Samningur auki ekki líkur á álveri 15. maí 2005 00:01 Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að samningur Suðurnesjamanna við Norðurál um að kanna möguleika á álveri í Helguvík, auki ekki líkur á því að álver rísi á Norðurlandi. Bæjarstjórinn segir að Norðurál hafi einmitt verið það fyrirtæki sem lengst hafi verið komið í að kanna möguleika á álveri norðan lands. Reinhard segir að Norðurál sé það fyrirtæki sem Húsvíkingar hafi verið mest í viðræðum við og eigendur Norðuráls, Century Aluminum, hafi að mati þeirra talað þannig að þeir væru reiðubúnir að auka við sína starfsemi á Íslandi umfram þær stækkarnir sem fyrirhugaðar séu á Grundartanga. Aðspurður hvort samkomulagið á Suðurnesjum dragi ekki úr líkum á því að Norðurál reisi álver við Húsavík segir Reinhard að það fari eftir því hvað komi út úr undirbúningsvinnunni á Reykjanesi. Húsvíkingar hafi lagt á það áherslu að ná samstöðu um það verkefni sem unnið hafi verið að undanfarin ár og það skipti auðvitað mjög miklu máli að klára það. Það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á Suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær stjórnvöld myndu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi. Hún vonaðist til þess að samkomulag Suðurnesjamanna og Norðuráls þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Um þá fullyrðingu að það blasi ekki við að Norðlendingar nái samstöðu um einn stað fyrir álver segir Reinhard það sé ekkert víst, ekkert frekar en Íslendingar almennt nái saman um einn stað. Hann leggi þó áherslu á að í Þingeyjarsýslunum hafi menn allar forsendur til að reisa álver og hann vilji ekki trúa því fyrr en hann taki á því að íbúar annarra héraða, hvort sem þau eru nálægt Þingeyjarsýslu eða ekki, leggist gegn því að náttúruauðlindir í sýslunni verði nýttar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu þegar allar forsendur séu til þess. Það væri mjög ankannaleg staða að standa frammi fyrir því. Aðspurður hvort honum finnist Eyfirðingar standa þannig að málum segir Reinhard að það verði að spyrja þá að því hvernig þeir ætli að afla orkunna fyrir stóriðjuver við vestanverðan Eyjafjörð. Það liggi ekki alveg á borðinu hvar sú orka sé í nágrenninu. Inntur eftir því hvort Þingeyingar ætli þá ekki að stuðla að því að sú orka komi úr Þingeyjarsýslum segir Reinhard að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira
Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að samningur Suðurnesjamanna við Norðurál um að kanna möguleika á álveri í Helguvík, auki ekki líkur á því að álver rísi á Norðurlandi. Bæjarstjórinn segir að Norðurál hafi einmitt verið það fyrirtæki sem lengst hafi verið komið í að kanna möguleika á álveri norðan lands. Reinhard segir að Norðurál sé það fyrirtæki sem Húsvíkingar hafi verið mest í viðræðum við og eigendur Norðuráls, Century Aluminum, hafi að mati þeirra talað þannig að þeir væru reiðubúnir að auka við sína starfsemi á Íslandi umfram þær stækkarnir sem fyrirhugaðar séu á Grundartanga. Aðspurður hvort samkomulagið á Suðurnesjum dragi ekki úr líkum á því að Norðurál reisi álver við Húsavík segir Reinhard að það fari eftir því hvað komi út úr undirbúningsvinnunni á Reykjanesi. Húsvíkingar hafi lagt á það áherslu að ná samstöðu um það verkefni sem unnið hafi verið að undanfarin ár og það skipti auðvitað mjög miklu máli að klára það. Það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á Suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær stjórnvöld myndu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi. Hún vonaðist til þess að samkomulag Suðurnesjamanna og Norðuráls þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Um þá fullyrðingu að það blasi ekki við að Norðlendingar nái samstöðu um einn stað fyrir álver segir Reinhard það sé ekkert víst, ekkert frekar en Íslendingar almennt nái saman um einn stað. Hann leggi þó áherslu á að í Þingeyjarsýslunum hafi menn allar forsendur til að reisa álver og hann vilji ekki trúa því fyrr en hann taki á því að íbúar annarra héraða, hvort sem þau eru nálægt Þingeyjarsýslu eða ekki, leggist gegn því að náttúruauðlindir í sýslunni verði nýttar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu þegar allar forsendur séu til þess. Það væri mjög ankannaleg staða að standa frammi fyrir því. Aðspurður hvort honum finnist Eyfirðingar standa þannig að málum segir Reinhard að það verði að spyrja þá að því hvernig þeir ætli að afla orkunna fyrir stóriðjuver við vestanverðan Eyjafjörð. Það liggi ekki alveg á borðinu hvar sú orka sé í nágrenninu. Inntur eftir því hvort Þingeyingar ætli þá ekki að stuðla að því að sú orka komi úr Þingeyjarsýslum segir Reinhard að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira