá að ættleiða af þeirri ástæðu líkt og Lilju. Þá má einnig velta því fyrir sér hvernig er að sitja í dómsal þar sem hamrað er á því að líkamsvöxtur manns sé óviðunandi. Leiða má líkur að því að sá málflutningur hafi verið einsdæmi í íslenskri réttarsögu. Verjandi íslenska ríkisins í málinu segir dómsmálaráðuneytið fara yfir það á næstum vikum eða mánuðum hvort ástæða þyki til áfrýjunar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira