Phoenix 1 - San Antonio 3 31. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Phoenix Suns neituðu að láta San Antonio Spurs niðurlægja sig í úrslitakeppninni og náðu að vinna sigur í fjórða leik liðanna í nótt, 111-106. Skyndilega eru þeir komnir í ágætis aðstöðu til að bjarga andlitinu, því næsti leikur fer fram á heimavelli þeirra í Phoenix. Þar hafa þeir að vísu ekki riðið feitum hesti gegn Spurs, en þeir virðast hafa endurheimt sjálfstraustið. Suns voru skrefinu á undan heimamönnum í leiknum í nótt og sýndu mikinn karakter þegar þeir stóðu af sér góð áhlaup þeirra á lokasprettinum. Amare Stoudemire var allt í öllu í blálokin og skoraði mikilvægar körfur, varði skot og stal knettinum. Hann hefur greinilega verið orðinn leiður á að hlusta á fólk tala um hvernig lið hans ætti ekki möguleika á að vinna reynt lið San Antonio. "Amare var ótrúlegur. Þó hann sé með manni í liði getur maður ekki annað en dáðst að honum. Hann var rosalega mikilvægur fyrir okkur á lokasprettinum," sagði Steve Nash um hinn unga samherja sinn. Tim Duncan átti mjög erfitt uppdráttar í gær og skoraði aðeins 15 stig í leiknum. Hann náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum og góð hjálparvörn frá Joe Johnson virtist trufla hann mikið. Verst af öllu var þó vítanýting hans, en hann hitti aðeins úr 3 af 12 vítaskotum sínum í leiknum, sem er skelfilegt í jafn mikilvægum leik. "Við erum bæði vonsviknir og reiðir," sagði Manu Ginobili sem var eini leikmaður Spurs sem lék af eðlilegri getu. "Takmark okkar í þessari seríu var hinsvegar að komast í úrslitin, ekki að vinna Phoenix 4-0, þannig að við hengjum ekkert haus þó við höfum tapað einum leik, við erum í fínu formi" bætti hann við. San Antonio hefur unnið báða leiki liðanna í Phoenix, en það þýðir ekki að þeir þurfi ekki á sínum allra besta leik til að sigra þar. Ef Phoenix tekst að vinna næsta leik, gæti þetta einvígi þannig orðið lengra en margur var farinn að sjá fyrir sér. Engu liði af þeim 76 sem lent hafa undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar, hefur þó tekist að koma til baka og vinna seríuna og aðeins átta liðum af því hefur tekist að vinna tvo leiki eftir það. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (7 frák), Tim Duncan 15 stig (16 frák), Robert Horry 15 stig (7 frák), Bruce Bowen 15 stig, Tony Parker 13 stig, Beno Udrih 9 stig, Nazr Mohammed 8 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 31 stig, Joe Johnson 26 stig, Steve Nash 17 stig (12 stoðs), Quentin Richardson 14 stig (6 frák), Shawn Marion 11 stig (14 frák), Jimmy Jackson 8 stig. NBA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Phoenix Suns neituðu að láta San Antonio Spurs niðurlægja sig í úrslitakeppninni og náðu að vinna sigur í fjórða leik liðanna í nótt, 111-106. Skyndilega eru þeir komnir í ágætis aðstöðu til að bjarga andlitinu, því næsti leikur fer fram á heimavelli þeirra í Phoenix. Þar hafa þeir að vísu ekki riðið feitum hesti gegn Spurs, en þeir virðast hafa endurheimt sjálfstraustið. Suns voru skrefinu á undan heimamönnum í leiknum í nótt og sýndu mikinn karakter þegar þeir stóðu af sér góð áhlaup þeirra á lokasprettinum. Amare Stoudemire var allt í öllu í blálokin og skoraði mikilvægar körfur, varði skot og stal knettinum. Hann hefur greinilega verið orðinn leiður á að hlusta á fólk tala um hvernig lið hans ætti ekki möguleika á að vinna reynt lið San Antonio. "Amare var ótrúlegur. Þó hann sé með manni í liði getur maður ekki annað en dáðst að honum. Hann var rosalega mikilvægur fyrir okkur á lokasprettinum," sagði Steve Nash um hinn unga samherja sinn. Tim Duncan átti mjög erfitt uppdráttar í gær og skoraði aðeins 15 stig í leiknum. Hann náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum og góð hjálparvörn frá Joe Johnson virtist trufla hann mikið. Verst af öllu var þó vítanýting hans, en hann hitti aðeins úr 3 af 12 vítaskotum sínum í leiknum, sem er skelfilegt í jafn mikilvægum leik. "Við erum bæði vonsviknir og reiðir," sagði Manu Ginobili sem var eini leikmaður Spurs sem lék af eðlilegri getu. "Takmark okkar í þessari seríu var hinsvegar að komast í úrslitin, ekki að vinna Phoenix 4-0, þannig að við hengjum ekkert haus þó við höfum tapað einum leik, við erum í fínu formi" bætti hann við. San Antonio hefur unnið báða leiki liðanna í Phoenix, en það þýðir ekki að þeir þurfi ekki á sínum allra besta leik til að sigra þar. Ef Phoenix tekst að vinna næsta leik, gæti þetta einvígi þannig orðið lengra en margur var farinn að sjá fyrir sér. Engu liði af þeim 76 sem lent hafa undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar, hefur þó tekist að koma til baka og vinna seríuna og aðeins átta liðum af því hefur tekist að vinna tvo leiki eftir það. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (7 frák), Tim Duncan 15 stig (16 frák), Robert Horry 15 stig (7 frák), Bruce Bowen 15 stig, Tony Parker 13 stig, Beno Udrih 9 stig, Nazr Mohammed 8 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 31 stig, Joe Johnson 26 stig, Steve Nash 17 stig (12 stoðs), Quentin Richardson 14 stig (6 frák), Shawn Marion 11 stig (14 frák), Jimmy Jackson 8 stig.
NBA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira