Enski boltinn

Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dominic Calvert-Lewin fagnar jöfnunarmarki sinu fyrir Leeds United í kvöld.
Dominic Calvert-Lewin fagnar jöfnunarmarki sinu fyrir Leeds United í kvöld. Getty/Mike Hewitt

Brenford og Leeds United gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í London í dag.

Jordan Henderson kom Brentford í 1-0 á 70. mínútu en Dominic Calvert-Lewin jafnaði metin með skalla eftir fyrirgjöf frá Wilfried Gnonto á 82. mínútu.

Henderson hélt því upp á sexhundraðasta leikinn sinn með marki en það varð þó ekki að sigurmarki eins og stefndi í um tíma.

Stigið dugar Brenford til að fara upp um eitt sæti og komast upp fyrir Bournemouth. Brentford er í fjórtánda sætinu en Leeds er áfram í sautjánda sætinu. Stigið þýðir hins vegar að Leeds er þremur stigum frá fallsæti.

Leeds átti meira skilið úr þessum leik og jöfnunarmarkið var því alls ekki ósanngjarnt. Liðið hefur nú náð í fimm stig í síðustu þremur leikjum sínum.

Brenford komst yfir og fékk færi í lokin til að tryggja sér sigurinn en það misfórst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×