Er til austur-evrópsk mafía? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2005 00:01 Um síðustu helgi völdu Evrópubúar hið árlega Eurovision lag. Það var hin gríska Helena Paparizou sem bar sigur úr býtum en veðbankar voru einmitt búnir að spá henni sigri. Íslendingar þurftu að keppa í undankeppninni fimmtudaginn áður og komust ekki áfram. Lentu í sextánda sæti. Það skemmtilega er að ekki einn einasti Íslendingur gat ímyndað sér að Selma Björnsdóttir, fulltrúi Íslands, kæmist ekki áfram. Það var ekki að ræða það og minnti múgæsingin eftir keppnina einna helst á þá staðfestu Íslendinga árið 1986 að Gleðibankinn væri besta lag í Evrópu og myndi mala samkeppni sína í álfunni. En allt kom fyrir ekki. Lagið lenti í sextánda sæti. Í staðinn fyrir að taka fallinu með reisn þurftu Íslendingar nú eins og alltaf að finna einhvern sökudólg. Og hver lá beinast við? Jú, auðvitað Austur-Evrópa. Það er ekkert launungamál að Íslendingar, og jafnvel fleiri Suður-Evrópubúar, líta á Austur-Evrópu sem boðflennu í keppninni. “Þetta fólk er ekki Evrópubúar,” heyrir maður oftar en ekki þegar Eurovision keppnin stendur sem hæst. Auðvitað er “þetta fólk” alveg jafn miklir Evrópubúar og við. Það er bara öðruvísi. Og þar af leiðandi er tónlistin öðruvísi. Og snýst Eurovision ekki um tónlistarsmekk? Drumbusláttur og þjóðlegir tónar einkenndu framlög Evrópulandanna og þá sérstaklega Austur-Evrópu því þeirra þjóðlagahefð er auðvitað mun sterkara en okkar hér á litla Íslandi. Hér er MTV, Popptíví og hvað allt þetta heitir búið að tröllríða öllu og auðvitað eru lögin sem við sendum í keppnina eftir því. Samsuða frá Britney Spears og Christinu Aquilera. Rosalega frumlegt eða hitt þó heldur. Vissulega er sigurlagið í ár líka samsuða frá Britney og Christinu. Bara góð samsuða. Grípandi samsuða. Þó að ég hafi fengið áfall þegar ég heyrði það í fyrsta skipti þá get ég ekki neitað því að ég er með það á heilanum meira eða minna allan daginn. Og ég hef heyrt það í mesta lagi tvisvar. Ég veit ekki með restina af Íslendingum en ég er búin að fá mig fullsadda af samsæriskenningum kynna Eurovision með hvaða land gefur hverjum stig og hverjum ekki. Gísli Marteinn Baldursson missti sig gjörsamlega í þessum samsæriskenningum um síðustu helgi þegar austur-evrópsku löndin gáfu grönnum sínum fullt hús stiga á víxl. Allt í einu var Gísli Marteinn búinn að gleyma tólf stigunum sem Íslendingar gáfu Norðmönnum, tíu stigin sem Íslendingar gáfu Danmörku, tólf stigunum sem Danir fengu frá Norðmönnum, tíu stigunum sem Danmörk fékk frá Svíþjóð, tólf stigunum sem Danir gáfu Norðmönnum og tíu stigunum sem Svíþjóð gaf Norðmönnum. Munurinn er bara að austur-evrópsku löndin eru fleiri og stærri og gefa hvort öðru væntanlega stig því þau hafa smekk fyrir lagasmíðum hvors annars. Tyrkland gaf meira að segja Grikkjum, erkifjendum sínum, tólf stig. Hvernig útskýrir Gísli Marteinn það? Og fyrrum stríðshrjáðar þjóðir á Balkanskaganum lögðu ágreininga sína til hliðar og kusu hvora aðra í sátt og samlyndi. Ég sé ekkert nema gott og fallegt við það -- ég veit ekki með ykkur hin. Það er sorglegt hvernig Íslendingar taka tapi í Eurovision. Vissulega var Selma Björnsdóttir flott á sviðinu í ár og það var hvorki búningurinn né sviðsframkoma sem varð henni að falli heldur lagið. Þetta snýst auðvitað allt um lagið. Eurovision lagið. Sem íslenska þjóðin á auðvitað að fá að kjósa sjálf en ekki einhverjir Sjálfstæðismenn út í bæ. Svo virðist það alltaf gleymast að Eurovision tónlist er bara tónlist. Það er engin formúla. Ekkert Eurovision lag. Íslendingar eiga að vera stoltir af sinni hefð og setja metnað í framlag sitt líkt og frændur okkar í Austur-Evrópu. Við skulum leita aftur til síðustu aldar og blanda því gamla við hið nýja. Gamaldags rímur og kassagítar myndi örugglega svínvirka og færa okkur gullið. Ef við nennum hins vegar ekki að leggja höfuðið í bleyti og leggja metnað í keppnina sem virðist vera okkur öll svo kær einhverra hluta vegna þá gætum við kannski hafið útflutning á saltfiski til Svartfjallalands, selt Bosníumönnum ull eða sett skyr á markað í Makedónía. Þá myndum við mæta sterk til leiks með “frændur” okkar okkur við hlið í keppninni að ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi völdu Evrópubúar hið árlega Eurovision lag. Það var hin gríska Helena Paparizou sem bar sigur úr býtum en veðbankar voru einmitt búnir að spá henni sigri. Íslendingar þurftu að keppa í undankeppninni fimmtudaginn áður og komust ekki áfram. Lentu í sextánda sæti. Það skemmtilega er að ekki einn einasti Íslendingur gat ímyndað sér að Selma Björnsdóttir, fulltrúi Íslands, kæmist ekki áfram. Það var ekki að ræða það og minnti múgæsingin eftir keppnina einna helst á þá staðfestu Íslendinga árið 1986 að Gleðibankinn væri besta lag í Evrópu og myndi mala samkeppni sína í álfunni. En allt kom fyrir ekki. Lagið lenti í sextánda sæti. Í staðinn fyrir að taka fallinu með reisn þurftu Íslendingar nú eins og alltaf að finna einhvern sökudólg. Og hver lá beinast við? Jú, auðvitað Austur-Evrópa. Það er ekkert launungamál að Íslendingar, og jafnvel fleiri Suður-Evrópubúar, líta á Austur-Evrópu sem boðflennu í keppninni. “Þetta fólk er ekki Evrópubúar,” heyrir maður oftar en ekki þegar Eurovision keppnin stendur sem hæst. Auðvitað er “þetta fólk” alveg jafn miklir Evrópubúar og við. Það er bara öðruvísi. Og þar af leiðandi er tónlistin öðruvísi. Og snýst Eurovision ekki um tónlistarsmekk? Drumbusláttur og þjóðlegir tónar einkenndu framlög Evrópulandanna og þá sérstaklega Austur-Evrópu því þeirra þjóðlagahefð er auðvitað mun sterkara en okkar hér á litla Íslandi. Hér er MTV, Popptíví og hvað allt þetta heitir búið að tröllríða öllu og auðvitað eru lögin sem við sendum í keppnina eftir því. Samsuða frá Britney Spears og Christinu Aquilera. Rosalega frumlegt eða hitt þó heldur. Vissulega er sigurlagið í ár líka samsuða frá Britney og Christinu. Bara góð samsuða. Grípandi samsuða. Þó að ég hafi fengið áfall þegar ég heyrði það í fyrsta skipti þá get ég ekki neitað því að ég er með það á heilanum meira eða minna allan daginn. Og ég hef heyrt það í mesta lagi tvisvar. Ég veit ekki með restina af Íslendingum en ég er búin að fá mig fullsadda af samsæriskenningum kynna Eurovision með hvaða land gefur hverjum stig og hverjum ekki. Gísli Marteinn Baldursson missti sig gjörsamlega í þessum samsæriskenningum um síðustu helgi þegar austur-evrópsku löndin gáfu grönnum sínum fullt hús stiga á víxl. Allt í einu var Gísli Marteinn búinn að gleyma tólf stigunum sem Íslendingar gáfu Norðmönnum, tíu stigin sem Íslendingar gáfu Danmörku, tólf stigunum sem Danir fengu frá Norðmönnum, tíu stigunum sem Danmörk fékk frá Svíþjóð, tólf stigunum sem Danir gáfu Norðmönnum og tíu stigunum sem Svíþjóð gaf Norðmönnum. Munurinn er bara að austur-evrópsku löndin eru fleiri og stærri og gefa hvort öðru væntanlega stig því þau hafa smekk fyrir lagasmíðum hvors annars. Tyrkland gaf meira að segja Grikkjum, erkifjendum sínum, tólf stig. Hvernig útskýrir Gísli Marteinn það? Og fyrrum stríðshrjáðar þjóðir á Balkanskaganum lögðu ágreininga sína til hliðar og kusu hvora aðra í sátt og samlyndi. Ég sé ekkert nema gott og fallegt við það -- ég veit ekki með ykkur hin. Það er sorglegt hvernig Íslendingar taka tapi í Eurovision. Vissulega var Selma Björnsdóttir flott á sviðinu í ár og það var hvorki búningurinn né sviðsframkoma sem varð henni að falli heldur lagið. Þetta snýst auðvitað allt um lagið. Eurovision lagið. Sem íslenska þjóðin á auðvitað að fá að kjósa sjálf en ekki einhverjir Sjálfstæðismenn út í bæ. Svo virðist það alltaf gleymast að Eurovision tónlist er bara tónlist. Það er engin formúla. Ekkert Eurovision lag. Íslendingar eiga að vera stoltir af sinni hefð og setja metnað í framlag sitt líkt og frændur okkar í Austur-Evrópu. Við skulum leita aftur til síðustu aldar og blanda því gamla við hið nýja. Gamaldags rímur og kassagítar myndi örugglega svínvirka og færa okkur gullið. Ef við nennum hins vegar ekki að leggja höfuðið í bleyti og leggja metnað í keppnina sem virðist vera okkur öll svo kær einhverra hluta vegna þá gætum við kannski hafið útflutning á saltfiski til Svartfjallalands, selt Bosníumönnum ull eða sett skyr á markað í Makedónía. Þá myndum við mæta sterk til leiks með “frændur” okkar okkur við hlið í keppninni að ári.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun