Búist við sigri Ingibjargar 20. maí 2005 00:01 Búist er við að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sigri í formannskjöri Samfylkingarinnar en úrslit verða tilkynnt á landsfundi flokksins á hádegi í dag. Tveir hafa tilkynnt um framboð til embættis varaformanns: þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Lúðvík Bergvinsson. Þá herma heimildir blaðsins að Björgvin G. Sigurðsson þingmaður munií dag tilkynna um framboð sitt í varaformannssæti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Jóhanna Sigurðardóttir, sem hefur sagst vera að íhuga framboð, afráðið að gefa ekki kost á sér. Ástæðan sé einna helst sú að í tveimur helstu forystusætum flokksins verði að vera einstaklingar af báðum kynjum. Sama ástæða er sögð fyrir því að einungis karlmenn hafi gefið kost á sér í varaformannsembættið. Það muni þó breytast ef svo ólíklega vilji til að Össur beri sigurorð af Ingibjörgu Sólrúnu í formannskjörinu. Þá verði gerð kraa á konu sem varaformann. Ein þeirra sem nefnd hefur verið í því samhengi er þingmaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi í gær undirbúning Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar. Er hún kynnti skýrslu Framtíðarhóp Samfylkingarinnar sagði Ingibjörg Sólrún að flokkurinn hefði farið vanbúinn út í kosningabaráttuna. Ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu. Samfylkingin hafi því ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og skort ákveðinn trúverðugleika. Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, hvatti flokksmenn í setningarræðu sinni til að snúa bökum saman. "Á þessum fundi leggjum við niður allar deilur, hvort sem við höfum komið hingað sem liðsmenn Össurar eða Ingibjargar," sagði hann. Alls eru 1200 landsfundarfulltrúar skráðir á þriðja landsfund Samfylkingarinnar sem standa mun fram á sunnudag. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Búist er við að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sigri í formannskjöri Samfylkingarinnar en úrslit verða tilkynnt á landsfundi flokksins á hádegi í dag. Tveir hafa tilkynnt um framboð til embættis varaformanns: þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Lúðvík Bergvinsson. Þá herma heimildir blaðsins að Björgvin G. Sigurðsson þingmaður munií dag tilkynna um framboð sitt í varaformannssæti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Jóhanna Sigurðardóttir, sem hefur sagst vera að íhuga framboð, afráðið að gefa ekki kost á sér. Ástæðan sé einna helst sú að í tveimur helstu forystusætum flokksins verði að vera einstaklingar af báðum kynjum. Sama ástæða er sögð fyrir því að einungis karlmenn hafi gefið kost á sér í varaformannsembættið. Það muni þó breytast ef svo ólíklega vilji til að Össur beri sigurorð af Ingibjörgu Sólrúnu í formannskjörinu. Þá verði gerð kraa á konu sem varaformann. Ein þeirra sem nefnd hefur verið í því samhengi er þingmaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi í gær undirbúning Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar. Er hún kynnti skýrslu Framtíðarhóp Samfylkingarinnar sagði Ingibjörg Sólrún að flokkurinn hefði farið vanbúinn út í kosningabaráttuna. Ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu. Samfylkingin hafi því ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og skort ákveðinn trúverðugleika. Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, hvatti flokksmenn í setningarræðu sinni til að snúa bökum saman. "Á þessum fundi leggjum við niður allar deilur, hvort sem við höfum komið hingað sem liðsmenn Össurar eða Ingibjargar," sagði hann. Alls eru 1200 landsfundarfulltrúar skráðir á þriðja landsfund Samfylkingarinnar sem standa mun fram á sunnudag.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira