Erfitt að losna við vonda nágranna 31. maí 2005 00:01 Héraðsdómari segir í úrskurði að breytinga sé þörf á sönnunarfærslu vegna brota á húsfriði. Erfitt er að losna við vonda nágranna þar sem lögregluskýrslur fást ekki afhentar. Fjöldi útburðarmála fer fyrir dómstóla á hverju ári. Fyrir helgi var kveðinn upp dómur í einu slíku þar sem Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, vildu segja leigjanda upp húsnæðinu eftir að nágrannar höfðu ítrekað kvartað undan hávaða. Dómari taldi ljóst væri að viðkomandi hafi verið með ónæði og hávaða. Hrund Kristinsdóttir, lögmaður Húseigendafélagsins fagnar ummælum dómarans sem þó varð að hafna útburðarbeiðni hennar fyrir hönd félagsbústaðanna. Hún segir að dómaranum hafi greinilega ofboðið því svona mála séu þess eðlis að saklausu fólki, sem á að njóta þeirra stjórnarskrárvernduðu réttinda að búa heima hjá sér í friði, er meinað að afla sönnunargagna fyrir því að á þeim sé brotið. Dómarinn í fyrrgreindu máli segir í niðurstöðu úrskurðarins að fokið sé i flest skjól þeirra sem sæta brotum á húsfriði. Lögregla neiti þeim um skýrslur sem lýsa tilefni útkalls á grundvelli persónuverndar hins brotlega, en lögregluskýrslur hafi fram til þessa reynst sterkasta haldreipi þeirra sem brot á húsfriði þurfi að þola. Vitnaleiðslur eru ekki í slíkum þar sem um flýtimeðferðir er að ræða. Þá segir dómarinn að fólki sé fyrirmunað að sanna mál sitt með milliliðalausri sönnunarfærslu fyrir dómi eftir þeirri réttarframkvæmd sem ríkt hefur. Dómarinn segir að það séu stjórnarskrárvarin grundvallarmannréttindi að búa við frið á heimili sínu og þetta ástand knýi á um breytingar í málum af þessu tagi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Héraðsdómari segir í úrskurði að breytinga sé þörf á sönnunarfærslu vegna brota á húsfriði. Erfitt er að losna við vonda nágranna þar sem lögregluskýrslur fást ekki afhentar. Fjöldi útburðarmála fer fyrir dómstóla á hverju ári. Fyrir helgi var kveðinn upp dómur í einu slíku þar sem Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, vildu segja leigjanda upp húsnæðinu eftir að nágrannar höfðu ítrekað kvartað undan hávaða. Dómari taldi ljóst væri að viðkomandi hafi verið með ónæði og hávaða. Hrund Kristinsdóttir, lögmaður Húseigendafélagsins fagnar ummælum dómarans sem þó varð að hafna útburðarbeiðni hennar fyrir hönd félagsbústaðanna. Hún segir að dómaranum hafi greinilega ofboðið því svona mála séu þess eðlis að saklausu fólki, sem á að njóta þeirra stjórnarskrárvernduðu réttinda að búa heima hjá sér í friði, er meinað að afla sönnunargagna fyrir því að á þeim sé brotið. Dómarinn í fyrrgreindu máli segir í niðurstöðu úrskurðarins að fokið sé i flest skjól þeirra sem sæta brotum á húsfriði. Lögregla neiti þeim um skýrslur sem lýsa tilefni útkalls á grundvelli persónuverndar hins brotlega, en lögregluskýrslur hafi fram til þessa reynst sterkasta haldreipi þeirra sem brot á húsfriði þurfi að þola. Vitnaleiðslur eru ekki í slíkum þar sem um flýtimeðferðir er að ræða. Þá segir dómarinn að fólki sé fyrirmunað að sanna mál sitt með milliliðalausri sönnunarfærslu fyrir dómi eftir þeirri réttarframkvæmd sem ríkt hefur. Dómarinn segir að það séu stjórnarskrárvarin grundvallarmannréttindi að búa við frið á heimili sínu og þetta ástand knýi á um breytingar í málum af þessu tagi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira